Óhljóðalýður Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 26. apríl 2016 07:00 Spánverjar eru hávaðamenn svo miklir að minni arnfirsku og stóísku ró stendur vart lengur á sama. Nú um helgina fór ég á bæjarhátíð í bæ konu minnar. Til að sýna lit, fór ég til kirkju sem alla jafna ætti að vera friðsamleg stund. En þar stóðu skrúðklæddir menn og börðu sneriltrommur af svo miklum móð að ég heyrði ekki hugsanir mínar. Svo frumlega tónlist hef ég ekki heyrt frá því að Logi fóstbróðir minn dansaði á fjórum fótum og söng rússneska kvæðið Kalinka. Þegar komið var úr kirkju var haldin flugeldasýning um hábjartan dag svo ekki sást logi á lofti en hins vegar skutu sprengingar skelk í bringu. Þá var sest að veisluborðum í fullum hundrað manna sal. Spánverjar eru þeim gáfum gæddir að geta hlustað meðan þeir tala svo þar sem hundrað Spánverjar sitja að spjalli standa jafnan hundrað munnræpur upp í loft samtímis. Hefði Jón Leifs kynnst hávaða þessum hefði hann örugglega samið tónverk fyrir fiðlu, járnsög og tvo Spánverja. Ég var því fegnastur að komast heim og geta lagt mig. Um morguninn vaknaði ég árla dags og naut þess að þorpsbúar lágu í þynnku sinni. Það heyrðist því ekki annað en fuglasöngur frá svölum mínum svo ég ákvað að bregða mér í göngutúr og jafna mig eftir hávaðann. Þegar ég opna dyrnar rýkur hins vegar á mig hávaði úr þokulúðri miklum. Þar var kominn bakarinn að bjóða nýbakað brauð sitt og þar sem tengdamóðir mín er fastakúnni þýddi ekkert að læðast með veggjum. Er ég orðinn svo hvekktur af óhljóðunum að ég er að velta því fyrir mér að hverfa heim til Íslands og kaupa mér hús á Hellu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun
Spánverjar eru hávaðamenn svo miklir að minni arnfirsku og stóísku ró stendur vart lengur á sama. Nú um helgina fór ég á bæjarhátíð í bæ konu minnar. Til að sýna lit, fór ég til kirkju sem alla jafna ætti að vera friðsamleg stund. En þar stóðu skrúðklæddir menn og börðu sneriltrommur af svo miklum móð að ég heyrði ekki hugsanir mínar. Svo frumlega tónlist hef ég ekki heyrt frá því að Logi fóstbróðir minn dansaði á fjórum fótum og söng rússneska kvæðið Kalinka. Þegar komið var úr kirkju var haldin flugeldasýning um hábjartan dag svo ekki sást logi á lofti en hins vegar skutu sprengingar skelk í bringu. Þá var sest að veisluborðum í fullum hundrað manna sal. Spánverjar eru þeim gáfum gæddir að geta hlustað meðan þeir tala svo þar sem hundrað Spánverjar sitja að spjalli standa jafnan hundrað munnræpur upp í loft samtímis. Hefði Jón Leifs kynnst hávaða þessum hefði hann örugglega samið tónverk fyrir fiðlu, járnsög og tvo Spánverja. Ég var því fegnastur að komast heim og geta lagt mig. Um morguninn vaknaði ég árla dags og naut þess að þorpsbúar lágu í þynnku sinni. Það heyrðist því ekki annað en fuglasöngur frá svölum mínum svo ég ákvað að bregða mér í göngutúr og jafna mig eftir hávaðann. Þegar ég opna dyrnar rýkur hins vegar á mig hávaði úr þokulúðri miklum. Þar var kominn bakarinn að bjóða nýbakað brauð sitt og þar sem tengdamóðir mín er fastakúnni þýddi ekkert að læðast með veggjum. Er ég orðinn svo hvekktur af óhljóðunum að ég er að velta því fyrir mér að hverfa heim til Íslands og kaupa mér hús á Hellu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun