Platan kemur út á geisladisk og en einnig er hægt að nálgast hana á Spotify. Sem stendur er Gauti að safna fyrir útgáfu tvöfaldrar vínylplötu og er hægt að styðja hann inn á söfnunarsíðunni Karolina Fund.
Á plötunni má finna marga góða gesti. Í fyrstu tveimur lögunum má heyra í Dóra DNA og Unnsteini Manuel. Í lokalögunum leggja Gísli Pálmi, Aron Can og Úlfur Úlfur sitt af mörkum. Þá heyrist einnig í Bent á plötunni.
Plötuna má heyra hér fyrir neðan.