BMW 750d með heimsins öflugustu 6 strokka dísilvél Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2016 10:45 BMW 750d er með magnaða dísilvél. Í júlí á þessu ári setur BMW á markað BMW 750d xDrive sem verður með heimsins öflugustu sex strokka dísilvél sem sendir 400 hestöfl til allra hjólanna. Þessi vél er aðeins með 3,0 lítra sprengirými og engin dæmi um svo öfluga dísilvél með ekki stærra sprengirými. Þessi stóri bíll sem er flaggskip BMW er með þessari vél aðeins 4,6 sekúndur uppí 100 km hraða og hámarkshraðinn er rafrænt takmarkaður við 250 km/klst. Hægt verður að fá bílinn af lengri gerð og ber hann þá nafnið 750Ld xDrive. Þó svo að þessa öfluga vél taki verulega fram afli forvera síns lækkar eyðslan um 11% og er aðeins 5,7 lítar á hverja 100 kílómetra og koltvísýringsmengunin aðeins 149 g/km. Vélin er með fjórar forþjöppur og þær eru til staðar á öllu snúningssviði vélarinnar þar sem þær vinna á ólíkan hátt, sumar við lágan snúning en aðrar við háan. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent
Í júlí á þessu ári setur BMW á markað BMW 750d xDrive sem verður með heimsins öflugustu sex strokka dísilvél sem sendir 400 hestöfl til allra hjólanna. Þessi vél er aðeins með 3,0 lítra sprengirými og engin dæmi um svo öfluga dísilvél með ekki stærra sprengirými. Þessi stóri bíll sem er flaggskip BMW er með þessari vél aðeins 4,6 sekúndur uppí 100 km hraða og hámarkshraðinn er rafrænt takmarkaður við 250 km/klst. Hægt verður að fá bílinn af lengri gerð og ber hann þá nafnið 750Ld xDrive. Þó svo að þessa öfluga vél taki verulega fram afli forvera síns lækkar eyðslan um 11% og er aðeins 5,7 lítar á hverja 100 kílómetra og koltvísýringsmengunin aðeins 149 g/km. Vélin er með fjórar forþjöppur og þær eru til staðar á öllu snúningssviði vélarinnar þar sem þær vinna á ólíkan hátt, sumar við lágan snúning en aðrar við háan.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent