Þegar takan dettur niður Karl Lúðvíksson skrifar 15. júlí 2016 11:00 Þessi var í tökustuði Mynd: Nils Folmer Þrátt fyrir að veiðin núna miðað við sama tíma í fyrra sé um 4.000 löxum meiri datt takan niður í mörgum ám í nokkra daga. Þetta var sérstaklega áberandi á vesturlandi en frá Leirvogsá að Dölunum datt takan niður í einhverja daga og fór undir því sem eðlilegt má teljast á þessum árstíma. Yfirleitt gerist þetta í byrjun ágúst en ekki í júlí og það sem einhverjir haf skotið á sé að laxinn hafi byrjað að ganga svo snemma í árnar að hann sé að taka þetta tregðutímabil núna í samræmi við að hafa mætt rúmlega tveimur vikum fyrr en menn áttu von á. Ekki leggjum við dóm á þessu kenningu en athyglisverð er hún engu að síður. Þetta gerist bara stundum í ánum og meira segja stundum bara milli hylja. Eina stundina er einhver veiðistaður að gefa mönnum flotta veiði en þremur veiðistöðum neðar er kannski annar hylur þar sem ekkert gerist og það er engin leið að útskýra af hverju þetta gerist. Ástæður sem eru oft nefndar og margar hafa vissulega mikið að segja með tökuviljan er t.d. hitastig á ánni, skýjað eða sól, rok eða logn, heitt eða kalt úti, vestan eða austan átt, mikið vatn eða lítið vatn, úrhelli eða staða himintunglana. Óvissuþættirnir eru þannig vissulega margir það er nú einu sinni eitt af því sem gerir veiðina jafn spennandi og raun ber vitni. Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði
Þrátt fyrir að veiðin núna miðað við sama tíma í fyrra sé um 4.000 löxum meiri datt takan niður í mörgum ám í nokkra daga. Þetta var sérstaklega áberandi á vesturlandi en frá Leirvogsá að Dölunum datt takan niður í einhverja daga og fór undir því sem eðlilegt má teljast á þessum árstíma. Yfirleitt gerist þetta í byrjun ágúst en ekki í júlí og það sem einhverjir haf skotið á sé að laxinn hafi byrjað að ganga svo snemma í árnar að hann sé að taka þetta tregðutímabil núna í samræmi við að hafa mætt rúmlega tveimur vikum fyrr en menn áttu von á. Ekki leggjum við dóm á þessu kenningu en athyglisverð er hún engu að síður. Þetta gerist bara stundum í ánum og meira segja stundum bara milli hylja. Eina stundina er einhver veiðistaður að gefa mönnum flotta veiði en þremur veiðistöðum neðar er kannski annar hylur þar sem ekkert gerist og það er engin leið að útskýra af hverju þetta gerist. Ástæður sem eru oft nefndar og margar hafa vissulega mikið að segja með tökuviljan er t.d. hitastig á ánni, skýjað eða sól, rok eða logn, heitt eða kalt úti, vestan eða austan átt, mikið vatn eða lítið vatn, úrhelli eða staða himintunglana. Óvissuþættirnir eru þannig vissulega margir það er nú einu sinni eitt af því sem gerir veiðina jafn spennandi og raun ber vitni.
Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði