Matur

Lærðu að gera heimatilbúna kleinuhringi á 43 sekúndum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nammi... namm
Nammi... namm vísir
Matarsíðan Tasty hjá Buzzfeed er ein vinsælasta matarsíða í heiminum í dag. Þar birtast reglulega mjög stutt myndbönd sem sýna hversu auðvelt það getur verið að matreiða girnilega rétti.

Myndböndin njóta gríðarlegrar vinsælda um heim allan og horfa margar milljónir á hvert þeirra.

Kleinuhringir eru vinsælir en fáir sem kunna í raun að útbúa slíkt bakkelsi. Hér að neðan má sjá hvernig þú getur gert heimatilbúna kleinuhringi. Myndbandið er aðeins 43 sekúndur og því tekur ekki langan að læra.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.