Bíó og sjónvarp

Hvað í ósköpunum er þessi aukaleikari að tyggja?

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sykurpúðar eða bakkelsi? Það er stóra spurningin.
Sykurpúðar eða bakkelsi? Það er stóra spurningin.
Það hefur löngum sýnt sig að það er ekkert grín að vera aukaleikari. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hafa þeir gerst sekir um klaufaskap sem síðan lifir með myndinni eða þættinum.

Hér á eftir fylgir stutt myndbrot úr Friends þættinum The One Where Paul's The Man, 22. þáttur í sjöttu seríu, þar sem aukaleikari gerist sekur um örlítinn klaufaskap.

Fólk á vefnum hefur velt því fyrir sér hvað það var sem manneskjan var að tyggja. Einhverjir hafa giskað á að konan hafi fengið sér sopa til að bleyta í bakkelsi á meðan aðrir eru fullvissir um að hún hafi verið að tyggja sykurpúðana í kakóinu sínu. Líklega er þetta spurning sem við fáum aldrei svar við.

Af engri sérstakri ástæðu fylgir þetta myndband, af aukaleikara að póstleggja ósýnilegt bréf, með fréttinni. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×