Bíó og sjónvarp

McLovin hefur heldur betur breyst

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessi sló heldur betur í gegn.
Þessi sló heldur betur í gegn.
Það muna margir eftir grínmyndinni Superbad sem sló í gegn árið 2007. Myndin fjallaði um nokkra félaga sem höfðu þann draum að falla inn í hópinn og verða partur af „vinsæla“ hópnum í skólanum.

Einn karakter vakti sérstaka athygli og var það ungur drengur sem kallaði sig McLovin. Christopher Mintz-Plasse fór með það hlutverk og fór hann gjörsamlega á kostum.

Jonah Hill og Michael Cera fóru einnig með aðalhlutverkin í myndinni en myndin halaði inn 170 milljónum Bandaríkjadollurum á sínum tíma og var kostnaðurinn á bakvið myndina aðeins tuttugu milljónir dollara.

McLovin var nokkuð spaugilegur karakter en leikarinn lítur ekki alveg eins út í dag og hann gerði árið 2007. Hann hefur greinilega þroskast töluvert og er í dag orðinn fullorðinn. Hér að neðan má sjá hvernig kappinn lítur út í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×