Plat útfararstofa hvetur ökumenn að skrifa textaskilaboð Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2016 09:30 Athygliverð almannaheillaauglýsing. Þau gerast vart frumlegri auglýsingaskiltin en frá Wathan Funeral Home í Toronto í Kanada. Þó er rétt að hafa í huga að þessi útfararstofa er ekki til. Það er auglýsingastofan John St and Cieslok Media sem sett hefur upp þetta stóra auglýsingaskilti við fjölfarna hraðbraut í Toronto þar sem á stendur; “Text and Drive”, eða “skrifaðu og aktu”. Með því hvetur hún ökumenn til að skrifa textaskilaboð í síma sína á meðan þeir aka bílum sínum því með því aukast líkurnar á því að þeir verði viðskiptavinir útfararstofunnar, sem finnst þó ekki meðal útfararstofa. Með þessu vill auglýsingastofan opna augu almennings fyrir alvarleika þess að taka einbeitinguna frá akstri. Því má segja að auglýsingin sé almannaheillaauglýsing sem kostuð er af einkafyrirtæki og sannarlega eru skilaboðin áhrifamikil og sannast sagna ögn sláandi í leiðinni. Kannanir í Toronto sýna að fleiri og fleiri ökumenn þar eru í símum sínum við aksturinn og vill útfararstofan vekja fólk til umhugsunar með þessum sjokkerandi skilaboðum. Fleiri ökumenn í Ontario, þar sem borgin Toronto er, dóu í bílslysum í fyrra vegna símnotkunar heldur en í slysum þar sem áfengi var haft við hönd. Reyndar var árið í fyrra þriðja árið í röð þar sem þetta var staðreyndin. Í könnunum meðal ökumanna í Ontario viðurkennir helmingur ökumanna að nota síma sína við akstur. Í Bandaríkjunum voru 3.179 dauðsföll í vegunum árið 2014 rakin til þess að ökumenn voru í símum sínum og 431.000 slösuðust að auki. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent
Þau gerast vart frumlegri auglýsingaskiltin en frá Wathan Funeral Home í Toronto í Kanada. Þó er rétt að hafa í huga að þessi útfararstofa er ekki til. Það er auglýsingastofan John St and Cieslok Media sem sett hefur upp þetta stóra auglýsingaskilti við fjölfarna hraðbraut í Toronto þar sem á stendur; “Text and Drive”, eða “skrifaðu og aktu”. Með því hvetur hún ökumenn til að skrifa textaskilaboð í síma sína á meðan þeir aka bílum sínum því með því aukast líkurnar á því að þeir verði viðskiptavinir útfararstofunnar, sem finnst þó ekki meðal útfararstofa. Með þessu vill auglýsingastofan opna augu almennings fyrir alvarleika þess að taka einbeitinguna frá akstri. Því má segja að auglýsingin sé almannaheillaauglýsing sem kostuð er af einkafyrirtæki og sannarlega eru skilaboðin áhrifamikil og sannast sagna ögn sláandi í leiðinni. Kannanir í Toronto sýna að fleiri og fleiri ökumenn þar eru í símum sínum við aksturinn og vill útfararstofan vekja fólk til umhugsunar með þessum sjokkerandi skilaboðum. Fleiri ökumenn í Ontario, þar sem borgin Toronto er, dóu í bílslysum í fyrra vegna símnotkunar heldur en í slysum þar sem áfengi var haft við hönd. Reyndar var árið í fyrra þriðja árið í röð þar sem þetta var staðreyndin. Í könnunum meðal ökumanna í Ontario viðurkennir helmingur ökumanna að nota síma sína við akstur. Í Bandaríkjunum voru 3.179 dauðsföll í vegunum árið 2014 rakin til þess að ökumenn voru í símum sínum og 431.000 slösuðust að auki.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent