Svartbaunaborgari á grillið 10. maí 2016 12:30 Sigvaldi Ástríðarson, útvarpsmaður og formaður Samtaka grænmetisæta á Íslandi. MYND/ERNIR Sumarið er tími útigrillsins fyrir flesta landsmenn og þar eru grænmetisætur alls ekki undanskildar. Í dag fæst gott úrval af borgurum, pylsum og steikum fyrir grænmetisætur og þeir sem vilja elda frá grunni geta líka valið úr miklu fjölbreyttara hráefni en áður. Raunar þarf lítið annað en gott hugmyndaflug (og kannski smá hjálp frá Google) til að töfra fram gómsæta grillrétti á borð grænmetisætunnar í sumar, að sögn Sigvalda Ástríðarsonar, útvarpsmanns og formanns Samtaka grænmetisæta á Íslandi. „Fyrir utan tilbúna borgara, pylsur og grænmetissteikur er það líka þetta augljósa á borð við bökunarkartöflur, maísstöngla og ýmislegt grænmeti. Ég stefni t.d. á að gera tilraunir með tófú á grillinu í sumar sem viðbót við eitthvað hefðbundið á borð við eggaldin og fylltar paprikur.“Lúxus úr einföldu hráefni Hann segir möguleikana mikla þegar kemur að grænmetisréttum á grillið. „Síðan er svo einfalt að leita á netinu að góðum hugmyndum. Hversu ómerkilegt sem það hljómar þá er hægt að gera ótrúlega lúxusmáltíð úr einföldu hráefni á borð við gulrót eða maísstöngul, bara ef maður kryddar og hugsar aðeins út fyrir kassann. Ég held t.d. að grilluð gulrót, sem legið hefur í ólívuolíu, papriku, fennel, kóríander, hvítlauk og timían komi mörgum á óvart. Ekki skemmir fyrir að skella því á ferskt salat með kjúklingabaunum og dökkgrænu káli. Svo held ég að vel þurrkað tófú gæti komið mörgum á óvart en galdurinn þar er undirbúningurinn.“ Auk þess að stýra útvarpsþættinum Dordingull á Rás 2 heldur Sigvaldi úti Snapchat-aðganginum Dordingull þar sem hann eldar grænmetisrétti og birtir ýmsan fróðleik fyrir grænmetisætur og aðra áhugasama. Hér gefur Sigvaldi uppskrift af svartbaunaborgara með kasjúostasósu sem er bæði einfaldur og bragðgóður. Hann hentar sérstaklega vel á grillið en auðvelt er að breyta uppskriftinni eftir því hvaða hráefni er til í eldhúsinu og eftir smekk hvers og eins. Svartbaunaborgari með kasjúostasósu, borinn fram með fersku grænmeti og maísstöngli. Vegan svartbaunaborgarar fyrir grillið 1 bolli soðin brún grjón 1 bolli hakkaðar valhnetur 1/2 tsk. olía 1/2 smátt skorinn laukur 2 bátar hvítlaukur 1 tsk. af sjávarsalti, pipar, kúmendufti, paprikukryddi og chilli 1 tsk. hrásykur eða kókossykur 1 dós hakkaðar svartar baunir 1/2 bolli Panko-brauðraspur (einni hægt að nota glútenlaust rasp) 3 til 4 msk. vegan BBQ-sósa Siriachi-sósa (til að gera þetta sterkt – má sleppa) Sjóðið grjónin og ristið fínt hakkaðar hneturnar í 5 til 7 mín. Passið að hræra vel í hnetunum á meðan þær eru ristaðar, leggið svo til hliðar og kælið. Steikið laukinn á pönnu með olíunni þar til hann linast og setjið til hliðar. Blandið hnetunum, kryddinu og sykrinum saman í matvinnsluvél. Maukið í stórri skál svörtu baunirnar (án vökva) og skiljið örfáar baunir eftir heilar. Blandið grjónunum við baunamaukið og hnetukryddblöndunni, lauknum, Panko-brauðraspinum og BBQ-sósunni saman. Ef blandan er of blaut, bætið við meiri raspi og kryddið til viðbótar að vild. Skiptið uppskriftinni í 6 bollur og mótið þær í borgara. Grillið borgara í 3-til 4 mínútur á hvorri hlið, létthitið borgara brauðin á grillinu, setjið saman með sósum, fersku káli/spínati og grænmeti.Kasjúostasósa1 dl kasjúhnetur1/2 dl vatn2 msk. næringarger1 tsk. laukduft1 tsk. hvítlauksduft1-2 msk. lime-safiSalt Látið kasjúhneturnar liggja í bleyti í 2-3 tíma ef þið hafið tíma. Helltu vatninu af og maukaðu allt saman í blandara eða matvinnsluvél. Bætið við vatni ef þörf er á en sósan á vera þykk. Grillréttir Grænmetisréttir Hamborgarar Uppskriftir Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Sumarið er tími útigrillsins fyrir flesta landsmenn og þar eru grænmetisætur alls ekki undanskildar. Í dag fæst gott úrval af borgurum, pylsum og steikum fyrir grænmetisætur og þeir sem vilja elda frá grunni geta líka valið úr miklu fjölbreyttara hráefni en áður. Raunar þarf lítið annað en gott hugmyndaflug (og kannski smá hjálp frá Google) til að töfra fram gómsæta grillrétti á borð grænmetisætunnar í sumar, að sögn Sigvalda Ástríðarsonar, útvarpsmanns og formanns Samtaka grænmetisæta á Íslandi. „Fyrir utan tilbúna borgara, pylsur og grænmetissteikur er það líka þetta augljósa á borð við bökunarkartöflur, maísstöngla og ýmislegt grænmeti. Ég stefni t.d. á að gera tilraunir með tófú á grillinu í sumar sem viðbót við eitthvað hefðbundið á borð við eggaldin og fylltar paprikur.“Lúxus úr einföldu hráefni Hann segir möguleikana mikla þegar kemur að grænmetisréttum á grillið. „Síðan er svo einfalt að leita á netinu að góðum hugmyndum. Hversu ómerkilegt sem það hljómar þá er hægt að gera ótrúlega lúxusmáltíð úr einföldu hráefni á borð við gulrót eða maísstöngul, bara ef maður kryddar og hugsar aðeins út fyrir kassann. Ég held t.d. að grilluð gulrót, sem legið hefur í ólívuolíu, papriku, fennel, kóríander, hvítlauk og timían komi mörgum á óvart. Ekki skemmir fyrir að skella því á ferskt salat með kjúklingabaunum og dökkgrænu káli. Svo held ég að vel þurrkað tófú gæti komið mörgum á óvart en galdurinn þar er undirbúningurinn.“ Auk þess að stýra útvarpsþættinum Dordingull á Rás 2 heldur Sigvaldi úti Snapchat-aðganginum Dordingull þar sem hann eldar grænmetisrétti og birtir ýmsan fróðleik fyrir grænmetisætur og aðra áhugasama. Hér gefur Sigvaldi uppskrift af svartbaunaborgara með kasjúostasósu sem er bæði einfaldur og bragðgóður. Hann hentar sérstaklega vel á grillið en auðvelt er að breyta uppskriftinni eftir því hvaða hráefni er til í eldhúsinu og eftir smekk hvers og eins. Svartbaunaborgari með kasjúostasósu, borinn fram með fersku grænmeti og maísstöngli. Vegan svartbaunaborgarar fyrir grillið 1 bolli soðin brún grjón 1 bolli hakkaðar valhnetur 1/2 tsk. olía 1/2 smátt skorinn laukur 2 bátar hvítlaukur 1 tsk. af sjávarsalti, pipar, kúmendufti, paprikukryddi og chilli 1 tsk. hrásykur eða kókossykur 1 dós hakkaðar svartar baunir 1/2 bolli Panko-brauðraspur (einni hægt að nota glútenlaust rasp) 3 til 4 msk. vegan BBQ-sósa Siriachi-sósa (til að gera þetta sterkt – má sleppa) Sjóðið grjónin og ristið fínt hakkaðar hneturnar í 5 til 7 mín. Passið að hræra vel í hnetunum á meðan þær eru ristaðar, leggið svo til hliðar og kælið. Steikið laukinn á pönnu með olíunni þar til hann linast og setjið til hliðar. Blandið hnetunum, kryddinu og sykrinum saman í matvinnsluvél. Maukið í stórri skál svörtu baunirnar (án vökva) og skiljið örfáar baunir eftir heilar. Blandið grjónunum við baunamaukið og hnetukryddblöndunni, lauknum, Panko-brauðraspinum og BBQ-sósunni saman. Ef blandan er of blaut, bætið við meiri raspi og kryddið til viðbótar að vild. Skiptið uppskriftinni í 6 bollur og mótið þær í borgara. Grillið borgara í 3-til 4 mínútur á hvorri hlið, létthitið borgara brauðin á grillinu, setjið saman með sósum, fersku káli/spínati og grænmeti.Kasjúostasósa1 dl kasjúhnetur1/2 dl vatn2 msk. næringarger1 tsk. laukduft1 tsk. hvítlauksduft1-2 msk. lime-safiSalt Látið kasjúhneturnar liggja í bleyti í 2-3 tíma ef þið hafið tíma. Helltu vatninu af og maukaðu allt saman í blandara eða matvinnsluvél. Bætið við vatni ef þörf er á en sósan á vera þykk.
Grillréttir Grænmetisréttir Hamborgarar Uppskriftir Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira