Lykilinn að góðum árangri í vatnaveiði Karl Lúðvíksson skrifar 1. júní 2016 11:00 Tómas Skúlason með fallega veiði af Arnarvatnsheiði í fyrra. Ég fæ reglulega mikið af fyrirspurnum frá veiðimönnum sem eru að taka sín fyrstu spor við bakkann og eru nokkuð óþreyjufullir eftir árangri. Árangur helst jafnan í hendur við ástundun því með mikilli ástundun lærir maður alltaf eitthvað. Eins hittir maður gjarnan fyrir vana menn með fulla poka af silung og þá er gott að geta spurt ráða og fara síðan eftir þeim. Veiðin er margslungin og það sem getur haft áhrif er t.d. hiti á vatni, vindátt, árstími, rigning, sól og þetta eru bara nokkrir þættir í veðri sem spila inní. Þegar eigin kunnátta er undir þá eru nokkur atriði sem geta gert þig betri og skilað árangri við vatnið þitt. Hér eru nokkur ráð sem ættu að hjálpa þér kæri byrjandi. 1. Langur grannur taumur. 4-6 pund er hæfilegt í flestum vötnum, má alveg fara í 8 pund. Í Veiðivötnum er algengt að nota 8-12 punda. Taumurinn á aldrei að vera styttri en stangarlengd og yfirleitt lengri. Ein og hálf stangarlengd ætti að vera viðmiðið þitt. 2. Dragðu löturhægt inn og leyfðu flugunni að sökkva. Þegar þú ert búinn að kasta út bíddu í 30 sek til 1 mínútu og leyfðu flugunni að sökkva niður. Síðan dregur þú löturhægt inn. Þú átt eftir að missa nokkrar flugur í botninn, það gerist. Ef þú finnur festu í einu kasti láttu sökkva styttra í því næsta. 3. Bestu stærðirnar í púpum eru #12-16. Minna er betra. Fiskurinn sér óhemjuvel í vatni og tekur yfirleitt litlu flugurnar betur. 4. Vertu duglegur að skipta um flugur. Skoðaðu undir steina í fjörunni og leitaðu að púpum í yfirborði vatnsins. Finndu svo flugu sem líkir eftir þessu. Þetta er það sem vanir veiðimenn gera, þeir nota flugur sem líkja eftir því sem fiskurinn er að taka. Lærðu á lífríkið í vatninu og árangurinn á ekki eftir að láta á sér standa. Síðan er auðvitað einn hlutur sem engin fær við ráðið til viðbótar veðri en það eru dyntóttir taktar í tökugleði hjá silung en við því er ekkert að gera. Mest lesið Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði
Ég fæ reglulega mikið af fyrirspurnum frá veiðimönnum sem eru að taka sín fyrstu spor við bakkann og eru nokkuð óþreyjufullir eftir árangri. Árangur helst jafnan í hendur við ástundun því með mikilli ástundun lærir maður alltaf eitthvað. Eins hittir maður gjarnan fyrir vana menn með fulla poka af silung og þá er gott að geta spurt ráða og fara síðan eftir þeim. Veiðin er margslungin og það sem getur haft áhrif er t.d. hiti á vatni, vindátt, árstími, rigning, sól og þetta eru bara nokkrir þættir í veðri sem spila inní. Þegar eigin kunnátta er undir þá eru nokkur atriði sem geta gert þig betri og skilað árangri við vatnið þitt. Hér eru nokkur ráð sem ættu að hjálpa þér kæri byrjandi. 1. Langur grannur taumur. 4-6 pund er hæfilegt í flestum vötnum, má alveg fara í 8 pund. Í Veiðivötnum er algengt að nota 8-12 punda. Taumurinn á aldrei að vera styttri en stangarlengd og yfirleitt lengri. Ein og hálf stangarlengd ætti að vera viðmiðið þitt. 2. Dragðu löturhægt inn og leyfðu flugunni að sökkva. Þegar þú ert búinn að kasta út bíddu í 30 sek til 1 mínútu og leyfðu flugunni að sökkva niður. Síðan dregur þú löturhægt inn. Þú átt eftir að missa nokkrar flugur í botninn, það gerist. Ef þú finnur festu í einu kasti láttu sökkva styttra í því næsta. 3. Bestu stærðirnar í púpum eru #12-16. Minna er betra. Fiskurinn sér óhemjuvel í vatni og tekur yfirleitt litlu flugurnar betur. 4. Vertu duglegur að skipta um flugur. Skoðaðu undir steina í fjörunni og leitaðu að púpum í yfirborði vatnsins. Finndu svo flugu sem líkir eftir þessu. Þetta er það sem vanir veiðimenn gera, þeir nota flugur sem líkja eftir því sem fiskurinn er að taka. Lærðu á lífríkið í vatninu og árangurinn á ekki eftir að láta á sér standa. Síðan er auðvitað einn hlutur sem engin fær við ráðið til viðbótar veðri en það eru dyntóttir taktar í tökugleði hjá silung en við því er ekkert að gera.
Mest lesið Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði