Hent út af Twitter Birgir Örn Steinarsson skrifar 12. maí 2016 19:12 Margir velta því fyrir sér hvort Azealia Banks sé að eyðileggja feril sinn með hegðun sinni á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty Rapparinn Azealia Banks hefur verið hent út af Twitter. Eftir að hafa að hafa úthúðað söngvaranum Zayn Malik, sem var áður í One Direction, í fjölda tísta var reikningi hennar skyndilega eytt út af Twitter. Líklega hefur það verið vegna rasískra ummæla í hans garð en Zayn er múslimi. Einnig kallaði hún Zayn fúkyrðum sem oft eru notuð niðrandi í garð samkynhneigða. Í gær afboðuðu umsjónamenn Born & Bred tónleikahátíðarinnar framkomu hennar af sömu ástæðu. Azealia hóf að áreita Zayn fyrir viku síðan þegar hún sagði að nýtt myndband hans við lagið Like I Would væri augljós eftirherma á hennar stílbrigðum. Myndbandið þykir reyndar líka vera undir miklum áhrifum frá kvikmyndinni Tron. Eitthvað orðastríð hófst á milli þeirra og varð Azealia orðljótari og orðljótari með hverri færslunni. Eftir að málið komst í fjölmiðla sendi Azealia út tilkynningu þar sem hún sagðist þykja það miður að orð hennar hefðu móðgað einhvern. Hún baðst þó aldrei afsökunar á sjálfum ummælunum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Azealia Banks kemst í vandræði fyrir tíst sín. Árið 2013 reyndu umboðsmenn hennar að ná stjórn af Twitter reikninginum þar sem þeir töldu að þau vandræði sem hún hefur ítrekað lent í þar væru að skaða feril hennar. Hér fyrir neðan má sjá umrætt myndband frá Zayn. Minnir það ykkur á stíl Azealiu Banks? Tónlist Mest lesið Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Lífið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Tíska og hönnun Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Lífið Næsti Dumbledore fundinn Bíó og sjónvarp Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Rapparinn Azealia Banks hefur verið hent út af Twitter. Eftir að hafa að hafa úthúðað söngvaranum Zayn Malik, sem var áður í One Direction, í fjölda tísta var reikningi hennar skyndilega eytt út af Twitter. Líklega hefur það verið vegna rasískra ummæla í hans garð en Zayn er múslimi. Einnig kallaði hún Zayn fúkyrðum sem oft eru notuð niðrandi í garð samkynhneigða. Í gær afboðuðu umsjónamenn Born & Bred tónleikahátíðarinnar framkomu hennar af sömu ástæðu. Azealia hóf að áreita Zayn fyrir viku síðan þegar hún sagði að nýtt myndband hans við lagið Like I Would væri augljós eftirherma á hennar stílbrigðum. Myndbandið þykir reyndar líka vera undir miklum áhrifum frá kvikmyndinni Tron. Eitthvað orðastríð hófst á milli þeirra og varð Azealia orðljótari og orðljótari með hverri færslunni. Eftir að málið komst í fjölmiðla sendi Azealia út tilkynningu þar sem hún sagðist þykja það miður að orð hennar hefðu móðgað einhvern. Hún baðst þó aldrei afsökunar á sjálfum ummælunum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Azealia Banks kemst í vandræði fyrir tíst sín. Árið 2013 reyndu umboðsmenn hennar að ná stjórn af Twitter reikninginum þar sem þeir töldu að þau vandræði sem hún hefur ítrekað lent í þar væru að skaða feril hennar. Hér fyrir neðan má sjá umrætt myndband frá Zayn. Minnir það ykkur á stíl Azealiu Banks?
Tónlist Mest lesið Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Lífið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Tíska og hönnun Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Lífið Næsti Dumbledore fundinn Bíó og sjónvarp Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira