Norsk, hagkvæm og æsispennandi formúlustórslysamynd Atli Sigurjónsson skrifar 19. maí 2016 11:00 Leikhópur myndarinnar er sterkur og leikurunum tekst að gæða persónur sínar lífi og gera þær trúverðugar. Flóðbylgjan Leikstjóri: Roar Uthaugh Handrit: John Kåre Raake, Harald Rosenløw-Eeg Aðalhlutverk: Kristoffer Joner, Ane Dahl Torp, Jonas Hoff Oftebro Í fjallgörðum Noregs er talin vera raunveruleg hætta á skriðum sem geta valdið flóðbylgjum sem gætu sett heilu smábæina í kaf. Skiptar skoðanir eru um hversu mikil hættan er en þetta hefur gerst áður og byrjar myndin Flóðbylgjan á að sýna okkur það með samsafni af fréttamyndum frá skriðuföllum og fljóðbylgjum sem hafa orðið í Noregi á síðustu hundrað árum eða svo. Flóðbylgjan gerist í smábæ í Geirangursfirði og segir frá jarðfræðingnum Kristian sem vinnur við rannsóknir í firðinum en er nú að hætta, því hann er að fara að vinna fyrir stórt olíufyrirtæki. En á leiðinni úr bænum verður hann var við eitthvað sem fær hann til að sannfærast um að yfirvofandi hætta á flóðbylgju sé mikil. Lítið mark er tekið á athugasemdum hans í fyrstu en svo reynist grunur hans á rökum reistur og hefst þá kapphlaup við tímann til að koma öllum úr bænum. Í grunninn er Flóðbylgjan algjör formúlustórslysamynd. Hetjan er auðvitað sérfræðingur sem enginn hlustar á fyrst og þegar loksins er hlustað á hann er allt orðið of seint. Og auðvitað er hann fjölskyldufaðir og auðvitað gerist þetta daginn sem hann er að hætta. En leikstjóranum Roar Uthaugh tekst hér að sanna að þó að mynd fylgi algerlega formúlunni geti hún samt virkað. Það má segja að þessi mynd sé eins og raunsæja útgáfan af Hollywood-stórslysamynd. Atburðirnir í myndinni eru eitthvað sem raunverulega getur gerst og þótt atburðarásin sé kannski svolítið tilviljanakennd hegða persónurnar sér að mestu á trúverðugan máta ólíkt í myndum eins og 2012 og San Andreas. Tæknibrellur er ekki það sem þessi mynd gengur út á, þótt þær séu vissulega vel gerðar (sérstaklega miðað við að hér er um norska mynd að ræða sem kostaði líklega einn tíunda af því sem Hollywood-stórmyndir gera), heldur gengur allt út á að skapa og byggja upp spennu og halda áhorfandanum í heljargreipum. Myndin byggir upp hlutina hægt en nær manni vel og á endanum er maður alveg á nálum. Persónurnar í myndinni eru algjörar týpur beint af færibandinu en leikhópurinn er mjög sterkur og tekst öllum að gæða persónur sína lífi og gera týpurnar trúverðugar. Þetta er í raun mjög einföld mynd sem ætlar sér ekki of mikið og flækir ekki hlutina. Flóðbylgjan er laus við alla stæla og þar liggur styrkur hennar. Þetta er einföld saga um fjölskyldu sem reynir að lifa af hamfarir. Niðurstaða: Formúlustórslysamynd gerð á norskan og hagkvæman hátt. Myndin er laus við alla stæla og tekst fullkomlega það sem hún ætlar sér: Að gera áhorfandann spenntan. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Flóðbylgjan Leikstjóri: Roar Uthaugh Handrit: John Kåre Raake, Harald Rosenløw-Eeg Aðalhlutverk: Kristoffer Joner, Ane Dahl Torp, Jonas Hoff Oftebro Í fjallgörðum Noregs er talin vera raunveruleg hætta á skriðum sem geta valdið flóðbylgjum sem gætu sett heilu smábæina í kaf. Skiptar skoðanir eru um hversu mikil hættan er en þetta hefur gerst áður og byrjar myndin Flóðbylgjan á að sýna okkur það með samsafni af fréttamyndum frá skriðuföllum og fljóðbylgjum sem hafa orðið í Noregi á síðustu hundrað árum eða svo. Flóðbylgjan gerist í smábæ í Geirangursfirði og segir frá jarðfræðingnum Kristian sem vinnur við rannsóknir í firðinum en er nú að hætta, því hann er að fara að vinna fyrir stórt olíufyrirtæki. En á leiðinni úr bænum verður hann var við eitthvað sem fær hann til að sannfærast um að yfirvofandi hætta á flóðbylgju sé mikil. Lítið mark er tekið á athugasemdum hans í fyrstu en svo reynist grunur hans á rökum reistur og hefst þá kapphlaup við tímann til að koma öllum úr bænum. Í grunninn er Flóðbylgjan algjör formúlustórslysamynd. Hetjan er auðvitað sérfræðingur sem enginn hlustar á fyrst og þegar loksins er hlustað á hann er allt orðið of seint. Og auðvitað er hann fjölskyldufaðir og auðvitað gerist þetta daginn sem hann er að hætta. En leikstjóranum Roar Uthaugh tekst hér að sanna að þó að mynd fylgi algerlega formúlunni geti hún samt virkað. Það má segja að þessi mynd sé eins og raunsæja útgáfan af Hollywood-stórslysamynd. Atburðirnir í myndinni eru eitthvað sem raunverulega getur gerst og þótt atburðarásin sé kannski svolítið tilviljanakennd hegða persónurnar sér að mestu á trúverðugan máta ólíkt í myndum eins og 2012 og San Andreas. Tæknibrellur er ekki það sem þessi mynd gengur út á, þótt þær séu vissulega vel gerðar (sérstaklega miðað við að hér er um norska mynd að ræða sem kostaði líklega einn tíunda af því sem Hollywood-stórmyndir gera), heldur gengur allt út á að skapa og byggja upp spennu og halda áhorfandanum í heljargreipum. Myndin byggir upp hlutina hægt en nær manni vel og á endanum er maður alveg á nálum. Persónurnar í myndinni eru algjörar týpur beint af færibandinu en leikhópurinn er mjög sterkur og tekst öllum að gæða persónur sína lífi og gera týpurnar trúverðugar. Þetta er í raun mjög einföld mynd sem ætlar sér ekki of mikið og flækir ekki hlutina. Flóðbylgjan er laus við alla stæla og þar liggur styrkur hennar. Þetta er einföld saga um fjölskyldu sem reynir að lifa af hamfarir. Niðurstaða: Formúlustórslysamynd gerð á norskan og hagkvæman hátt. Myndin er laus við alla stæla og tekst fullkomlega það sem hún ætlar sér: Að gera áhorfandann spenntan.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira