Fast 8 spyrnir retro bílum á Kúbu Finnur Thorlacius skrifar 10. maí 2016 17:14 Nú standa tökur yfir á áttundu mynd Fast and Furious á Kúbu og þar fær tökuliðið aðeins heitara loftslag að vinna í en á síðasta viðkomustað þeirra, Íslandi. Tökurnar á Kúbu marka þau tímamót að vera fyrsta Hollywood mynd sem þar er tekin í áratugi vegna viðskiptabannsins sem Bandaríkjamenn settu fyrir margt löngu en hafa nýverið afnumið. Vin Diesel og félagar njóta þess mjög eins og á myndskeiðinu hér að ofan sést, ekki síst vegna þess ævagamla bílaflota sem þar finnst. Það þykir því kjörið að nota slíka bíla í bílahasarinn og sumir þeirra eru með krafta í kögglum eins og hér sést. Aðdáendur Fast and Furious þurfa að bíða til 14. apríl til að sjá þessar tökur, sem og þær sem teknar voru hér á landi fyrir stuttu. Bílar video Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent
Nú standa tökur yfir á áttundu mynd Fast and Furious á Kúbu og þar fær tökuliðið aðeins heitara loftslag að vinna í en á síðasta viðkomustað þeirra, Íslandi. Tökurnar á Kúbu marka þau tímamót að vera fyrsta Hollywood mynd sem þar er tekin í áratugi vegna viðskiptabannsins sem Bandaríkjamenn settu fyrir margt löngu en hafa nýverið afnumið. Vin Diesel og félagar njóta þess mjög eins og á myndskeiðinu hér að ofan sést, ekki síst vegna þess ævagamla bílaflota sem þar finnst. Það þykir því kjörið að nota slíka bíla í bílahasarinn og sumir þeirra eru með krafta í kögglum eins og hér sést. Aðdáendur Fast and Furious þurfa að bíða til 14. apríl til að sjá þessar tökur, sem og þær sem teknar voru hér á landi fyrir stuttu.
Bílar video Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent