Á Íslandi er ekki jafnrétti í raun Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 24. júní 2016 07:00 UN Women er eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem er sett á laggirnar á 21. öldinni. Það segir sína sögu. Það er okkar að takast á við það sem er ólokið verkefni 21. aldarinnar, að stuðla að jafnrétti kynjanna,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og nú umdæmisstjóri UN Women í Evrópu og Mið-Asíu, í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag. Í viðtalinu kemur Ingibjörg meðal annars inn á stöðu jafnréttismála á Íslandi. Hún segir réttilega að okkur hafi þar vegnað vel og séð árangur. En rétt eins og við sáum í vikunni, þegar kjarakönnun Bandalags íslenskra háskólamanna var birt, þá lætur árangurinn stundum á sér standa og málin geta ávallt þróast í öfuga átt ef ekki er fylgst nægilega vel með. Samkvæmt könnun BHM var kynbundinn launamunur meðal félagsmanna bandalagsins 11,7 prósent í fyrra. Árið áður var munurinn 9,4 prósent. Okkur fer því aftur þegar kemur að jafnlaunastefnu hjá ríkinu og sveitarfélögum, öðrum en Reykjavíkurborg, á sama tíma og launamunurinn minnkar hjá einkafyrirtækjum og borginni. Kynbundinn launamunur sveitarfélaganna fer úr 18 prósentum í 29 prósent milli ára og óhætt að segja að munurinn hafi rokið upp milli ára. Ingibjörg Sólrún segir tilhneigingu til að halda að málin séu komin í gott horf og ekki þurfi að hafa meira fyrir þeim. „Það þarf alltaf að vera á vaktinni. Það má aldrei láta deigan síga og verða andvaralaus. Það er kannski ákveðið andvaraleysi sem hefur verið hér í gangi,“ segir Ingibjörg. Síðastliðna helgi fögnuðum við því að 101 ár er liðið frá því að konum var veittur kosningaréttur og kjörgengi. Margt hefur áunnist í jafnréttisbaráttunni síðan. Og í 55 ár hefur verið kveðið á um það í lögum að konum og körlum skuli greidd sömu laun fyrir sambærilega vinnu. Fyrrgreind könnun sýnir hins vegar að raunveruleg staða er allt önnur. Enn er launamunur milli karla og kvenna sem ekki er hægt að skýra með öðru en kynferði. Ríki og sveitarfélög búa yfir flestum stærstu vinnustöðum landsins. Formaður BHM, Þórunn Sveinbjarnardóttir, segir umfang vandans það mikið að um sé að ræða mannréttindabrot. Vandinn sé ekki aðeins kvenna heldur samfélagsins. Launajafnrétti er mælikvarði á jafnrétti kynjanna. Á meðan konur fá greidd lægri laun en karlar, eingöngu vegna kynferðis, er ekki hægt að segja að jafnrétti ríki í raun á Íslandi. Sama hver árangurinn hefur verið annars staðar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
UN Women er eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem er sett á laggirnar á 21. öldinni. Það segir sína sögu. Það er okkar að takast á við það sem er ólokið verkefni 21. aldarinnar, að stuðla að jafnrétti kynjanna,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og nú umdæmisstjóri UN Women í Evrópu og Mið-Asíu, í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag. Í viðtalinu kemur Ingibjörg meðal annars inn á stöðu jafnréttismála á Íslandi. Hún segir réttilega að okkur hafi þar vegnað vel og séð árangur. En rétt eins og við sáum í vikunni, þegar kjarakönnun Bandalags íslenskra háskólamanna var birt, þá lætur árangurinn stundum á sér standa og málin geta ávallt þróast í öfuga átt ef ekki er fylgst nægilega vel með. Samkvæmt könnun BHM var kynbundinn launamunur meðal félagsmanna bandalagsins 11,7 prósent í fyrra. Árið áður var munurinn 9,4 prósent. Okkur fer því aftur þegar kemur að jafnlaunastefnu hjá ríkinu og sveitarfélögum, öðrum en Reykjavíkurborg, á sama tíma og launamunurinn minnkar hjá einkafyrirtækjum og borginni. Kynbundinn launamunur sveitarfélaganna fer úr 18 prósentum í 29 prósent milli ára og óhætt að segja að munurinn hafi rokið upp milli ára. Ingibjörg Sólrún segir tilhneigingu til að halda að málin séu komin í gott horf og ekki þurfi að hafa meira fyrir þeim. „Það þarf alltaf að vera á vaktinni. Það má aldrei láta deigan síga og verða andvaralaus. Það er kannski ákveðið andvaraleysi sem hefur verið hér í gangi,“ segir Ingibjörg. Síðastliðna helgi fögnuðum við því að 101 ár er liðið frá því að konum var veittur kosningaréttur og kjörgengi. Margt hefur áunnist í jafnréttisbaráttunni síðan. Og í 55 ár hefur verið kveðið á um það í lögum að konum og körlum skuli greidd sömu laun fyrir sambærilega vinnu. Fyrrgreind könnun sýnir hins vegar að raunveruleg staða er allt önnur. Enn er launamunur milli karla og kvenna sem ekki er hægt að skýra með öðru en kynferði. Ríki og sveitarfélög búa yfir flestum stærstu vinnustöðum landsins. Formaður BHM, Þórunn Sveinbjarnardóttir, segir umfang vandans það mikið að um sé að ræða mannréttindabrot. Vandinn sé ekki aðeins kvenna heldur samfélagsins. Launajafnrétti er mælikvarði á jafnrétti kynjanna. Á meðan konur fá greidd lægri laun en karlar, eingöngu vegna kynferðis, er ekki hægt að segja að jafnrétti ríki í raun á Íslandi. Sama hver árangurinn hefur verið annars staðar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. júní