Bíll ársins í 112 þjónustu Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2016 10:35 Opel Astra Sports Tourer, sérútbúinn til neyðarþjónustu. Opel Astra, Bíll ársins í Evrópu 2016, gerir sig gildandi á sífellt fleiri sviðum eftir því sem Opel annar eftirspurn. Opel Astra er með eindæmum sterkur og traustur og fyrir vikið þykir hann henta sérlega vel í verkefni þar sem mikið liggur við og ekkert má klikka. Nýlega kynnti Opel til sögunnar sérstaka útfærslu af Sports Tourer langbaksútgáfunni , sem er sniðinn fyrir fyrirtæki í neyðarþjónustu; slökkvilið og sjúkrastofnanir. Í grunninn kemur bíllinn afar vel búinn, nýjum, framúrskarandi tæknilausnum hvað varðar allan samskipta- og öryggisbúnað. Þegar við bætast svo 190 kg léttari hönnun miðað við forverann og öflug og spræk 136 hestafla díselvél með sex þrepa sjálfskiptinu, þá er kominn bíll sem eru allir vegir færir. Fyrirtæki og stofnanir sem sinna neyðarþjónustu voru hafðir með í ráðum við mótun á þeim Opel Astra Sports Tourer sem er sérbúinn fyrir neyðarþjónustu og verða fyrstu eintökin mætt á neyðarvaktina í haust á götum Evrópu. Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar
Opel Astra, Bíll ársins í Evrópu 2016, gerir sig gildandi á sífellt fleiri sviðum eftir því sem Opel annar eftirspurn. Opel Astra er með eindæmum sterkur og traustur og fyrir vikið þykir hann henta sérlega vel í verkefni þar sem mikið liggur við og ekkert má klikka. Nýlega kynnti Opel til sögunnar sérstaka útfærslu af Sports Tourer langbaksútgáfunni , sem er sniðinn fyrir fyrirtæki í neyðarþjónustu; slökkvilið og sjúkrastofnanir. Í grunninn kemur bíllinn afar vel búinn, nýjum, framúrskarandi tæknilausnum hvað varðar allan samskipta- og öryggisbúnað. Þegar við bætast svo 190 kg léttari hönnun miðað við forverann og öflug og spræk 136 hestafla díselvél með sex þrepa sjálfskiptinu, þá er kominn bíll sem eru allir vegir færir. Fyrirtæki og stofnanir sem sinna neyðarþjónustu voru hafðir með í ráðum við mótun á þeim Opel Astra Sports Tourer sem er sérbúinn fyrir neyðarþjónustu og verða fyrstu eintökin mætt á neyðarvaktina í haust á götum Evrópu.
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar