Opnunarhollið í Norðurá landaði 76 löxum Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2016 10:00 Eftir frábæran opnunardag í Norðurá voru væntingar veiðimanna við ánna sjálfsagt í hámarki en þetta átti bara eftir að verða betra. Hollið lauk veiðum í dag með 76 löxum á land og annað eins sem slapp og þegar það er talið þá er bara átt við þar sem takan er örugg og tekist er á við laxinn í smá tíma. "Það var geysilega mikið líf á svæðinu og við vorum bara í fiski allann tímann" sagði Ingvar Svendsen veitingamaður þegar við heyrðum í honum í gær en hann var einn af þeim sem var í opnunarhollinu. "Það er ótrúlega gaman að lenda í svona því við duttum inní hollið á síðustu stundu og vorum ekki með neinar væntingar" bætir Ingvar við. Fjórir laxar veiddust á milli fossa og af þessum 76 löxum sem veiddust voru aðeins fjórir minni en 70 sm. Það er ótrúlega gott fyrir Norðurá sem er ekki þekkt fyrir hátt stórlaxahlutfall nema síður sé. Það skyldi þó ekki vera að hóflegur kvóti, aukning á slepptum laxi og maðklaus á sé að skila þessum árangri? Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði
Eftir frábæran opnunardag í Norðurá voru væntingar veiðimanna við ánna sjálfsagt í hámarki en þetta átti bara eftir að verða betra. Hollið lauk veiðum í dag með 76 löxum á land og annað eins sem slapp og þegar það er talið þá er bara átt við þar sem takan er örugg og tekist er á við laxinn í smá tíma. "Það var geysilega mikið líf á svæðinu og við vorum bara í fiski allann tímann" sagði Ingvar Svendsen veitingamaður þegar við heyrðum í honum í gær en hann var einn af þeim sem var í opnunarhollinu. "Það er ótrúlega gaman að lenda í svona því við duttum inní hollið á síðustu stundu og vorum ekki með neinar væntingar" bætir Ingvar við. Fjórir laxar veiddust á milli fossa og af þessum 76 löxum sem veiddust voru aðeins fjórir minni en 70 sm. Það er ótrúlega gott fyrir Norðurá sem er ekki þekkt fyrir hátt stórlaxahlutfall nema síður sé. Það skyldi þó ekki vera að hóflegur kvóti, aukning á slepptum laxi og maðklaus á sé að skila þessum árangri?
Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði