Fyrsta lag The Stone Roses í 20 ár komið út Birgir Örn Steinarsson skrifar 12. maí 2016 23:58 Hljómsveitin The Stone Roses rauf á fimmtudag tuttugu ára útgáfuþögn með laginu All for One. Engin tilkynning var gefin áður en lagið fékk skyndilega stafræna útgáfu. Aðdáendur Manchester sveitarinnar geta heyrt lagið hér að ofan. Þar með er sá orðrómur staðfestur að sveitin sé að vinna nýtt efni en síðustu árin hefur sveitin komið nokkrum sinnum saman til tónleikahalds. Nýja lagið verður það fyrsta af nýrri breiðskífu sem sveitin hefur verið að vinna að upp á síðkastið. Það verður þriðja breiðskífa sveitarinnar frá upphafi. Sveitin sló í gegn árið 1989 og varð um skeið ein vinsælasta rokksveit Breta. Hún hætti þó skömmu eftir útgáfu seinni plötunnar, The Second Coming, en samband liðsmanna hefur alla tíð verið frekar viðkvæmt. Búist er við að þriðja plata sveitarinnar komi fyrir sumarið.150 þúsund miðar á 14 mínútumÞrátt fyrir stuttan líftíma varð hróður sveitarinnar slíkur að mikið æði tók um sig í Bretlandi árið 2011 eftir að tilkynnt var um röð tónleika það árið. Það sýndi sig best á þeirri staðreynd að sveitin seldi hvorki meira né minna en 150 þúsund miða á tvenna útitónleika sína í Heaton Park í Manchester á aðeins 14 mínútum. Sú endurkoma sveitarinnar var skrásett í formi heimildarmyndarinnar Stone Roses: Made of Stone en þar sést að liðsmenn skyldu í illu eftir að allt fór í háaloft eftir tónleika í Barcelona. Það er því aldrei að vita hversu löng eða stutt þetta starfstímabil verður. Tónlist Tengdar fréttir Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Ian Brown, söngvari The Stone Roses bar vitni gegn fyrrverandi kennara sínum 28. janúar 2015 14:51 Þriðja plata Stone Roses væntanleg Hljómsveitin leggur nú lokahönd á þriðju breiðskífu sína, þá fyrstu í rúm 20 ár. 14. mars 2016 13:33 Vel heppnuð endurkoma Stone Roses Breska hljómsveitin The Stone Roses spilaði óvænt á sínum fyrstu tónleikum í sextán ár í bænum Warrington á Englandi fyrir skömmu. Sveitin hætti árið 1996 en í fyrra var tilkynnt um endurkomu hennar. 25. maí 2012 16:30 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin The Stone Roses rauf á fimmtudag tuttugu ára útgáfuþögn með laginu All for One. Engin tilkynning var gefin áður en lagið fékk skyndilega stafræna útgáfu. Aðdáendur Manchester sveitarinnar geta heyrt lagið hér að ofan. Þar með er sá orðrómur staðfestur að sveitin sé að vinna nýtt efni en síðustu árin hefur sveitin komið nokkrum sinnum saman til tónleikahalds. Nýja lagið verður það fyrsta af nýrri breiðskífu sem sveitin hefur verið að vinna að upp á síðkastið. Það verður þriðja breiðskífa sveitarinnar frá upphafi. Sveitin sló í gegn árið 1989 og varð um skeið ein vinsælasta rokksveit Breta. Hún hætti þó skömmu eftir útgáfu seinni plötunnar, The Second Coming, en samband liðsmanna hefur alla tíð verið frekar viðkvæmt. Búist er við að þriðja plata sveitarinnar komi fyrir sumarið.150 þúsund miðar á 14 mínútumÞrátt fyrir stuttan líftíma varð hróður sveitarinnar slíkur að mikið æði tók um sig í Bretlandi árið 2011 eftir að tilkynnt var um röð tónleika það árið. Það sýndi sig best á þeirri staðreynd að sveitin seldi hvorki meira né minna en 150 þúsund miða á tvenna útitónleika sína í Heaton Park í Manchester á aðeins 14 mínútum. Sú endurkoma sveitarinnar var skrásett í formi heimildarmyndarinnar Stone Roses: Made of Stone en þar sést að liðsmenn skyldu í illu eftir að allt fór í háaloft eftir tónleika í Barcelona. Það er því aldrei að vita hversu löng eða stutt þetta starfstímabil verður.
Tónlist Tengdar fréttir Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Ian Brown, söngvari The Stone Roses bar vitni gegn fyrrverandi kennara sínum 28. janúar 2015 14:51 Þriðja plata Stone Roses væntanleg Hljómsveitin leggur nú lokahönd á þriðju breiðskífu sína, þá fyrstu í rúm 20 ár. 14. mars 2016 13:33 Vel heppnuð endurkoma Stone Roses Breska hljómsveitin The Stone Roses spilaði óvænt á sínum fyrstu tónleikum í sextán ár í bænum Warrington á Englandi fyrir skömmu. Sveitin hætti árið 1996 en í fyrra var tilkynnt um endurkomu hennar. 25. maí 2012 16:30 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Ian Brown, söngvari The Stone Roses bar vitni gegn fyrrverandi kennara sínum 28. janúar 2015 14:51
Þriðja plata Stone Roses væntanleg Hljómsveitin leggur nú lokahönd á þriðju breiðskífu sína, þá fyrstu í rúm 20 ár. 14. mars 2016 13:33
Vel heppnuð endurkoma Stone Roses Breska hljómsveitin The Stone Roses spilaði óvænt á sínum fyrstu tónleikum í sextán ár í bænum Warrington á Englandi fyrir skömmu. Sveitin hætti árið 1996 en í fyrra var tilkynnt um endurkomu hennar. 25. maí 2012 16:30