Leikjavísir

Fjórir íslenskir leikir tilnefndir til verðlauna

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjórir íslenskir tölvuleikir voru í morgun tilnefndir til verðlana á Nordic Game verðlaunahátíðinni. Um er að ræða leikina Kingdom frá Licorice, EVE Gunjack frá CCP, Aaru's Awakening frá Lumenox Games og Box Island frá Radiant Games.

Kingdom er tilnefndur í flokkinum Besta listræna stjórnunin.

EVE Gunjack er tilnefndur í flokkinum Besta tæknin.

Aaru's Awakening er tilnefndur í flokkinum Besta hljóðið.

Box Island er tilnefndur í flokkinum Besta skemmtun fyrir alla.

Sjá einnig: Leikjaiðnaðurinn blómstrar á Íslandi.

Lista yfir allar tilnefningar má sjá hér á vef Nordic Game. Þar má finna leiki eins og Star Wars Battlefront, Just Cause 3, Badlands 2 og Angry Birds 2.

Kingdom Trailer EVE Gunjack Trailer Aaru's Awakening Trailer Box Island Trailer





Fleiri fréttir

Sjá meira


×