Gera í fyrsta sinn tónlist fyrir mynd í fullri lengd Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. maí 2016 09:00 Logi Pedro Stefánsson semur tónlist fyrir heimildarmyndina Jökullinn logar ásamt Unnsteini Manuel Stefánssyni bróður sínum. Vísir/Ernir Bræðurnir Logi Pedro og Unnsteinn Manuel Stefánssynir vinna að því hörðum höndum þessa dagana að semja tónlist fyrir heimildarmynd Sölva Tryggvasonar um íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. „Við höfum báðir verið að vinna aðeins að því að gera svona tónlist hvort sem það er fyrir leikhús eða annað, en þetta er í fyrsta skiptið sem við gerum svona fyrir mynd í fullri lengd. Við setjum þarna á okkur composer-hattana og vinnum þetta í stúdíóinu og erum aðeins búnir að skissa niður hlutverk okkar: ég er meira í svona „atmo“ dóti en Unnsteinn er í „uptempo“ músík sem er t.d. undir fótboltaleikjunum sjálfum og svona,“ segir Logi Pedro Stefánsson um aðkomu þeirra bræðra að gerð þessarar heimildarmyndar. Logi og Unnsteinn, eða Les Frères Stefson eins og þeir vilja gjarnan láta kalla sig, eru kannski þekktastir fyrir að vera tveir lykilmenn hljómsveitarinnar góðkunnu Retro Stefson. Logi Pedro hefur svo sjálfur verið að vinna að eigin músík, bæði sem einn eftirsóttasti upptökustjóri landsins og sem ein aðalsprautan í rappgrúppunni Sturla Atlas, sem hefur vakið mikla athygli síðustu misseri fyrir frumlegar lagsmíðar og fyrir að taka hljómsveitarhugtakið aðeins lengra með því að vera einnig með fatalínu og hafa staðið að opnun á listasýningu svo fátt eitt sé nefnt. Sturla Atlas eru í þann mund að gefa út nýtt myndband við lagið Vino sem mun koma út á allra næstu dögum. Unnsteinn Manuel gaf út sólóplötu árið 2014 og hefur verið að syngja hér og þar og verið þáttastjórnandi á RÚV, svo fátt eitt sé nefnt. Retro Stefson hefur verið í upptökuverinu upp á síðkastið eftir að hafa tekið sér smávegis hlé frá tónleikahaldi en hljómsveitin átti 10 ára afmæli í mars síðastliðnum. Sveitin hefur gefið út þrjár plötur síðan hún var stofnuð árið 2006 en titill væntanlegrar plötu mun vera Scandinavian Pain. Fyrir utan hana hafa krakkarnir í Retro gefið út plöturnar Montaña, Kimbawe og Retro Stefson. „Það er að koma út myndband sem Magnús Leifsson gerði. Það er mjög stutt í að það komi út, bara á næstu dögum,“ segir Logi Pedro aðspurður hvað sé næst á döfinni hjá Retro Stefson. Þetta verður annað lagið sem kemur út af þessari væntanlegu plötu en áður hefur komið út lagið Malaika. Heimildarmyndin sem þeir Logi og Unnsteinn eru að semja tónlist fyrir mun bera titilinn Jökullinn logar og fylgir eftir karlalandsliðinu í knattspyrnu í gegnum undankeppni EM. Sölvi Tryggvason framleiðir þessa mynd eins og áður var sagt en Sævar Guðmundsson leikstýrir og Úlfur Teitur Traustason sér um klippingu. Stikla úr myndinni var sýnd í höfuðstöðvum KSÍ áður en tilkynnt var um hópinn sem spilar á EM í sumar og er myndin sögð eiga að koma út í lok þessa mánaðar eða byrjun júní. Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Bræðurnir Logi Pedro og Unnsteinn Manuel Stefánssynir vinna að því hörðum höndum þessa dagana að semja tónlist fyrir heimildarmynd Sölva Tryggvasonar um íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. „Við höfum báðir verið að vinna aðeins að því að gera svona tónlist hvort sem það er fyrir leikhús eða annað, en þetta er í fyrsta skiptið sem við gerum svona fyrir mynd í fullri lengd. Við setjum þarna á okkur composer-hattana og vinnum þetta í stúdíóinu og erum aðeins búnir að skissa niður hlutverk okkar: ég er meira í svona „atmo“ dóti en Unnsteinn er í „uptempo“ músík sem er t.d. undir fótboltaleikjunum sjálfum og svona,“ segir Logi Pedro Stefánsson um aðkomu þeirra bræðra að gerð þessarar heimildarmyndar. Logi og Unnsteinn, eða Les Frères Stefson eins og þeir vilja gjarnan láta kalla sig, eru kannski þekktastir fyrir að vera tveir lykilmenn hljómsveitarinnar góðkunnu Retro Stefson. Logi Pedro hefur svo sjálfur verið að vinna að eigin músík, bæði sem einn eftirsóttasti upptökustjóri landsins og sem ein aðalsprautan í rappgrúppunni Sturla Atlas, sem hefur vakið mikla athygli síðustu misseri fyrir frumlegar lagsmíðar og fyrir að taka hljómsveitarhugtakið aðeins lengra með því að vera einnig með fatalínu og hafa staðið að opnun á listasýningu svo fátt eitt sé nefnt. Sturla Atlas eru í þann mund að gefa út nýtt myndband við lagið Vino sem mun koma út á allra næstu dögum. Unnsteinn Manuel gaf út sólóplötu árið 2014 og hefur verið að syngja hér og þar og verið þáttastjórnandi á RÚV, svo fátt eitt sé nefnt. Retro Stefson hefur verið í upptökuverinu upp á síðkastið eftir að hafa tekið sér smávegis hlé frá tónleikahaldi en hljómsveitin átti 10 ára afmæli í mars síðastliðnum. Sveitin hefur gefið út þrjár plötur síðan hún var stofnuð árið 2006 en titill væntanlegrar plötu mun vera Scandinavian Pain. Fyrir utan hana hafa krakkarnir í Retro gefið út plöturnar Montaña, Kimbawe og Retro Stefson. „Það er að koma út myndband sem Magnús Leifsson gerði. Það er mjög stutt í að það komi út, bara á næstu dögum,“ segir Logi Pedro aðspurður hvað sé næst á döfinni hjá Retro Stefson. Þetta verður annað lagið sem kemur út af þessari væntanlegu plötu en áður hefur komið út lagið Malaika. Heimildarmyndin sem þeir Logi og Unnsteinn eru að semja tónlist fyrir mun bera titilinn Jökullinn logar og fylgir eftir karlalandsliðinu í knattspyrnu í gegnum undankeppni EM. Sölvi Tryggvason framleiðir þessa mynd eins og áður var sagt en Sævar Guðmundsson leikstýrir og Úlfur Teitur Traustason sér um klippingu. Stikla úr myndinni var sýnd í höfuðstöðvum KSÍ áður en tilkynnt var um hópinn sem spilar á EM í sumar og er myndin sögð eiga að koma út í lok þessa mánaðar eða byrjun júní.
Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp