Fín veiði í Laxá í Kjós Karl Lúðvíksson skrifar 9. júlí 2016 12:21 Flottur lax úr Laxá í Kjós. Mynd: www.hreggnasi.is Laxá í Kjós fór ágætlega af stað og hefur haldið dampi frá fyrsta degi en það er aðeins eitt sem veiðimenn bíða eftir þar á bæ. Það hefur lítið rignt í Kjósinni en þrátt fyrir það er veiðin núna um það bil tvöfalt hærri en hún var á sama tíma í fyrra. Núna er komnir 123 laxar á land og það sem er sérstaklega gleðilegt fyrir veiðimenn í Kjósinni er að sjá hversu gott stórlaxahlutfallið er í ánni en töluvert af 80-90 sm löxum og mest af því eru hængar sem þykir heldur óvenjulegt fyrir árstíma en venjulega er meira af hrygnum sem taka fyrst á tímabilinu. Sjóbirtingsgöngurnar eru hafnar og hafa komið í bland við smálaxagöngur sem gerir það að verkum að mikið líf er á neðstu svæðunum í ánni og á frísvæðinu en þar veiðist gjarnan mest af sjóbirtingnum. Í gærkveldi var dreginn 91 cm hængur úr Efri-Gljúfrum og er það fjórði laxinn yfir 90 cm þetta árið og þar að auki hafa nokkrir laxar sýnt sig og sést í hyljum Laxár sem veiðimenn fullyrða að séu vel 20 punda laxar. Mest lesið Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Laxá í Kjós fer vel af stað Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Átta maríulaxar í einu holli Veiði Göngur gefa góða von fyrir næsta sumar í Krossá Veiði
Laxá í Kjós fór ágætlega af stað og hefur haldið dampi frá fyrsta degi en það er aðeins eitt sem veiðimenn bíða eftir þar á bæ. Það hefur lítið rignt í Kjósinni en þrátt fyrir það er veiðin núna um það bil tvöfalt hærri en hún var á sama tíma í fyrra. Núna er komnir 123 laxar á land og það sem er sérstaklega gleðilegt fyrir veiðimenn í Kjósinni er að sjá hversu gott stórlaxahlutfallið er í ánni en töluvert af 80-90 sm löxum og mest af því eru hængar sem þykir heldur óvenjulegt fyrir árstíma en venjulega er meira af hrygnum sem taka fyrst á tímabilinu. Sjóbirtingsgöngurnar eru hafnar og hafa komið í bland við smálaxagöngur sem gerir það að verkum að mikið líf er á neðstu svæðunum í ánni og á frísvæðinu en þar veiðist gjarnan mest af sjóbirtingnum. Í gærkveldi var dreginn 91 cm hængur úr Efri-Gljúfrum og er það fjórði laxinn yfir 90 cm þetta árið og þar að auki hafa nokkrir laxar sýnt sig og sést í hyljum Laxár sem veiðimenn fullyrða að séu vel 20 punda laxar.
Mest lesið Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Laxá í Kjós fer vel af stað Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Átta maríulaxar í einu holli Veiði Göngur gefa góða von fyrir næsta sumar í Krossá Veiði