Ættarmótið Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 24. maí 2016 07:00 Ég nenni bara ekki að hvað sem ég tek mér fyrir hendur sé rætt á forsendum húðlitar. Við sem verðum fyrir áreitinu eigum ekki alltaf að þurfa að vera í vörn,“ sagði Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistarmaður í einlægu viðtali við helgarblað Fréttablaðsins. Þar ræddi hann meðal annars ummæli fáeinna einstaklinga eftir að hann hann hafði verið stigakynnir Íslands í Eurovision. Einhverjir höfðu nefnilega eitthvað við það að athuga að hörundsdökkur maður kæmi fram fyrir hönd landsins. Unnsteinn sagði í viðtalinu að hann léti ekki örfáa veika einstaklinga slá sig út af laginu, léti það ekki aftra sér og fyndist það mikilvæg skilaboð. Aðgerða sé þörf til að tækla fordóma í samfélaginu. „Það sem mér finnst verst núna er uppgangur múslimahatara sem eru að fara af stað með einhvers konar aktívisma. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera eitthvað,“ sagði Unnsteinn. Uppgang fordómafullra afla má finna víða um heim. Eitt nærtækasta dæmið er naumur ósigur Norberts Hofer, fulltrúa Frelsisflokksins í forsetakosningum í Austurríki. Fylgi flokksins þar í landi hefur vaxið hratt samfara vaxandi ótta meðal almennings við útlendinga. Kosningabaráttan ytra snerist að miklu leyti um innflytjenda- og flóttamannamál. Austurríki er ekki eina landið sem glímir nú við einstaklinga með jaðarskoðanir sem oft og tíðum myndu hreinlega teljast fordómafullar og hættulegar. Uppgangur öfgaafla í Evrópu er mikill og hraður. Eins og Fréttablaðið greinir frá í dag mælast slíkir flokkar með mikið fylgi í Hollandi, Frakklandi, Sviss, Ungverjalandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og víðar. Þetta er uggvænleg þróun. Koma flóttamanna frá stríðshrjáðum ríkjum fyrir botni Miðjarðarhafs hefur verið sem vatn á myllu þessara hreyfinga og flokka. Í helgarblaðsviðtalinu líkti Unnsteinn Íslandi við ættarmót sem farið hefði úrskeiðis. „Þegar einhver fer út af sporinu á ættarmótinu verða allir meðvirkir og það er ekki hægt að ræða hlutina. Þá er líka hætta á að stjórnmálamenn notfæri sér ástandið og þegi gagngert til að halda möguleikanum opnum á að ala á útlendingahatri í leit að atkvæðum.“ Þróunin hefur, hingað til hið minnsta, að mestu leyti verið þveröfug á Íslandi. Um langa hríð hafa Píratar notið hér mestrar hylli. Flokkur sem ef til vill fáir vita almennilega fyrir hvað stendur, annað en eitt – frjálslyndið. Íslensku stjórnmálaflokkarnir flestir hafa staðið sig ágætlega í að sleppa því að notfæra sér hinn fúla pytt kynþáttahaturs hingað til. Þeir hafa hins vegar staðið sig misvel í því að reyna að þegja frá sér vandamálin. Áhugavert verður að sjá hvort það muni breytast í komandi þingkosningum, hvort flokkarnir muni breyta áherslum sínum eða hvort Íslenska þjóðfylkingin, sem hyggst bjóða fram í haust, muni njóta einhvers stuðnings. Það verður að teljast ólíklegt en ekki útilokað. Kynþátta- og útlendingahatur er samfélagslegt krabbamein sem mikilvægt er að uppræta áður en það breiðir frekar úr sér. Þróunin í nágrannaríkjum okkar er víti til varnaðar og mikilvægt að kynþátta- og útlendingahatarar fái skýr skilaboð frá æðstu stöðum um að sjónarmið þeirra séu einskis virði í samfélaginu og ekkert verði gert til að koma til móts við brenglaðar lífsskoðanir þeirra.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Ég nenni bara ekki að hvað sem ég tek mér fyrir hendur sé rætt á forsendum húðlitar. Við sem verðum fyrir áreitinu eigum ekki alltaf að þurfa að vera í vörn,“ sagði Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistarmaður í einlægu viðtali við helgarblað Fréttablaðsins. Þar ræddi hann meðal annars ummæli fáeinna einstaklinga eftir að hann hann hafði verið stigakynnir Íslands í Eurovision. Einhverjir höfðu nefnilega eitthvað við það að athuga að hörundsdökkur maður kæmi fram fyrir hönd landsins. Unnsteinn sagði í viðtalinu að hann léti ekki örfáa veika einstaklinga slá sig út af laginu, léti það ekki aftra sér og fyndist það mikilvæg skilaboð. Aðgerða sé þörf til að tækla fordóma í samfélaginu. „Það sem mér finnst verst núna er uppgangur múslimahatara sem eru að fara af stað með einhvers konar aktívisma. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera eitthvað,“ sagði Unnsteinn. Uppgang fordómafullra afla má finna víða um heim. Eitt nærtækasta dæmið er naumur ósigur Norberts Hofer, fulltrúa Frelsisflokksins í forsetakosningum í Austurríki. Fylgi flokksins þar í landi hefur vaxið hratt samfara vaxandi ótta meðal almennings við útlendinga. Kosningabaráttan ytra snerist að miklu leyti um innflytjenda- og flóttamannamál. Austurríki er ekki eina landið sem glímir nú við einstaklinga með jaðarskoðanir sem oft og tíðum myndu hreinlega teljast fordómafullar og hættulegar. Uppgangur öfgaafla í Evrópu er mikill og hraður. Eins og Fréttablaðið greinir frá í dag mælast slíkir flokkar með mikið fylgi í Hollandi, Frakklandi, Sviss, Ungverjalandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og víðar. Þetta er uggvænleg þróun. Koma flóttamanna frá stríðshrjáðum ríkjum fyrir botni Miðjarðarhafs hefur verið sem vatn á myllu þessara hreyfinga og flokka. Í helgarblaðsviðtalinu líkti Unnsteinn Íslandi við ættarmót sem farið hefði úrskeiðis. „Þegar einhver fer út af sporinu á ættarmótinu verða allir meðvirkir og það er ekki hægt að ræða hlutina. Þá er líka hætta á að stjórnmálamenn notfæri sér ástandið og þegi gagngert til að halda möguleikanum opnum á að ala á útlendingahatri í leit að atkvæðum.“ Þróunin hefur, hingað til hið minnsta, að mestu leyti verið þveröfug á Íslandi. Um langa hríð hafa Píratar notið hér mestrar hylli. Flokkur sem ef til vill fáir vita almennilega fyrir hvað stendur, annað en eitt – frjálslyndið. Íslensku stjórnmálaflokkarnir flestir hafa staðið sig ágætlega í að sleppa því að notfæra sér hinn fúla pytt kynþáttahaturs hingað til. Þeir hafa hins vegar staðið sig misvel í því að reyna að þegja frá sér vandamálin. Áhugavert verður að sjá hvort það muni breytast í komandi þingkosningum, hvort flokkarnir muni breyta áherslum sínum eða hvort Íslenska þjóðfylkingin, sem hyggst bjóða fram í haust, muni njóta einhvers stuðnings. Það verður að teljast ólíklegt en ekki útilokað. Kynþátta- og útlendingahatur er samfélagslegt krabbamein sem mikilvægt er að uppræta áður en það breiðir frekar úr sér. Þróunin í nágrannaríkjum okkar er víti til varnaðar og mikilvægt að kynþátta- og útlendingahatarar fái skýr skilaboð frá æðstu stöðum um að sjónarmið þeirra séu einskis virði í samfélaginu og ekkert verði gert til að koma til móts við brenglaðar lífsskoðanir þeirra.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí