Michael Dunlop setur nýtt hraðamet á Isle of Man TT Finnur Thorlacius skrifar 6. júní 2016 15:35 Hin hættulega mótorhjólakeppni Isle of Man TT er nú í algleymingi og um helgina var sett nýtt hraðamet á 61 kílómetra langri keppnisbrautinni sem bæði fer um bæi á eyjunni, sem og um sveitir og fjalllendi. Það var ökumaðurinn Michael Dunlop sem setti hraðametið og náði tímanum 16 mínútum og 58, 254 sekúndum. Það þýðir að meðalhraði hans var 214,6 km/klst. Að auki setti Dunlop nýtt með í 6 hringja akstri og fór þá á 1 klukkustund, 44 mínútum og 14 sekúndum. Á tveimur af þessum 6 hringjum náði Dunlop að fara brautina á undir 17 mínútum en það hefur engum ökumanni lánast fram að því. Nokkrir keppnisdagar eru eftir í Isle of Man TT keppninni, meðal annars Senior TT keppnin og því alveg eins von á fleiri metum þetta árið. Sjá má akstur Dunlop í spilarnaum hér að ofan og hvernig hann fer framúr hverju mótorhjólinu af öðru. Bílar video Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent
Hin hættulega mótorhjólakeppni Isle of Man TT er nú í algleymingi og um helgina var sett nýtt hraðamet á 61 kílómetra langri keppnisbrautinni sem bæði fer um bæi á eyjunni, sem og um sveitir og fjalllendi. Það var ökumaðurinn Michael Dunlop sem setti hraðametið og náði tímanum 16 mínútum og 58, 254 sekúndum. Það þýðir að meðalhraði hans var 214,6 km/klst. Að auki setti Dunlop nýtt með í 6 hringja akstri og fór þá á 1 klukkustund, 44 mínútum og 14 sekúndum. Á tveimur af þessum 6 hringjum náði Dunlop að fara brautina á undir 17 mínútum en það hefur engum ökumanni lánast fram að því. Nokkrir keppnisdagar eru eftir í Isle of Man TT keppninni, meðal annars Senior TT keppnin og því alveg eins von á fleiri metum þetta árið. Sjá má akstur Dunlop í spilarnaum hér að ofan og hvernig hann fer framúr hverju mótorhjólinu af öðru.
Bílar video Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent