18 laxar komnir á land í Blöndu eftir tæpa 3 tíma Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2016 09:42 Heiðar Logi með lax sem hann landaði í Blöndu í morgun. Mynd: Höskuldur Birkir Erlingsson Blanda opnaði í morgun og það var töluverð eftirvænting hjá veiðimönnum eftir glæsilega opnun Norðurár í gær. Það er óhætt að segja að Blanda hafi klárlega staðið fyrir sínu en þegar rétt tveir og hálfur tími var liðinn af fyrstu vakt eru komnir 18 laxar á land og nokkrir sem hafa sloppið. Af þeim sem er bað landa er einn 100 sm og nokkrir 80-90 sm svo Blanda sýnir enn og aftur af hverju hún er og verður ein besta stórlaxa á landsins. Laxarnir koma vel haldnir úr sjó og er ótrúlegt að sjá svona mikið líf strax á fyrsta degi og er í takt við það sem var að gerast í Norðurá í gær. Nokkrar lausar stangir voru núna fyrstu dagana í Blöndu samkvæmt fréttum frá leigutakanum Lax-Á og það má án efa reikna með eftirspurn í þau leyfi eftir svona glæsilega opnun. Nú fara árnar að opna hver af annari og veiðiheimurinn eiginlega stendur bara á öndinni því það veit engin hvað svona góð byrjun þýðir því samkvæmt okkar bókum hafa þessar tvær ár alrei opnað með jafn góðri veiði og það veit þess vegna engin hvað það segir um framhaldið en flestir eru þó á því að hafið hefur greinilega tekið vel á móti laxaseiðunum í fyrravor og skilyrðin í hafinu virðast að sama skapi hafa verið góð. Er annað metsumar á leiðinni? Mest lesið 100 fiskar á land fyrsta daginn Veiði Léleg vorveiði í Bretlandi og Skotlandi Veiði 23 laxar í fyrsta hollinu í Miðfjarðará Veiði Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiði Mikið af ref á veiðislóðum Veiði Bender þeysist um sveitir landsins Veiði Risahængur í Laxá í Dölum Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði
Blanda opnaði í morgun og það var töluverð eftirvænting hjá veiðimönnum eftir glæsilega opnun Norðurár í gær. Það er óhætt að segja að Blanda hafi klárlega staðið fyrir sínu en þegar rétt tveir og hálfur tími var liðinn af fyrstu vakt eru komnir 18 laxar á land og nokkrir sem hafa sloppið. Af þeim sem er bað landa er einn 100 sm og nokkrir 80-90 sm svo Blanda sýnir enn og aftur af hverju hún er og verður ein besta stórlaxa á landsins. Laxarnir koma vel haldnir úr sjó og er ótrúlegt að sjá svona mikið líf strax á fyrsta degi og er í takt við það sem var að gerast í Norðurá í gær. Nokkrar lausar stangir voru núna fyrstu dagana í Blöndu samkvæmt fréttum frá leigutakanum Lax-Á og það má án efa reikna með eftirspurn í þau leyfi eftir svona glæsilega opnun. Nú fara árnar að opna hver af annari og veiðiheimurinn eiginlega stendur bara á öndinni því það veit engin hvað svona góð byrjun þýðir því samkvæmt okkar bókum hafa þessar tvær ár alrei opnað með jafn góðri veiði og það veit þess vegna engin hvað það segir um framhaldið en flestir eru þó á því að hafið hefur greinilega tekið vel á móti laxaseiðunum í fyrravor og skilyrðin í hafinu virðast að sama skapi hafa verið góð. Er annað metsumar á leiðinni?
Mest lesið 100 fiskar á land fyrsta daginn Veiði Léleg vorveiði í Bretlandi og Skotlandi Veiði 23 laxar í fyrsta hollinu í Miðfjarðará Veiði Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiði Mikið af ref á veiðislóðum Veiði Bender þeysist um sveitir landsins Veiði Risahængur í Laxá í Dölum Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði