Framleiðslu Dodge Viper hætt á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2016 11:25 Dodge Viper. Orkutröllið Dodge Viper hefur verið í framleiðslu í 25 ár en nú sér fyrir endalok þess þar sem Dodge ráðgerir að hætta framleiðslu bílsins á næsta ári. Ástæða þessarar ákvörðunar er að bíllinn hefur einfaldlega ekki selst nógu vel. Í verksmiðjunni þar sem Viper hefur verið framleiddur, Conner Avenue Plant í Detroit, er ekki ráðgerð nein tiltekin smíði annars bíls. Þar vinna 80 manns við handsmíði Dodge Viper. Dodge Viper er afar öflugur bíll með V10 vél með 8,4 lítra sprengirými og er 640 hestöfl. Með henni er hann 3,5 sekúndur í 100 km hraða og hefur hámarkshraðann 332 km/klst. Dodge Viper kom fyrst á markað árið 1992 og kynslóðaskipti hans voru árin 1996, 2033, 2008 og 2013 og er núverandi bíll af þeirri gerð. Síðastu ár hafa undir 1.000 Dodge Viper bílar verið seldir og dugar sú sala ekki til að réttlæta framleiðslu bílsins þó hann sé dáður af mörgum bílaáhugamönnum. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent
Orkutröllið Dodge Viper hefur verið í framleiðslu í 25 ár en nú sér fyrir endalok þess þar sem Dodge ráðgerir að hætta framleiðslu bílsins á næsta ári. Ástæða þessarar ákvörðunar er að bíllinn hefur einfaldlega ekki selst nógu vel. Í verksmiðjunni þar sem Viper hefur verið framleiddur, Conner Avenue Plant í Detroit, er ekki ráðgerð nein tiltekin smíði annars bíls. Þar vinna 80 manns við handsmíði Dodge Viper. Dodge Viper er afar öflugur bíll með V10 vél með 8,4 lítra sprengirými og er 640 hestöfl. Með henni er hann 3,5 sekúndur í 100 km hraða og hefur hámarkshraðann 332 km/klst. Dodge Viper kom fyrst á markað árið 1992 og kynslóðaskipti hans voru árin 1996, 2033, 2008 og 2013 og er núverandi bíll af þeirri gerð. Síðastu ár hafa undir 1.000 Dodge Viper bílar verið seldir og dugar sú sala ekki til að réttlæta framleiðslu bílsins þó hann sé dáður af mörgum bílaáhugamönnum.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent