Vildi geta varið meiri tíma á Íslandi Stefán Þór Hjartarson skrifar 12. maí 2016 09:00 Bryan Ferry mun vafalaust heilla fólk upp úr skónum í Hörpu með sínum annálaða sjarma. Mynd/Getty Tónlistarmaðurinn goðsagnakenndi Bryan Ferry spilar á tónleikum í Hörpu 16. maí og er þetta í annað sinn sem söngvarinn kemur til landsins en hann spilaði á tveimur tónleikum í Hörpu árið 2012. Bryan Ferry þarf vart að kynna en hann hefur dáleitt fólk með seiðandi söngrödd sinni síðan á áttunda áratugnum bæði með hljómsveitinni Roxy Music og sem sóló tónlistarmaður.Þetta er í annað sinn sem þú kemur til Íslands, muntu spila svipað sett og síðast eða verða margar breytingar á því í þetta sinn? „Ég myndi segja að settið sé fremur breytt í þetta sinn. Ég er kominn með nánast alveg nýtt band og hef því valið lög til að spila sem henta uppstillingunni á þessari nýju hljómsveit. Við erum með tvo gítarleikara, saxófónleikara og fiðluleikara þannig að það er óhætt að segja að við verðum með mjög fjölbreyttan hljóm sem getur náð utan um breitt úrval af efni.“Munið þið aðallega spila efni af nýjustu plötunni þinni eða verða þetta lög frá Roxy Music tímabilinu og eldra sólóefninu þínu? „Ég mun spila eitt eða tvö lög af nýjustu plötu minni, Avonmore, og afgangurinn af tónleikunum mun allur fara í að spila lög af bæði Roxy Music efnisskránni og sólóplötunum mínum.“Þú ert þekktur fyrir að vera ávallt með flottar ljósasýningar, myndbönd, dansara og annað sem hluta af tónleikaupplifuninni og munt mæta til landsins með stærðarinnar hóp af fólki til að sjá um að gefa áhorfendum bæði sjónræna upplifun sem og hljóðræna - getur þú sagt okkur meira um þennan hóp og hvað það er sem við megum búist við hvað sjónrænu hliðina varðar? „Það eru tíu einstaklingar í hljómsveitinni minni, þannig að það er heilmikið um að vera tónlistarlega séð. Hins vegar er ekki lítið pláss fyrir sjónræna afþreyingu í þetta sinn. Þó má minnast á að við verðum með ljósasýningu sem virkar afar vel með tónlistinni og hefur fengið glæsilega umfjöllun núna upp á síðkastið.“Gefst þér tækifæri til að skoða þig um á Íslandi á meðan á heimsókn þinni stendur eða gerðir þú það þegar þú heimsóttir landið síðast? „Ég vildi að ég gæti eytt meiri tíma á Íslandi í að skoða landið en því miður næ ég því ekki verandi á miðju tónleikaferðalagi – ég þarf að koma mér á brott og á næsta áfangastað. Hins vegar væri ákaflega gaman að koma einhvern tímann aftur og skella sér í veiðitúr.“Hefur þú hlustað eitthvað á íslenska tónlist eða heyrt eitthvað um íslenska tónlistarmenn? „Ég næ einu kvöldi í fríi í Reykjavík og mun vonandi ná að líta aðeins út á lífið. Hver veit nema ég skelli mér á tónleika hjá íslenskum tónlistarmönnum það kvöldið.“ Eins og áður sagði mun Bryan Ferry spila í Eldborgarsal Hörpunnar þann 16. maí klukkan 20.00. Miðasala er í fullum gangi og verð er á bilinu 8.990 til 16.990 krónur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí. Tónlist Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónlistarmaðurinn goðsagnakenndi Bryan Ferry spilar á tónleikum í Hörpu 16. maí og er þetta í annað sinn sem söngvarinn kemur til landsins en hann spilaði á tveimur tónleikum í Hörpu árið 2012. Bryan Ferry þarf vart að kynna en hann hefur dáleitt fólk með seiðandi söngrödd sinni síðan á áttunda áratugnum bæði með hljómsveitinni Roxy Music og sem sóló tónlistarmaður.Þetta er í annað sinn sem þú kemur til Íslands, muntu spila svipað sett og síðast eða verða margar breytingar á því í þetta sinn? „Ég myndi segja að settið sé fremur breytt í þetta sinn. Ég er kominn með nánast alveg nýtt band og hef því valið lög til að spila sem henta uppstillingunni á þessari nýju hljómsveit. Við erum með tvo gítarleikara, saxófónleikara og fiðluleikara þannig að það er óhætt að segja að við verðum með mjög fjölbreyttan hljóm sem getur náð utan um breitt úrval af efni.“Munið þið aðallega spila efni af nýjustu plötunni þinni eða verða þetta lög frá Roxy Music tímabilinu og eldra sólóefninu þínu? „Ég mun spila eitt eða tvö lög af nýjustu plötu minni, Avonmore, og afgangurinn af tónleikunum mun allur fara í að spila lög af bæði Roxy Music efnisskránni og sólóplötunum mínum.“Þú ert þekktur fyrir að vera ávallt með flottar ljósasýningar, myndbönd, dansara og annað sem hluta af tónleikaupplifuninni og munt mæta til landsins með stærðarinnar hóp af fólki til að sjá um að gefa áhorfendum bæði sjónræna upplifun sem og hljóðræna - getur þú sagt okkur meira um þennan hóp og hvað það er sem við megum búist við hvað sjónrænu hliðina varðar? „Það eru tíu einstaklingar í hljómsveitinni minni, þannig að það er heilmikið um að vera tónlistarlega séð. Hins vegar er ekki lítið pláss fyrir sjónræna afþreyingu í þetta sinn. Þó má minnast á að við verðum með ljósasýningu sem virkar afar vel með tónlistinni og hefur fengið glæsilega umfjöllun núna upp á síðkastið.“Gefst þér tækifæri til að skoða þig um á Íslandi á meðan á heimsókn þinni stendur eða gerðir þú það þegar þú heimsóttir landið síðast? „Ég vildi að ég gæti eytt meiri tíma á Íslandi í að skoða landið en því miður næ ég því ekki verandi á miðju tónleikaferðalagi – ég þarf að koma mér á brott og á næsta áfangastað. Hins vegar væri ákaflega gaman að koma einhvern tímann aftur og skella sér í veiðitúr.“Hefur þú hlustað eitthvað á íslenska tónlist eða heyrt eitthvað um íslenska tónlistarmenn? „Ég næ einu kvöldi í fríi í Reykjavík og mun vonandi ná að líta aðeins út á lífið. Hver veit nema ég skelli mér á tónleika hjá íslenskum tónlistarmönnum það kvöldið.“ Eins og áður sagði mun Bryan Ferry spila í Eldborgarsal Hörpunnar þann 16. maí klukkan 20.00. Miðasala er í fullum gangi og verð er á bilinu 8.990 til 16.990 krónur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí.
Tónlist Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira