Brexit hefur enn ekki minnkað bílasölu í Bretlandi Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2016 15:06 Fínasti gangur er enn í bílasölu í Bretlandi. Að sögn bílasala í Bretlandi hefur tilvonandi útganga Bretlands úr Evrópusambandinu ekki enn haft nein áhrif á góða bílasölu í landinu. Um helgina var enn stríður straumur tilvonandi kaupenda í bílasölum landsins. Þar á bæ hafa menn því ekki breytt spám um góða bílasölu í ár en nýtt met var slegið í fyrra í bílasölu í Bretlandi er seldust 2,63 milljón bílar. Spáð hefur verið um 2,7 milljón bíla sölu í ár og fátt sem bendir til þess að hún verði minni. Því er ef til vill sá hræðsluáróður sem hefur verið flengt fram frá atkvæðagreiðslunni stormur í vatnsglasi og tæki þeirra sem vilja frá ákvörðuninni hnekkt. Lágir vextir og gott aðgengi að lánsfjármagni hefur hvatt fólk mjög til bílakaupa á undanförnum misserum í Bretlandi og ekkert er því til fyrirstöðu að svo verði áfram og því gæti bílasalan haldið áfram að sama krafti. Brexit Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent
Að sögn bílasala í Bretlandi hefur tilvonandi útganga Bretlands úr Evrópusambandinu ekki enn haft nein áhrif á góða bílasölu í landinu. Um helgina var enn stríður straumur tilvonandi kaupenda í bílasölum landsins. Þar á bæ hafa menn því ekki breytt spám um góða bílasölu í ár en nýtt met var slegið í fyrra í bílasölu í Bretlandi er seldust 2,63 milljón bílar. Spáð hefur verið um 2,7 milljón bíla sölu í ár og fátt sem bendir til þess að hún verði minni. Því er ef til vill sá hræðsluáróður sem hefur verið flengt fram frá atkvæðagreiðslunni stormur í vatnsglasi og tæki þeirra sem vilja frá ákvörðuninni hnekkt. Lágir vextir og gott aðgengi að lánsfjármagni hefur hvatt fólk mjög til bílakaupa á undanförnum misserum í Bretlandi og ekkert er því til fyrirstöðu að svo verði áfram og því gæti bílasalan haldið áfram að sama krafti.
Brexit Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent