Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Karl Lúðvíksson skrifar 24. maí 2016 11:00 Núna styttist í að veiðimenn flykkist að bökkum norðlenskra veiðiáa til að ná sér í sjóbleikju. Mynd: SVAK Það er mikið um að vera í veiðiheiminum þessa dagana en núna keppast veiðimenn við að dusta rykið af veiðigræjunum og gera klárt fyrir sumarið. Veiðifélögin hafa flest heldur hægt um félagsstarf á sumrin enda félagar þá líklega staddir við bakkana að veiða. Það er þó ekki þannig að veiðimenn séu sendir út í sumarið án þess að halda smá húllum hæ og núna um helgina að loknum löngum vetri blæs Stangveiðifélag Akureyrar til vorhátíðar við Leirutjörn sunnudaginn 29.maí frá kl 13-16. Meðal þess sem verður boðið uppá er vörukynning frá Veiðiríkinu á Akureyri og flott tilboð í tilefni dagsins. Veiðisnillingurinn Pálmi Gunnarsson sýnir byrjendum fyrstu handtökin í flugukasti og þeim sem lengra eru komnir í flugukastlistinni nokkrar útfærslur af flóknari köstum á einhendu og tvíhendu. Þetta er frábært tækifæri til að byrja læra kasta flugu eða til að læra ný köst. Einnig verður flugukastkeppni með veglegum verðlaunum. Stjórnarmeðlimir SVAK kynna veiðisvæði félagsins og nýopnaðan söluvef félagsins, Veiðitorg og grilla pylsur og bjóða upp á drykki á meðan hátíðin er í gangi. Láttu sjá þig á bökkum Leirutjarnar á sunnudaginn. Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði
Það er mikið um að vera í veiðiheiminum þessa dagana en núna keppast veiðimenn við að dusta rykið af veiðigræjunum og gera klárt fyrir sumarið. Veiðifélögin hafa flest heldur hægt um félagsstarf á sumrin enda félagar þá líklega staddir við bakkana að veiða. Það er þó ekki þannig að veiðimenn séu sendir út í sumarið án þess að halda smá húllum hæ og núna um helgina að loknum löngum vetri blæs Stangveiðifélag Akureyrar til vorhátíðar við Leirutjörn sunnudaginn 29.maí frá kl 13-16. Meðal þess sem verður boðið uppá er vörukynning frá Veiðiríkinu á Akureyri og flott tilboð í tilefni dagsins. Veiðisnillingurinn Pálmi Gunnarsson sýnir byrjendum fyrstu handtökin í flugukasti og þeim sem lengra eru komnir í flugukastlistinni nokkrar útfærslur af flóknari köstum á einhendu og tvíhendu. Þetta er frábært tækifæri til að byrja læra kasta flugu eða til að læra ný köst. Einnig verður flugukastkeppni með veglegum verðlaunum. Stjórnarmeðlimir SVAK kynna veiðisvæði félagsins og nýopnaðan söluvef félagsins, Veiðitorg og grilla pylsur og bjóða upp á drykki á meðan hátíðin er í gangi. Láttu sjá þig á bökkum Leirutjarnar á sunnudaginn.
Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði