Líkir Takata innkölluninni við Titanic slysið Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2016 09:28 Höfuðstöðvar Takata í Japan. Takata Corp. er daglegt brauð í bílafréttum þessa dagana vegna risainnköllunar öryggispúða sinna en það þarf að gera ráð fyrir innköllun 35-40 milljón öryggispúða í fjárhagsspá sinni. Fjárhagsár þess endaði í mars og gert var ráð fyrir 121 milljón dollara tapi á þessu ári, en það var nokkrum dögum fyrir tilkynninguna um risainnköllunina í Bandaríkjunum. Sú innköllun getur haft mikil áhrif á fyrirtækið því að hingað til hafa bílaframleiðendurnir sjálfir þurft að bera meginhluta þess kostnaðar sem komið hefur upp vegna málsins. Lítill bílaframleiðandi eins og Mazda gerði ráð fyrir helmingi meira tapi vegna þessa en Takata svo dæmi sé tekið. Takata gæti einnig þurft að búast við fjöldalögsóknum í Bandaríkjunum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. “Takata innköllunin er eins og Titanic að sigla á ísjakann” sagði Takeshi Miyao fjármálasérfræðingur í Tokyo í viðtali við Automotive News. “Það gerði sér enginn grein fyrir afleiðingunum fyrr en eftir áreksturinn.” Ómögulegt er að segja hvaða áhrif þessi innköllun hefur á bílamarkaðinn í heild sinni en hingað til hafa 13 dauðsföll verið tengd beint við það að gashylki öryggispúðanna hafa sprungið. Til þessa hafa meira en 60 milljón öryggispúðar verið innkallaðir, flestir þeirra hjá Honda og Toyota og búist er jafnvel við að sú tala tvöfaldist. Helsti sérfræðingur Japans í bílafjármálum er Takaki Nakanishi hjá Jefferies Group LLC en hann spáir að frekari kostnaður vegna málsins í heild sinni geti numið 750 milljörðum króna. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent
Takata Corp. er daglegt brauð í bílafréttum þessa dagana vegna risainnköllunar öryggispúða sinna en það þarf að gera ráð fyrir innköllun 35-40 milljón öryggispúða í fjárhagsspá sinni. Fjárhagsár þess endaði í mars og gert var ráð fyrir 121 milljón dollara tapi á þessu ári, en það var nokkrum dögum fyrir tilkynninguna um risainnköllunina í Bandaríkjunum. Sú innköllun getur haft mikil áhrif á fyrirtækið því að hingað til hafa bílaframleiðendurnir sjálfir þurft að bera meginhluta þess kostnaðar sem komið hefur upp vegna málsins. Lítill bílaframleiðandi eins og Mazda gerði ráð fyrir helmingi meira tapi vegna þessa en Takata svo dæmi sé tekið. Takata gæti einnig þurft að búast við fjöldalögsóknum í Bandaríkjunum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. “Takata innköllunin er eins og Titanic að sigla á ísjakann” sagði Takeshi Miyao fjármálasérfræðingur í Tokyo í viðtali við Automotive News. “Það gerði sér enginn grein fyrir afleiðingunum fyrr en eftir áreksturinn.” Ómögulegt er að segja hvaða áhrif þessi innköllun hefur á bílamarkaðinn í heild sinni en hingað til hafa 13 dauðsföll verið tengd beint við það að gashylki öryggispúðanna hafa sprungið. Til þessa hafa meira en 60 milljón öryggispúðar verið innkallaðir, flestir þeirra hjá Honda og Toyota og búist er jafnvel við að sú tala tvöfaldist. Helsti sérfræðingur Japans í bílafjármálum er Takaki Nakanishi hjá Jefferies Group LLC en hann spáir að frekari kostnaður vegna málsins í heild sinni geti numið 750 milljörðum króna.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent