Góð veiði á bleikju í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 5. júlí 2016 09:30 Þingvallavatn var lengi í gang í sumar en síðustu daga hefur veiðin heldur betur tekið við sér. Það er oft þannig að þegar það gerir bjarta og sólríka daga er morgunveiðin og kvöldveiðin oft feyknagóð í Þingvallavatni. Þegar það er talað um morgun og kvöldveiði er besti tíminn til að mynda á morgnana frá 6:00 til 10:00 og svo tekur veiðin oft aftur við sér á kvöldin frá 19:00 og til miðnættis. Það veiðist alveg bleikja líka yfir hábjartann daginn en ekkert í þeim mæli sem hún gerir kvölds og morgna. Þjóðgarðurinn er að gefa mjög vel og allir þekktir veiðistaðir inni og vel það. Um helgina var mikil umferð á t.d. Öfugsnáða og Pallinum en málið er að núna er góð bleikjugengd um allann þjóðgarð og það er um að gera að prófa sig áfram á sem flestum stöðum. Þetta er besti tíminn í vatninu núna og hann varir í 2-3 vikur í viðbót en svo minnkar takan alltaf þegar nær dregur hrygningu. Veiðimenn sem eru duglegir að stunda vatnið tala um að bleikjan sé mun vænni en í fyrra og að það sé mun meira af henni. Mest lesið Íslenska fluguveiðisýningin hefst í dag Veiði Góðir dagar inn á milli í Langá Veiði Tilboð og kóði í vefsölu hjá Lax-Á Veiði Norðurá: Mun minna af laxi en undanfarin ár Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði Umsóknir í forúthlutun SVFR Veiði Mögnuð veiði í Litluá í Keldum Veiði 126 laxa dagur í gær í Eystri Rangá Veiði Veiðin að glæðast eftir rigningar Veiði
Þingvallavatn var lengi í gang í sumar en síðustu daga hefur veiðin heldur betur tekið við sér. Það er oft þannig að þegar það gerir bjarta og sólríka daga er morgunveiðin og kvöldveiðin oft feyknagóð í Þingvallavatni. Þegar það er talað um morgun og kvöldveiði er besti tíminn til að mynda á morgnana frá 6:00 til 10:00 og svo tekur veiðin oft aftur við sér á kvöldin frá 19:00 og til miðnættis. Það veiðist alveg bleikja líka yfir hábjartann daginn en ekkert í þeim mæli sem hún gerir kvölds og morgna. Þjóðgarðurinn er að gefa mjög vel og allir þekktir veiðistaðir inni og vel það. Um helgina var mikil umferð á t.d. Öfugsnáða og Pallinum en málið er að núna er góð bleikjugengd um allann þjóðgarð og það er um að gera að prófa sig áfram á sem flestum stöðum. Þetta er besti tíminn í vatninu núna og hann varir í 2-3 vikur í viðbót en svo minnkar takan alltaf þegar nær dregur hrygningu. Veiðimenn sem eru duglegir að stunda vatnið tala um að bleikjan sé mun vænni en í fyrra og að það sé mun meira af henni.
Mest lesið Íslenska fluguveiðisýningin hefst í dag Veiði Góðir dagar inn á milli í Langá Veiði Tilboð og kóði í vefsölu hjá Lax-Á Veiði Norðurá: Mun minna af laxi en undanfarin ár Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði Umsóknir í forúthlutun SVFR Veiði Mögnuð veiði í Litluá í Keldum Veiði 126 laxa dagur í gær í Eystri Rangá Veiði Veiðin að glæðast eftir rigningar Veiði