Game of Thrones: Fullur eftirsjár Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2016 21:00 Mynd/HBO Jæja. Klárum það sem klára þarf. Hér að neðan verður fjallað um sjöttu þáttaröð Game of Thrones. Ef þið, lesendur kærir, kærið ykkur ekki um að vita meira væri best ef þið færuð ekki neðar á þessari síðu. Það er hægt að ímynda sér Petyr Baelish, eða Littlefinger, sem margt, en margir eiga eflaust erfitt með að ímynda sér hann þar sem hann sýnir iðrun. Hann hefur ekkert sést í fyrstu þremur þáttum sjöttu þáttaraðar en þó er von á honum. Síðast þegar hann sást sendi hann Sönsu Stark til Ramsay Bolton, og áhorfendum hefur verið svolítið illa við hann síðan. Aidan Gillen sem leikur Littlefinger ræddi nýverið við Entertainment Weekly um karakter sinn í þessari þáttaröð. Hann segir Littlefinger fullan eftirsjár.Petyr Baelish, eða Littlefinger, sem leikinn er af Aidan Gillen.Mynd/HBOLeikarinn segir að þrátt fyrir að áhorfendur hafi verið meðvitaðir um hve mikið kvikindi Ramsay Bolton sé, hafi Littlefinger ekki vitað það. Því ætli sér hann í þessari þáttaröð að reyna að bæta fyrir mistök sín. Littlefinger var á árum áður ástfanginn af móður Sönsu og lítur að einhverju leyti á hana sem dótturina sem hann eignaðist aldrei. Jafnvel hafa verið uppi vangaveltur um að hann sé ástfanginn af henni.Sjá einnig: Aðdáendur reiðir yfir nauðgunaratriði í Game of Thrones „Þetta er líklega í eina skiptið sem við höfum séð Littlefinger gera mistök. Hann vissi í alvörunni ekki um Ramsay Bolton. Hann hefði þó átt að gera það.“ Allt sem Littlefinger hefur gert hingað til hefur hann gert til að græða á því. Hann lítur á glundroða sem tækifæri til þess að gera sjálfan sig ríkari og valdameiri og hefur hann einmitt skapað mikinn glundroða. Hann fékk Lysu Arryn til að drepa eiginmann sin Jon, sem var góður vinur Ned Stark. Hann plataði Ned til Kings Landing og sveik hann svo. Hann kom að morðinu á Joffrey og kom sökinni á Tyrion og Sönsu, myrti Lysu Arryn og margt fleira. „Glundroði er ekki gryfja. Glundroði er stigi,“ sagði hann eitt sinn við Varys. Littlefinger skapar glundroða og græðir á honum. Hann stjórnar nú umfangsmiklum svæðum í Westeros, eins og Riverlands og The Vale. Ætli Littlefinger sér að koma Sönsu til bjargar í norðinu er ekki ólíklegt að hann muni reyna að ná völdum þar líka. Þrátt fyrir að Aidan Gillen vilji trúa því að Littlefinger vilji koma Sönsu til bjargar. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Drepur vonir áhorfenda Leikari sem nýverið var kynntur aftur til leiks skýtur kenningu áhorfenda á kaf. 11. maí 2016 22:30 Game of Thrones: Hvað þýðir endir fyrsta þáttarins? Farið yfir vangaveltur og kenningar varðandi áframhald þáttanna. 27. apríl 2016 13:00 Game of Thrones: Nýr karakter kynntur til leiks Fjallað um innihald fyrstu tveggja þáttanna í sjöttu þáttaröð Game of Thrones, bókanna og margt fleira. 6. maí 2016 14:00 Game of Thrones: Stærsta þáttaröðin hingað til Fjallað um annan þátt sjöttu þáttaraðar Game of Thrones. 4. maí 2016 13:30 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Jæja. Klárum það sem klára þarf. Hér að neðan verður fjallað um sjöttu þáttaröð Game of Thrones. Ef þið, lesendur kærir, kærið ykkur ekki um að vita meira væri best ef þið færuð ekki neðar á þessari síðu. Það er hægt að ímynda sér Petyr Baelish, eða Littlefinger, sem margt, en margir eiga eflaust erfitt með að ímynda sér hann þar sem hann sýnir iðrun. Hann hefur ekkert sést í fyrstu þremur þáttum sjöttu þáttaraðar en þó er von á honum. Síðast þegar hann sást sendi hann Sönsu Stark til Ramsay Bolton, og áhorfendum hefur verið svolítið illa við hann síðan. Aidan Gillen sem leikur Littlefinger ræddi nýverið við Entertainment Weekly um karakter sinn í þessari þáttaröð. Hann segir Littlefinger fullan eftirsjár.Petyr Baelish, eða Littlefinger, sem leikinn er af Aidan Gillen.Mynd/HBOLeikarinn segir að þrátt fyrir að áhorfendur hafi verið meðvitaðir um hve mikið kvikindi Ramsay Bolton sé, hafi Littlefinger ekki vitað það. Því ætli sér hann í þessari þáttaröð að reyna að bæta fyrir mistök sín. Littlefinger var á árum áður ástfanginn af móður Sönsu og lítur að einhverju leyti á hana sem dótturina sem hann eignaðist aldrei. Jafnvel hafa verið uppi vangaveltur um að hann sé ástfanginn af henni.Sjá einnig: Aðdáendur reiðir yfir nauðgunaratriði í Game of Thrones „Þetta er líklega í eina skiptið sem við höfum séð Littlefinger gera mistök. Hann vissi í alvörunni ekki um Ramsay Bolton. Hann hefði þó átt að gera það.“ Allt sem Littlefinger hefur gert hingað til hefur hann gert til að græða á því. Hann lítur á glundroða sem tækifæri til þess að gera sjálfan sig ríkari og valdameiri og hefur hann einmitt skapað mikinn glundroða. Hann fékk Lysu Arryn til að drepa eiginmann sin Jon, sem var góður vinur Ned Stark. Hann plataði Ned til Kings Landing og sveik hann svo. Hann kom að morðinu á Joffrey og kom sökinni á Tyrion og Sönsu, myrti Lysu Arryn og margt fleira. „Glundroði er ekki gryfja. Glundroði er stigi,“ sagði hann eitt sinn við Varys. Littlefinger skapar glundroða og græðir á honum. Hann stjórnar nú umfangsmiklum svæðum í Westeros, eins og Riverlands og The Vale. Ætli Littlefinger sér að koma Sönsu til bjargar í norðinu er ekki ólíklegt að hann muni reyna að ná völdum þar líka. Þrátt fyrir að Aidan Gillen vilji trúa því að Littlefinger vilji koma Sönsu til bjargar.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Drepur vonir áhorfenda Leikari sem nýverið var kynntur aftur til leiks skýtur kenningu áhorfenda á kaf. 11. maí 2016 22:30 Game of Thrones: Hvað þýðir endir fyrsta þáttarins? Farið yfir vangaveltur og kenningar varðandi áframhald þáttanna. 27. apríl 2016 13:00 Game of Thrones: Nýr karakter kynntur til leiks Fjallað um innihald fyrstu tveggja þáttanna í sjöttu þáttaröð Game of Thrones, bókanna og margt fleira. 6. maí 2016 14:00 Game of Thrones: Stærsta þáttaröðin hingað til Fjallað um annan þátt sjöttu þáttaraðar Game of Thrones. 4. maí 2016 13:30 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Game of Thrones: Drepur vonir áhorfenda Leikari sem nýverið var kynntur aftur til leiks skýtur kenningu áhorfenda á kaf. 11. maí 2016 22:30
Game of Thrones: Hvað þýðir endir fyrsta þáttarins? Farið yfir vangaveltur og kenningar varðandi áframhald þáttanna. 27. apríl 2016 13:00
Game of Thrones: Nýr karakter kynntur til leiks Fjallað um innihald fyrstu tveggja þáttanna í sjöttu þáttaröð Game of Thrones, bókanna og margt fleira. 6. maí 2016 14:00
Game of Thrones: Stærsta þáttaröðin hingað til Fjallað um annan þátt sjöttu þáttaraðar Game of Thrones. 4. maí 2016 13:30