Tónlist

Cryptochrome: Í svart/hvítu skýi

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Hljómsveitin Cryptochrome er hálfnuð með það markmið sitt að gefa út eitt lag og myndband í hverjum mánuði út árið. Öll lögin, sem verða víst 11 talsins, munu svo móta breiðskífuna More Human en lögin voru öll hljóðrituð á Siglufirði á sex dögum í fyrra.

Nýja lagið Cloud kom út í dag og er í hressari kantinum. Myndbandinu, sem er svart/hvítt, var leikstýrt af Nönnu Maríu Björk Sverrisdóttur en búningahönnun var í höndum Cryptochrome.

Myndbandið má sjá hér að ofan.

Mikill metnaður

Cryptochrome er íslenskt/enskt samstarfsverkefni hjónanna Unu Stígsdóttur, Anik Karensson og vinar þeirra Leigh Lawson. 

Metnaður er mikill og var til dæmis síðasta myndband þeirra unnið fyrir 360° sýndarheim. Það var fyrir lagið Play Dough en það má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×