Sundáhrifin vann til verðlauna í Cannes Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2016 12:38 Fransk/íslenska gamanmyndin Sundáhrifin eftir hina heitnu Sólveigu Anspach vann í gær til SACD verðlaunanna fyrir bestu frönskumælandi kvikmynd á lokahófi Directors Fortnight í Cannes. Í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð segir að um eina stærstu og virtustu kvikmyndahátíð heims sé að ræða. Sundáhrifin fjallar um Samir, sem er staðráðinn í því að bæta ráð sitt gagnvart sundkennara sínum Agathe, sem hann er yfir sig ástfanginn af. Hann eltir hana alla leið til Íslands en það kemur babb í bátinn þegar hann verður fyrir rafstraumi og missir minnið. Sólveig leikstýrði myndinni ásamt Jean-Luc Gaget. Skúli Malmquist framleiddi myndina fyrir Zik Zak kvikmyndir ásamt Patrick Sobelman sem framleiddi fyrir Ex Nihilo. Í stórum hlutverkum í myndinni eru Didda Jónsdóttir, Frosti Jón Runólfsson, Ingvar E. Sigurðsson og Kristbjörg Kjeld. Með aðalhlutverk fara Florence Loiret Caille og Samir Guesmi. Á meðan tökur fróru fram á Frakklandi og Íslandi árin 2014 og 15 háði Sólveig baráttu við krabbamein. Hún lét þá baráttu ekki aftra sér frá því að klára tökur og eftirvinnslu myndarinnar að mestu leyti. Sundáhrifin er þriðja leikna kvikmyndin í fullri lengd eftir íslenskan leikstjóra sem er valin til þátttöku í Director‘s Fortnight hluta Cannes hátíðarinnar. Árið 1984 var Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson valin til þátttöku og árið 2011 var Eldfjall eftir Rúnar Rúnarsson valin til þátttöku. Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Fransk/íslenska gamanmyndin Sundáhrifin eftir hina heitnu Sólveigu Anspach vann í gær til SACD verðlaunanna fyrir bestu frönskumælandi kvikmynd á lokahófi Directors Fortnight í Cannes. Í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð segir að um eina stærstu og virtustu kvikmyndahátíð heims sé að ræða. Sundáhrifin fjallar um Samir, sem er staðráðinn í því að bæta ráð sitt gagnvart sundkennara sínum Agathe, sem hann er yfir sig ástfanginn af. Hann eltir hana alla leið til Íslands en það kemur babb í bátinn þegar hann verður fyrir rafstraumi og missir minnið. Sólveig leikstýrði myndinni ásamt Jean-Luc Gaget. Skúli Malmquist framleiddi myndina fyrir Zik Zak kvikmyndir ásamt Patrick Sobelman sem framleiddi fyrir Ex Nihilo. Í stórum hlutverkum í myndinni eru Didda Jónsdóttir, Frosti Jón Runólfsson, Ingvar E. Sigurðsson og Kristbjörg Kjeld. Með aðalhlutverk fara Florence Loiret Caille og Samir Guesmi. Á meðan tökur fróru fram á Frakklandi og Íslandi árin 2014 og 15 háði Sólveig baráttu við krabbamein. Hún lét þá baráttu ekki aftra sér frá því að klára tökur og eftirvinnslu myndarinnar að mestu leyti. Sundáhrifin er þriðja leikna kvikmyndin í fullri lengd eftir íslenskan leikstjóra sem er valin til þátttöku í Director‘s Fortnight hluta Cannes hátíðarinnar. Árið 1984 var Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson valin til þátttöku og árið 2011 var Eldfjall eftir Rúnar Rúnarsson valin til þátttöku.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein