Michael Dunlop setur nýtt hraðamet á Isle of Man TT Finnur Thorlacius skrifar 6. júní 2016 15:35 Hin hættulega mótorhjólakeppni Isle of Man TT er nú í algleymingi og um helgina var sett nýtt hraðamet á 61 kílómetra langri keppnisbrautinni sem bæði fer um bæi á eyjunni, sem og um sveitir og fjalllendi. Það var ökumaðurinn Michael Dunlop sem setti hraðametið og náði tímanum 16 mínútum og 58, 254 sekúndum. Það þýðir að meðalhraði hans var 214,6 km/klst. Að auki setti Dunlop nýtt með í 6 hringja akstri og fór þá á 1 klukkustund, 44 mínútum og 14 sekúndum. Á tveimur af þessum 6 hringjum náði Dunlop að fara brautina á undir 17 mínútum en það hefur engum ökumanni lánast fram að því. Nokkrir keppnisdagar eru eftir í Isle of Man TT keppninni, meðal annars Senior TT keppnin og því alveg eins von á fleiri metum þetta árið. Sjá má akstur Dunlop í spilarnaum hér að ofan og hvernig hann fer framúr hverju mótorhjólinu af öðru. Bílar video Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent
Hin hættulega mótorhjólakeppni Isle of Man TT er nú í algleymingi og um helgina var sett nýtt hraðamet á 61 kílómetra langri keppnisbrautinni sem bæði fer um bæi á eyjunni, sem og um sveitir og fjalllendi. Það var ökumaðurinn Michael Dunlop sem setti hraðametið og náði tímanum 16 mínútum og 58, 254 sekúndum. Það þýðir að meðalhraði hans var 214,6 km/klst. Að auki setti Dunlop nýtt með í 6 hringja akstri og fór þá á 1 klukkustund, 44 mínútum og 14 sekúndum. Á tveimur af þessum 6 hringjum náði Dunlop að fara brautina á undir 17 mínútum en það hefur engum ökumanni lánast fram að því. Nokkrir keppnisdagar eru eftir í Isle of Man TT keppninni, meðal annars Senior TT keppnin og því alveg eins von á fleiri metum þetta árið. Sjá má akstur Dunlop í spilarnaum hér að ofan og hvernig hann fer framúr hverju mótorhjólinu af öðru.
Bílar video Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent