Náttsól er á mikilli siglingu þessa dagana en sveitin vann söngvakeppni framhaldsskólana í síðasta mánuði með laginu Hyperballad eftir söngkonuna Björk. Sveitin fékk stuttu seinna óvænt boð um að fara til Tyrklands til að keppa fyrir Íslands hönd í Vodafone Freezone High School Music Contest.
Keppninni var skipt upp og var keppt á milli framhaldsskólana í Tyrklandi og síðan á milli þjóða. Náttsól stóð uppi sem sigurvegari eftir langa keppni, en hún byrjaði á hádegi og var verðlaunaafhendingin klukkan átta um kvöldið enda 39 hljómsveitir sem þurftu að flytja lag sitt.
Hér má sjá þegar tilkynnt var um úrslit keppninnar.
„Davíð Lúther, fjölmiðlafulltrúi Gretu Salóme, þekkir eitthvað til þarna í Tyrklandi var beðin um að vera í dómnefnd og taka með sér hljómsveit sem gæti gert góða hluti úti. Hann veðjaði á okkur og það reyndist vera rétt ákvörðun, enda sigruðum við þessa skemmtilegu keppni,“ segir Guðrún Ólafsdóttir, söngkona í Náttsól.
„Þetta var virkilega skemmtilegt og gefur okkur gríðarlega reynslu að hafa farið til Tyrklands.“
Hér fyrir neðan má síðan sjá flutninginn sem tryggði Náttsól sigurinn í söngvakeppni framhaldsskólanna.
MH - Hyperballad from Sagafilm Productions on Vimeo.