Safnar fyrir útgáfu á vínylplötu Stefán Þór hjartarson skrifar 30. júní 2016 10:15 Gauti safnar þessa dagana fyrir útgáfu á vínylplötu en þær þykja oft eigulegri gripir en geisladiskar. Mynd/Eygló Gísladóttir „Ástæðan fyrir því að ég er að gera þetta svona er að ég veit ekki hvernig markaðurinn liggur gagnvart vínylsölu – ég er alveg pottþéttur á því að ég kem allavega út á núlli í sölu á geisladiskum en kostnaðurinn við að gera 300 vínylplötur er meiri en að láta gera 1.000 geisladiska, sérstaklega af því að ég þarf að gera tvöfalda plötu því að platan mín er það löng. Ég held að þetta sé besta leiðin – þá er þetta gjörsamlega það sem samsvarar eftirspurninni og ég get unnið mig upp í núllpunkt á framleiðslunni án þess að taka fjárhagslega áhættu og tapa á að gefa út vínyl. Þetta er líka fín leið til að koma „merchi“ út og það er alls konar aukapakkar sem fólk getur nælt sér í – allt frá nælum upp í snekkjuferðir.“Bíddu, snekkjuferð? „Já, þetta er tveggja tíma lúxusferð á snekkju. Einnig er hvítt og rautt í boði og að sjálfsögðu fylgir þjónn með. Ég var fyrst að pæla í að hafa þyrluferð, en ég hætti við það því að það er svo erfitt að rappa í þyrlu á ferð og það hefði líka verið svo hættulegt svo að ég ákvað að færa þetta úr háloftunum niður á sjóinn. Ef það eru nógu margir sem leggja í púkk fyrir þessum pakka er þetta ekkert svo dýrt – þetta er alveg „perfect“ fyrir steggjaveisluna.“Gauti heldur útgáfutónleika þann 14. júlí og lofar því að það verði rosalegur viðburður.Mynd/Eygló GísladóttirEn hvenær kemur svo platan? „Platan kemur vonandi út á CD í lok næstu viku, síðan eru útgáfutónleikarnir viku eftir það.“Verður ekki eitthvað rosalegt í gangi þar? „Ég er búinn að vera í ákveðinni maníu varðandi þessa útgáfutónleika og fá alls konar risahugmyndir. Ég er búinn að segja svo mörgum frá þessum hugmyndum að ég get eiginlega ekki bakkað út úr því núna. Ég er kominn á þann stað að við erum búnir að plana frekar sturlað „show“ – sviðið verður með öðru sniði en venjulega þó að ég sé nú ekki að finna upp hjólið með því – en þetta er stórt torfærudekk sem við erum að fara að rúlla þetta kvöldið.“ Hérna má svo finna link á söfnun Gauta þar sem allskyns gúmmelaði er í boði. Tónlist Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ástæðan fyrir því að ég er að gera þetta svona er að ég veit ekki hvernig markaðurinn liggur gagnvart vínylsölu – ég er alveg pottþéttur á því að ég kem allavega út á núlli í sölu á geisladiskum en kostnaðurinn við að gera 300 vínylplötur er meiri en að láta gera 1.000 geisladiska, sérstaklega af því að ég þarf að gera tvöfalda plötu því að platan mín er það löng. Ég held að þetta sé besta leiðin – þá er þetta gjörsamlega það sem samsvarar eftirspurninni og ég get unnið mig upp í núllpunkt á framleiðslunni án þess að taka fjárhagslega áhættu og tapa á að gefa út vínyl. Þetta er líka fín leið til að koma „merchi“ út og það er alls konar aukapakkar sem fólk getur nælt sér í – allt frá nælum upp í snekkjuferðir.“Bíddu, snekkjuferð? „Já, þetta er tveggja tíma lúxusferð á snekkju. Einnig er hvítt og rautt í boði og að sjálfsögðu fylgir þjónn með. Ég var fyrst að pæla í að hafa þyrluferð, en ég hætti við það því að það er svo erfitt að rappa í þyrlu á ferð og það hefði líka verið svo hættulegt svo að ég ákvað að færa þetta úr háloftunum niður á sjóinn. Ef það eru nógu margir sem leggja í púkk fyrir þessum pakka er þetta ekkert svo dýrt – þetta er alveg „perfect“ fyrir steggjaveisluna.“Gauti heldur útgáfutónleika þann 14. júlí og lofar því að það verði rosalegur viðburður.Mynd/Eygló GísladóttirEn hvenær kemur svo platan? „Platan kemur vonandi út á CD í lok næstu viku, síðan eru útgáfutónleikarnir viku eftir það.“Verður ekki eitthvað rosalegt í gangi þar? „Ég er búinn að vera í ákveðinni maníu varðandi þessa útgáfutónleika og fá alls konar risahugmyndir. Ég er búinn að segja svo mörgum frá þessum hugmyndum að ég get eiginlega ekki bakkað út úr því núna. Ég er kominn á þann stað að við erum búnir að plana frekar sturlað „show“ – sviðið verður með öðru sniði en venjulega þó að ég sé nú ekki að finna upp hjólið með því – en þetta er stórt torfærudekk sem við erum að fara að rúlla þetta kvöldið.“ Hérna má svo finna link á söfnun Gauta þar sem allskyns gúmmelaði er í boði.
Tónlist Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira