Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 30. júní 2016 10:39 Laxveiðin gengur mjög vel það sem af er sumri. Mynd: KL Þá er júnímánuður á enda og nýjar tölur frá Landssambandi Veiðifélaga sýna svo ekki verður um villst að um frábæran mánuð var að ræða: Árnar hafa heilt yfir allt landið verið að skila afbragðs veiði en sú á sem líklega átti seinni part júní skuldlaust voru Rangárnar en Eystri Rangá er komin í 500 laxa en þar hefur eingöngu verið veitt í klak sem nú er lokið og ástundun við ánna langt frá því að vera mikil. Áin hefur verið í nokkra daga hvíld fyrir formlegri opnun sem er á morgun. Ytri Rangá er komin í 477 laxa en á sama tíma í fyrra var veiðin í 107 löxum en það ár endaði sem kunnugt er 8803 löxum. Stóri straumurinn í byrjun júlí er væntanlegur og það verður fróðlegt að sjá hverju hann skilar í árnar en ef við gefum okkur það að heimtur á eins árs laxi verði eitthvað í takt við þær góðu göngur á tveggja ára laxi sem veiðimenn hafa verið vitni að má alveg reikna með því að annað gott veiðisumar sé í vændum. Topp 10 listinn frá Landssambandi Veiðifélaga er hér að neðan en listann í heild sinni má finna á www.angling.is Blanda 762 Eystri-Rangá 500 Ytri-Rangá 477 Þverá + Kjarará 461 Norðurá 450 Haffjarðará 322 Miðfjarðará 292 Langá 207 Vatnsdalsá 148 Elliðaárnar. 128 Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði
Þá er júnímánuður á enda og nýjar tölur frá Landssambandi Veiðifélaga sýna svo ekki verður um villst að um frábæran mánuð var að ræða: Árnar hafa heilt yfir allt landið verið að skila afbragðs veiði en sú á sem líklega átti seinni part júní skuldlaust voru Rangárnar en Eystri Rangá er komin í 500 laxa en þar hefur eingöngu verið veitt í klak sem nú er lokið og ástundun við ánna langt frá því að vera mikil. Áin hefur verið í nokkra daga hvíld fyrir formlegri opnun sem er á morgun. Ytri Rangá er komin í 477 laxa en á sama tíma í fyrra var veiðin í 107 löxum en það ár endaði sem kunnugt er 8803 löxum. Stóri straumurinn í byrjun júlí er væntanlegur og það verður fróðlegt að sjá hverju hann skilar í árnar en ef við gefum okkur það að heimtur á eins árs laxi verði eitthvað í takt við þær góðu göngur á tveggja ára laxi sem veiðimenn hafa verið vitni að má alveg reikna með því að annað gott veiðisumar sé í vændum. Topp 10 listinn frá Landssambandi Veiðifélaga er hér að neðan en listann í heild sinni má finna á www.angling.is Blanda 762 Eystri-Rangá 500 Ytri-Rangá 477 Þverá + Kjarará 461 Norðurá 450 Haffjarðará 322 Miðfjarðará 292 Langá 207 Vatnsdalsá 148 Elliðaárnar. 128
Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði