Bíó og sjónvarp

Michael Fassbender mættur til leiks í Assasins Creed

Birgir Olgeirsson skrifar
Michael Fassbender í Assasins Creed.
Michael Fassbender í Assasins Creed.
Kvikmynd byggð á tölvuleiknum Assasins Creed er væntanleg í kvikmyndahús en þar fer Michael Fassbender með hlutverk Callum Lynch.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem kvikmyndaverið 20th Century Fox gefur upp mun myndin fjalla um Callum Lynch sem uppgötvar að hann er afkomandi Aguilar sem tilheyrði leynireglu launmorðingja á fimmtándu öld á Spáni. Í gegnum þá uppgötvun kemst hann að því að hann býr yfir leyndum hæfileikum sem hann nýtir í baráttu við Templara-samtök.

Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í desember með helstu hlutverk fara fyrrnefndur Michael Fassbender ásamt Marion Cotillard, Jeremy Irons, Brendan Gleeson og Michael K. Williams. Leikstjóri myndarinnar er Justin Kurzel sem leikstýrði Fassbender og Cotillard í McBeth. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×