Látum vegakerfið ekki grotna niður Helga Árnadóttir skrifar 8. júlí 2016 07:00 Á sameiginlegum fundi Vegagerðarinnar og Samtaka ferðaþjónustunnar sem haldinn var fyrir skömmu kom fram að innan Vegagerðarinnar er nú unnið að því að reikna út verðmæti vegakerfis landsins. Fyrstu niðurstöður benda til að verðmæti þess geti verið á bilinu 600-700 milljarðar króna, þ.e. vegir, brýr, jarðgöng og stofnbrautir. Deila má um hver „rétt afskrift“ er af áætlaðri fjármunaeign, en ef stuðst er við þriggja prósenta afskrift eins og Hagstofa Íslands gerir, þyrfti að verja um 19-21 milljörðum króna á ári til að viðhalda verðmætum í vegakerfinu. Í samgönguáætlun er aftur á móti gert ráð fyrir 6-7 milljörðum króna í viðhald í ár og á næsta ári, eða þrefalt lægri fjárhæð en þyrfti. Vegakerfið er á mörgum stöðum löngu komið að þolmörkum og á sumum stöðum er það hreinlega ónýtt. Það er illa farið með eignir okkar landsmanna að láta þær rýrna með ónógri endurnýjun. Gott, greiðfært og hagkvæmt samgöngukerfi kemur öllum til góða. Fyrir ferðaþjónustuna er vegakerfið grundvöllur þess að dreifa ferðamönnum um landið til að allir landshlutar njóti góðs af fjölgun þeirra. Fjölgun ferðamanna hefur verið sannkölluð vítamínsprauta fyrir efnahag landsins. Á síðasta ári námu gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni tæplega 370 milljörðum króna. Samkvæmt Hagstofu Íslands var fjöldi launþega í atvinnugreinum sem tengjast ferðaþjónustu um tíu prósent af heildarfjölda starfa. Skattar á tekjur og hagnað einstaklinga alls voru um 292 milljarðar króna. Það munar um tíu prósent þeirra skattþegna. Til viðbótar námu heildartekjur af bensíngjaldi, kílómetragjaldi, olíugjaldi og bifreiðagjöldum um 22 milljörðum króna og þar skipta flutningar tengdir ferðaþjónustunni mestu. Góðar samgöngur eru ein af grunnstoðum þess að ferðamenn haldi áfram að skila þjóðarbúinu miklum og vaxandi tekjum. Því ber að fagna nýlegum orðum fjármálaráðherra, sem segist vilja stórefla alla innviðauppbyggingu. En orðum þurfa að fylgja athafnir, við verðum að tryggja sómasamlegt viðhald. vegakerfisins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Helga Árnadóttir Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Á sameiginlegum fundi Vegagerðarinnar og Samtaka ferðaþjónustunnar sem haldinn var fyrir skömmu kom fram að innan Vegagerðarinnar er nú unnið að því að reikna út verðmæti vegakerfis landsins. Fyrstu niðurstöður benda til að verðmæti þess geti verið á bilinu 600-700 milljarðar króna, þ.e. vegir, brýr, jarðgöng og stofnbrautir. Deila má um hver „rétt afskrift“ er af áætlaðri fjármunaeign, en ef stuðst er við þriggja prósenta afskrift eins og Hagstofa Íslands gerir, þyrfti að verja um 19-21 milljörðum króna á ári til að viðhalda verðmætum í vegakerfinu. Í samgönguáætlun er aftur á móti gert ráð fyrir 6-7 milljörðum króna í viðhald í ár og á næsta ári, eða þrefalt lægri fjárhæð en þyrfti. Vegakerfið er á mörgum stöðum löngu komið að þolmörkum og á sumum stöðum er það hreinlega ónýtt. Það er illa farið með eignir okkar landsmanna að láta þær rýrna með ónógri endurnýjun. Gott, greiðfært og hagkvæmt samgöngukerfi kemur öllum til góða. Fyrir ferðaþjónustuna er vegakerfið grundvöllur þess að dreifa ferðamönnum um landið til að allir landshlutar njóti góðs af fjölgun þeirra. Fjölgun ferðamanna hefur verið sannkölluð vítamínsprauta fyrir efnahag landsins. Á síðasta ári námu gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni tæplega 370 milljörðum króna. Samkvæmt Hagstofu Íslands var fjöldi launþega í atvinnugreinum sem tengjast ferðaþjónustu um tíu prósent af heildarfjölda starfa. Skattar á tekjur og hagnað einstaklinga alls voru um 292 milljarðar króna. Það munar um tíu prósent þeirra skattþegna. Til viðbótar námu heildartekjur af bensíngjaldi, kílómetragjaldi, olíugjaldi og bifreiðagjöldum um 22 milljörðum króna og þar skipta flutningar tengdir ferðaþjónustunni mestu. Góðar samgöngur eru ein af grunnstoðum þess að ferðamenn haldi áfram að skila þjóðarbúinu miklum og vaxandi tekjum. Því ber að fagna nýlegum orðum fjármálaráðherra, sem segist vilja stórefla alla innviðauppbyggingu. En orðum þurfa að fylgja athafnir, við verðum að tryggja sómasamlegt viðhald. vegakerfisins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun