David Bowie átti að fara með hlutverk í nýju Twin Peaks þáttunum Bjarki Ármannsson skrifar 15. maí 2016 12:23 Til stóð að Bowie sneri aftur sem alríkislögreglumaðurinn Phillip Jeffries. Vísir/Getty Til stóð að poppgoðsögnin David Bowie, sem lést í janúar síðastliðnum, tæki þátt í endurkomu bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Tvídrangar, eða Twin Peaks. Þetta segir einn leikara þáttaraðarinnar. Greint var frá því síðastliðið haust að þættirnir myndu snúa aftur en þeir nutu mikilla vinsælda snemma á tíunda áratugnum. Bowie fór með stutt hlutverk í kvikmyndinni Fire walk with me, nokkurs konar framhaldsmynd þáttanna. Þar lék Bowie Phillip Jeffries, dularfullan útsendara alríkislögreglunnar sem snýr skyndilega aftur eftir að hafa verið týndur í tvö ár, og skartaði glæsilegum Suðurríkjahreim í hlutverki sínu.Harry Goaz, sem fór með hlutverk hins trygga en vitgranna lögreglumanns Andy í þáttunum, greinir frá því í viðtali við dagblað í heimaborg sinni Dallas að það hafi staðið til að Bowie sneri aftur í nýju þáttaröðinni. Engar senur með honum hafi þó verið teknar upp fyrir andlát söngvarans. Hinn sérvitri David Lynch mun koma að leikstjórn þáttaraðarinnar sem hann skapaði ásamt Mark Frost, þó að Lynch hafi reyndar sagt sig frá verkefninu á tímabili. Margir af helstu leikurum þáttanna munu fara með hlutverk sín á ný ásamt nýliðum á borð við Naomi Watts, Jim Belushi og Monica Bellucci. Tengdar fréttir Leikaralisti Twin Peaks opinberaður og hann er ógnarlangur 217 nöfn í það heila og má þar finna Michael Cera, Tim Roth og Jennifer Jason Leigh. 25. apríl 2016 18:38 MacLachlan snýr aftur í Twin Peaks Aðdáendur Twin Peaks þáttana geta svo sannarlega glaðst yfir þeim fréttum að Kyle MacLachlan mun snúa aftur í hlutverki rannsóknarlögrelumannsins Dale Cooper. 14. janúar 2015 10:30 Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Til stóð að poppgoðsögnin David Bowie, sem lést í janúar síðastliðnum, tæki þátt í endurkomu bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Tvídrangar, eða Twin Peaks. Þetta segir einn leikara þáttaraðarinnar. Greint var frá því síðastliðið haust að þættirnir myndu snúa aftur en þeir nutu mikilla vinsælda snemma á tíunda áratugnum. Bowie fór með stutt hlutverk í kvikmyndinni Fire walk with me, nokkurs konar framhaldsmynd þáttanna. Þar lék Bowie Phillip Jeffries, dularfullan útsendara alríkislögreglunnar sem snýr skyndilega aftur eftir að hafa verið týndur í tvö ár, og skartaði glæsilegum Suðurríkjahreim í hlutverki sínu.Harry Goaz, sem fór með hlutverk hins trygga en vitgranna lögreglumanns Andy í þáttunum, greinir frá því í viðtali við dagblað í heimaborg sinni Dallas að það hafi staðið til að Bowie sneri aftur í nýju þáttaröðinni. Engar senur með honum hafi þó verið teknar upp fyrir andlát söngvarans. Hinn sérvitri David Lynch mun koma að leikstjórn þáttaraðarinnar sem hann skapaði ásamt Mark Frost, þó að Lynch hafi reyndar sagt sig frá verkefninu á tímabili. Margir af helstu leikurum þáttanna munu fara með hlutverk sín á ný ásamt nýliðum á borð við Naomi Watts, Jim Belushi og Monica Bellucci.
Tengdar fréttir Leikaralisti Twin Peaks opinberaður og hann er ógnarlangur 217 nöfn í það heila og má þar finna Michael Cera, Tim Roth og Jennifer Jason Leigh. 25. apríl 2016 18:38 MacLachlan snýr aftur í Twin Peaks Aðdáendur Twin Peaks þáttana geta svo sannarlega glaðst yfir þeim fréttum að Kyle MacLachlan mun snúa aftur í hlutverki rannsóknarlögrelumannsins Dale Cooper. 14. janúar 2015 10:30 Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikaralisti Twin Peaks opinberaður og hann er ógnarlangur 217 nöfn í það heila og má þar finna Michael Cera, Tim Roth og Jennifer Jason Leigh. 25. apríl 2016 18:38
MacLachlan snýr aftur í Twin Peaks Aðdáendur Twin Peaks þáttana geta svo sannarlega glaðst yfir þeim fréttum að Kyle MacLachlan mun snúa aftur í hlutverki rannsóknarlögrelumannsins Dale Cooper. 14. janúar 2015 10:30
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein