Bíó og sjónvarp

John Malkovich kynnir mynd sem verður frumsýnd eftir 100 ár

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Leikarinn John Malkovich er á leið til Frakklands til þess að vera viðstaddur kvikmyndahátíðina í Cannes sem hefst í næstu viku. Það eitt og sér er auðvitað ekki mjög fréttnæmt en erindi hans í ár er vissulega forvitnilegt. Malkovich er nefnilega að kynna kvikmynd sem ekki verður sýnd fólki fyrr en að 100 árum liðnum. Það þýðir þá líklega að allir sem að myndinni koma og allir sem kynna á verkefnið fyrir á Cannes muni aldrei fá tækifæri til þess að sjá myndina.

Hér fyrir ofan má sjá stutta kynningu á verkefninu.

Það er áfengisframleiðandinn Louis XIII sem framleiðir myndina en henni er leikstýrt af Robert Rodriguez sem gerði meðan annars myndirnar Sin City og Grindhouse. Um er að ræða vísindaskáldsögu þar sem kvikmyndagerðarmennirnir reyna að spá fyrir hvernig heimurinn verði eftir eina öld.

Myndin verður geymd í læstum öryggisskáp sem ómögulegt verður að opna fyrr en árið 2115. Reiknað er með að hún verði sýnd í kvikmyndahúsum í nóvember það árið... verði kvikmyndahús ennþá til yfir höfuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×