Sundáhrifin vann til verðlauna í Cannes Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2016 12:38 Fransk/íslenska gamanmyndin Sundáhrifin eftir hina heitnu Sólveigu Anspach vann í gær til SACD verðlaunanna fyrir bestu frönskumælandi kvikmynd á lokahófi Directors Fortnight í Cannes. Í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð segir að um eina stærstu og virtustu kvikmyndahátíð heims sé að ræða. Sundáhrifin fjallar um Samir, sem er staðráðinn í því að bæta ráð sitt gagnvart sundkennara sínum Agathe, sem hann er yfir sig ástfanginn af. Hann eltir hana alla leið til Íslands en það kemur babb í bátinn þegar hann verður fyrir rafstraumi og missir minnið. Sólveig leikstýrði myndinni ásamt Jean-Luc Gaget. Skúli Malmquist framleiddi myndina fyrir Zik Zak kvikmyndir ásamt Patrick Sobelman sem framleiddi fyrir Ex Nihilo. Í stórum hlutverkum í myndinni eru Didda Jónsdóttir, Frosti Jón Runólfsson, Ingvar E. Sigurðsson og Kristbjörg Kjeld. Með aðalhlutverk fara Florence Loiret Caille og Samir Guesmi. Á meðan tökur fróru fram á Frakklandi og Íslandi árin 2014 og 15 háði Sólveig baráttu við krabbamein. Hún lét þá baráttu ekki aftra sér frá því að klára tökur og eftirvinnslu myndarinnar að mestu leyti. Sundáhrifin er þriðja leikna kvikmyndin í fullri lengd eftir íslenskan leikstjóra sem er valin til þátttöku í Director‘s Fortnight hluta Cannes hátíðarinnar. Árið 1984 var Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson valin til þátttöku og árið 2011 var Eldfjall eftir Rúnar Rúnarsson valin til þátttöku. Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fransk/íslenska gamanmyndin Sundáhrifin eftir hina heitnu Sólveigu Anspach vann í gær til SACD verðlaunanna fyrir bestu frönskumælandi kvikmynd á lokahófi Directors Fortnight í Cannes. Í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð segir að um eina stærstu og virtustu kvikmyndahátíð heims sé að ræða. Sundáhrifin fjallar um Samir, sem er staðráðinn í því að bæta ráð sitt gagnvart sundkennara sínum Agathe, sem hann er yfir sig ástfanginn af. Hann eltir hana alla leið til Íslands en það kemur babb í bátinn þegar hann verður fyrir rafstraumi og missir minnið. Sólveig leikstýrði myndinni ásamt Jean-Luc Gaget. Skúli Malmquist framleiddi myndina fyrir Zik Zak kvikmyndir ásamt Patrick Sobelman sem framleiddi fyrir Ex Nihilo. Í stórum hlutverkum í myndinni eru Didda Jónsdóttir, Frosti Jón Runólfsson, Ingvar E. Sigurðsson og Kristbjörg Kjeld. Með aðalhlutverk fara Florence Loiret Caille og Samir Guesmi. Á meðan tökur fróru fram á Frakklandi og Íslandi árin 2014 og 15 háði Sólveig baráttu við krabbamein. Hún lét þá baráttu ekki aftra sér frá því að klára tökur og eftirvinnslu myndarinnar að mestu leyti. Sundáhrifin er þriðja leikna kvikmyndin í fullri lengd eftir íslenskan leikstjóra sem er valin til þátttöku í Director‘s Fortnight hluta Cannes hátíðarinnar. Árið 1984 var Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson valin til þátttöku og árið 2011 var Eldfjall eftir Rúnar Rúnarsson valin til þátttöku.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira