Fótbolti

Aron Elís lagði upp jöfnunarmark Álasund

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron í búningi liðsins.
Aron í búningi liðsins. vísir/heimasíða Álasund
Aron Elís Þrándarson lagði upp jöfnunarmark Álasund gegn Start í norska boltanum í dag, en liðin skildu jöfn 1-1.

Chidiebere Nwakali kom Start yfir sem var án Guðmundar Kristjánssonar, en tólf mínútum fyrir leikslok jafnaði Edvard Skagestad eftir undirbúning Arons.

Aron kom inná sem varamaður á 70. mínútu og var búinn að leggja upp mark átta mínútum síðar. Adam Örn Arnarson og Daníel Leó Grétarsson voru ekki í leikmannahópi liðsins.

Álasund er í fjórtánda sætinu með átta stig, en Start er á botninum með fimm stig.

Hannes Þór Halldórsson hafði betur gegn Aroni Sigurðarsyni í Íslendingaslag í sömu deild, en þá vann Bodø/Glimt 2-1 sigur á Tromso.

Markalaust var í hálflek, en tvö mörk frá Milan Jevtovic skilaði Bodø sigri. Aron spilaði fyrstu 65 mínútur leiksins, en Hannes Þór Halldórsson stóð vaktina í marki Bodø.

Bodø er í ellefta sætinu með ellefu stig, en Tromso er í þrettánda sætinu með tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×