Nýr Renault Alaskan pallbíll Finnur Thorlacius skrifar 28. júní 2016 14:11 Renault kynnti tilraunabíl með nafnið Alaskan síðasta september, en nú virðist sem hann sé tilbúinn til fjöldaframleiðslu. Bíllinn hefur ekki mikið breyst miðað við þær myndir sem hér sjást. Þessi bíll er byggður á undirvagni Nissan Navara pallbílnum, enda er samstarf Renault og Nissan mikið. Alaskan verður í boði bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og á að geta borið 1 tonn á pallinum. Hann verður með fremur smáa 1,6 lítra dísilvél sem fæst bæði í 135 og 165 hestafla útgáfum. Til stendur hjá Renault að kynna bílinn á fimmtudaginn í Medellin í Kólumbíu. Hann verður reyndar seldur um allan heim, ólíkt Dacia Duster Oroch sem aðeins verður seldur í S-Ameríku. Alaskan pallbíllinn verður í boði í meira en einu útliti því nokkrar gerðir bílsins verða í boði. Alaskan er bæði ætlaður sem atvinnubíll og til einkaeigu fyrir ævintýragjarna eigendur sem vilja komast útí náttúruna. Sjá má stutt kynningarmyndband um bílinn hér að ofan.Alls ekki ólaglegur pallbíll hér, Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent
Renault kynnti tilraunabíl með nafnið Alaskan síðasta september, en nú virðist sem hann sé tilbúinn til fjöldaframleiðslu. Bíllinn hefur ekki mikið breyst miðað við þær myndir sem hér sjást. Þessi bíll er byggður á undirvagni Nissan Navara pallbílnum, enda er samstarf Renault og Nissan mikið. Alaskan verður í boði bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og á að geta borið 1 tonn á pallinum. Hann verður með fremur smáa 1,6 lítra dísilvél sem fæst bæði í 135 og 165 hestafla útgáfum. Til stendur hjá Renault að kynna bílinn á fimmtudaginn í Medellin í Kólumbíu. Hann verður reyndar seldur um allan heim, ólíkt Dacia Duster Oroch sem aðeins verður seldur í S-Ameríku. Alaskan pallbíllinn verður í boði í meira en einu útliti því nokkrar gerðir bílsins verða í boði. Alaskan er bæði ætlaður sem atvinnubíll og til einkaeigu fyrir ævintýragjarna eigendur sem vilja komast útí náttúruna. Sjá má stutt kynningarmyndband um bílinn hér að ofan.Alls ekki ólaglegur pallbíll hér,
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent