Ólafur, Erdogan og grænu grifflurnar Sif Sigmarsdóttir skrifar 23. apríl 2016 07:00 Segja má að fortíðin hafi bitið kanslara Þýskalands, Angelu Merkel, ærlega í rassinn á dögunum. Það var þaulsætinn stjórnmálamaður, forseti með mikilmennskubrjálæði og einvaldstilburði sem kom henni í klandur. Merkel ákvað í síðustu viku að verða við kröfu Recep Tayyip Erdogans, forseta Tyrklands, og heimila þýskum saksóknurum að höfða mál á hendur þýskum grínista fyrir að hæðast að forsetanum og fyrrverandi forsætisráðherranum. Svo mjög gramdist Erdogan gamanvísa grínista sem kyrjaði um að forsetinn kúgaði minnihlutahópa og ætti mök við geitur að hann fyrirskipaði lögfræðingum sínum að grafa upp rykugan, hálfgleymdan þýskan lagabókstaf frá árinu 1871 sem saminn var til að skýla viðkvæmum egóum hörundsárra konunga og síðar keisarans við gagnrýni. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir Merkel. Straumur flóttamanna til Þýskalands var farinn að valda kanslaranum pólitískum vandræðum. Nýverið gerði Evrópusambandið hins vegar samning við Tyrkland um að veita flóttamönnum skjól og létta þannig undir með Merkel. Nú virðist Þjóðverjum sem kanslarinn kasti fyrir róða tjáningarfrelsinu til að þóknast gerræðislegum forseta sem hefur pólitískt líf hennar í lúkunum en frá því að Erdogan tók við embættinu árið 2014 hefur hann höfðað 1.845 dómsmál gegn einstaklingum sem gefið er að sök að hafa móðgað hann.Með svartadauða í strætó Til að friða gagnrýnendur sína lýsti Merkel því yfir að hún hygðist afnema umrædd lög. Grínistinn sleppur þó ekki og gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist. Uppákoman sýnir að lagasöfn eru eins og fataskápar – það þarf að taka reglulega til í þeim. Rétt eins og neongrænu grifflurnar í efsta skáp sem hafa ekki verið notaðar síðan snemma á níunda áratugnum eru barn síns tíma eru lagabálkar veraldarinnar stútfullir af boðum og bönnum sem fara samtímanum jafn vel og herðapúðar og sítt að aftan. Flest eru þessi ákvæði sakleysisleg. Í Bretlandi er til dæmis bannað að:Klæðast brynju eða gefa upp öndina í breska þinginuLeyfa hundinum sínum að maka sig við hund í eigu einhvers innan bresku konungsfjölskyldunnarReisa svínastíu fyrir utan húsið sitt – nema hún sé hulin sjónumTaka strætó sé maður smitaður af svartadauðaMeðhöndla lax á grunsamlegan háttHafa umsjón með kúm eða hestum drukkinnSpila fjárhættuspil á bókasöfnum Ekki eru þó tímaskekkjurnar allar jafnkrúttlegar.Dóri DNA í fangelsi Við Íslendingar erum snyrtileg þjóð sem gerir reglulega vorhreingerningu í lagabálkum okkar. Árið 1989 voru til að mynda afnumin gömul lög um friðun snæhéra á Íslandi af þeirri augljósu ástæðu að hér á landi finnast engir snæhérar. Enn leynast þó nokkur pör af herðapúðum í fataskápnum. Ef t.d. Dóri DNA gerði grín að Erdogan Tyrklandsforseta gæti hann átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Í íslenskum hegningarlögum, líkt og í þeim þýsku, má finna ákvæði sem bannar að erlendir þjóðarleiðtogar séu smánaðir. Nokkrir þingmenn Vinstri grænna hafa nú brett upp ermar, sett sig í tiltektarstellingar og lagt til að lagaákvæðið verði fellt brott.En stundum þarf meira til en almenna tiltekt. Það var, alveg eins og Erdogan, þaulsætinn stjórnmálamaður, forseti haldinn mikilmennsku og með einvaldstilburði sem minnti okkur á í vikunni að stundum þarf að fara í Ikea og endurnýja skápinn sjálfan. Ólafi Ragnari Grímssyni er frjálst að gefa kost á sér í stól forseta Íslands þangað til veröldin ferst í ragnarökum. Óbeisluð löngun hans eftir forsetastólnum sjötta kjörtímabilið í röð er hins vegar áminning um að tími er til kominn að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins, meðal annars með það að markmiði að takmarka hve lengi forseti má sitja.Undir hvaða stól var frumvarpi stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá aftur stungið? Getur ekki einhver grafið það upp? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
Segja má að fortíðin hafi bitið kanslara Þýskalands, Angelu Merkel, ærlega í rassinn á dögunum. Það var þaulsætinn stjórnmálamaður, forseti með mikilmennskubrjálæði og einvaldstilburði sem kom henni í klandur. Merkel ákvað í síðustu viku að verða við kröfu Recep Tayyip Erdogans, forseta Tyrklands, og heimila þýskum saksóknurum að höfða mál á hendur þýskum grínista fyrir að hæðast að forsetanum og fyrrverandi forsætisráðherranum. Svo mjög gramdist Erdogan gamanvísa grínista sem kyrjaði um að forsetinn kúgaði minnihlutahópa og ætti mök við geitur að hann fyrirskipaði lögfræðingum sínum að grafa upp rykugan, hálfgleymdan þýskan lagabókstaf frá árinu 1871 sem saminn var til að skýla viðkvæmum egóum hörundsárra konunga og síðar keisarans við gagnrýni. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir Merkel. Straumur flóttamanna til Þýskalands var farinn að valda kanslaranum pólitískum vandræðum. Nýverið gerði Evrópusambandið hins vegar samning við Tyrkland um að veita flóttamönnum skjól og létta þannig undir með Merkel. Nú virðist Þjóðverjum sem kanslarinn kasti fyrir róða tjáningarfrelsinu til að þóknast gerræðislegum forseta sem hefur pólitískt líf hennar í lúkunum en frá því að Erdogan tók við embættinu árið 2014 hefur hann höfðað 1.845 dómsmál gegn einstaklingum sem gefið er að sök að hafa móðgað hann.Með svartadauða í strætó Til að friða gagnrýnendur sína lýsti Merkel því yfir að hún hygðist afnema umrædd lög. Grínistinn sleppur þó ekki og gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist. Uppákoman sýnir að lagasöfn eru eins og fataskápar – það þarf að taka reglulega til í þeim. Rétt eins og neongrænu grifflurnar í efsta skáp sem hafa ekki verið notaðar síðan snemma á níunda áratugnum eru barn síns tíma eru lagabálkar veraldarinnar stútfullir af boðum og bönnum sem fara samtímanum jafn vel og herðapúðar og sítt að aftan. Flest eru þessi ákvæði sakleysisleg. Í Bretlandi er til dæmis bannað að:Klæðast brynju eða gefa upp öndina í breska þinginuLeyfa hundinum sínum að maka sig við hund í eigu einhvers innan bresku konungsfjölskyldunnarReisa svínastíu fyrir utan húsið sitt – nema hún sé hulin sjónumTaka strætó sé maður smitaður af svartadauðaMeðhöndla lax á grunsamlegan háttHafa umsjón með kúm eða hestum drukkinnSpila fjárhættuspil á bókasöfnum Ekki eru þó tímaskekkjurnar allar jafnkrúttlegar.Dóri DNA í fangelsi Við Íslendingar erum snyrtileg þjóð sem gerir reglulega vorhreingerningu í lagabálkum okkar. Árið 1989 voru til að mynda afnumin gömul lög um friðun snæhéra á Íslandi af þeirri augljósu ástæðu að hér á landi finnast engir snæhérar. Enn leynast þó nokkur pör af herðapúðum í fataskápnum. Ef t.d. Dóri DNA gerði grín að Erdogan Tyrklandsforseta gæti hann átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Í íslenskum hegningarlögum, líkt og í þeim þýsku, má finna ákvæði sem bannar að erlendir þjóðarleiðtogar séu smánaðir. Nokkrir þingmenn Vinstri grænna hafa nú brett upp ermar, sett sig í tiltektarstellingar og lagt til að lagaákvæðið verði fellt brott.En stundum þarf meira til en almenna tiltekt. Það var, alveg eins og Erdogan, þaulsætinn stjórnmálamaður, forseti haldinn mikilmennsku og með einvaldstilburði sem minnti okkur á í vikunni að stundum þarf að fara í Ikea og endurnýja skápinn sjálfan. Ólafi Ragnari Grímssyni er frjálst að gefa kost á sér í stól forseta Íslands þangað til veröldin ferst í ragnarökum. Óbeisluð löngun hans eftir forsetastólnum sjötta kjörtímabilið í röð er hins vegar áminning um að tími er til kominn að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins, meðal annars með það að markmiði að takmarka hve lengi forseti má sitja.Undir hvaða stól var frumvarpi stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá aftur stungið? Getur ekki einhver grafið það upp?
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun