Dísilvélasvindl Volkswagen kostar 1.875 milljarða í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 28. júní 2016 09:31 Það eru ekki litlir peningar sem dísilvélasvindl Volkswagen mun kosta fyrirtækið í Bandaríkjunum. Nú er kostnaður sá sem fellur á Volkswagen í Bandaríkjunum að koma í ljós vegna dísilvélasvindls þess. Svindlið vestanhafs varðar 475.000 bíla og þarf Volkswagen að bjóða eigendum þeirra að kaupa þá til baka. Kostnaður sem af því hlýst, auk sekta sem Volkswagen þarf að standa straum af nema stórvægilegri upphæð, eða 1.875 milljörðum króna. Heildarfjöldi þeirra bíla sem dísilvélasvindlið á við um allan heim er um 11 milljónir og því er hér aðeins um að ræða innan við 5% þeirra. Þó er ljóst að kostnaður Volkswagen vegna þeirra er lang mestur í Bandaríkjunum. Eigendur bílanna í Evrópu eru ekki sáttir við að þeim standi ekki sama sáttargjörð til boða og eigenda bílanna í Bandaríkjunum. Hver bíleigandi í Bandaríkjunum mun fá á bilinu 640.000 til 1.250.000 krónur í skaðabætur ef þeir ekki selja bíl sinn til Volkswagen aftur. Mismunurinn skýrist af mismunandi bílgerðum og stærð þeirra. Ef að margir af eigendum Vokswagen bílanna samþykkja bótagreiðslurnar frá Volkswagen og fyrirtækið þarf ekki að kaupa nema hluta þeirra til baka, mun kostnaður Volkswagen lækka mikið. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent
Nú er kostnaður sá sem fellur á Volkswagen í Bandaríkjunum að koma í ljós vegna dísilvélasvindls þess. Svindlið vestanhafs varðar 475.000 bíla og þarf Volkswagen að bjóða eigendum þeirra að kaupa þá til baka. Kostnaður sem af því hlýst, auk sekta sem Volkswagen þarf að standa straum af nema stórvægilegri upphæð, eða 1.875 milljörðum króna. Heildarfjöldi þeirra bíla sem dísilvélasvindlið á við um allan heim er um 11 milljónir og því er hér aðeins um að ræða innan við 5% þeirra. Þó er ljóst að kostnaður Volkswagen vegna þeirra er lang mestur í Bandaríkjunum. Eigendur bílanna í Evrópu eru ekki sáttir við að þeim standi ekki sama sáttargjörð til boða og eigenda bílanna í Bandaríkjunum. Hver bíleigandi í Bandaríkjunum mun fá á bilinu 640.000 til 1.250.000 krónur í skaðabætur ef þeir ekki selja bíl sinn til Volkswagen aftur. Mismunurinn skýrist af mismunandi bílgerðum og stærð þeirra. Ef að margir af eigendum Vokswagen bílanna samþykkja bótagreiðslurnar frá Volkswagen og fyrirtækið þarf ekki að kaupa nema hluta þeirra til baka, mun kostnaður Volkswagen lækka mikið.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent