Öflug fluga í köld vötn að vori Karl Lúðvíksson skrifar 26. apríl 2016 11:18 Mobuto er afskaplega gjöful fluga í silung og sérstaklega á vorin Mynd: www.veidiflugur.is Núna eru vötnin ennþá köld og silungurinn getur legið ansi djúpt niðri og til þess að ná honum þarf að hafa réttu fluguna. Það eru nokkrar flugur sem eru betri en aðrar svona í upphafi veiðitímabilsins og ein af þeim sem er mjög vinsæl og jafnramt gjöful er fluga sem er kölluð Mobuto. Mobuto er efnið sem er notað í hana, svona svipað og Peacock heitir eftir páfuglsfjöðrum sem hún er hnýtt úr. Það eru til nokkrar útgáfur af flugunni en þær tvær algengustu eru annars vegur sú að vefja einu sinni efni fram á búkinn en þá verður flugan grönn. Síðan er það sú aðferð að vefja hana trisvar til þrisvar og þá á stuttan krók sem gerir hana feita eins og kuðung en það er nákvæmlega það sem verið er að líkja eftir. Þegar þessi fluga er notuð, sérstaklega fyrstu vikurnar í veiði, er besta aðferðin að nota langan taum eina og hálfa stangarlengd og leyfa flugunni að sökkva vel. Síðan er dregið löturhægt inn. Þetta virkar mjög vel t.d. í Þingvallavatni og er kuðungableikjar sem dæmi mjög gráðug í þessa flugu þegar henni er rétt beitt. Ef þú ert að veiða í djúpum vötnum getur líka verið gott að vefja einn umgang af blýi til að þyngja hana eða nota kúluhaus. Hvort tveggja virkar mjög vel. Mest lesið Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Svæði IV í Stóru Laxá komið í gang Veiði Ágæt opnun í Veiðivötnum þrátt fyrir rok Veiði Affall og Þverá fara ágætlega af stað Veiði Fleiri útboð á döfinni Veiði Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiði Laxinn er mættur í Elliðaárnar Veiði
Núna eru vötnin ennþá köld og silungurinn getur legið ansi djúpt niðri og til þess að ná honum þarf að hafa réttu fluguna. Það eru nokkrar flugur sem eru betri en aðrar svona í upphafi veiðitímabilsins og ein af þeim sem er mjög vinsæl og jafnramt gjöful er fluga sem er kölluð Mobuto. Mobuto er efnið sem er notað í hana, svona svipað og Peacock heitir eftir páfuglsfjöðrum sem hún er hnýtt úr. Það eru til nokkrar útgáfur af flugunni en þær tvær algengustu eru annars vegur sú að vefja einu sinni efni fram á búkinn en þá verður flugan grönn. Síðan er það sú aðferð að vefja hana trisvar til þrisvar og þá á stuttan krók sem gerir hana feita eins og kuðung en það er nákvæmlega það sem verið er að líkja eftir. Þegar þessi fluga er notuð, sérstaklega fyrstu vikurnar í veiði, er besta aðferðin að nota langan taum eina og hálfa stangarlengd og leyfa flugunni að sökkva vel. Síðan er dregið löturhægt inn. Þetta virkar mjög vel t.d. í Þingvallavatni og er kuðungableikjar sem dæmi mjög gráðug í þessa flugu þegar henni er rétt beitt. Ef þú ert að veiða í djúpum vötnum getur líka verið gott að vefja einn umgang af blýi til að þyngja hana eða nota kúluhaus. Hvort tveggja virkar mjög vel.
Mest lesið Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Svæði IV í Stóru Laxá komið í gang Veiði Ágæt opnun í Veiðivötnum þrátt fyrir rok Veiði Affall og Þverá fara ágætlega af stað Veiði Fleiri útboð á döfinni Veiði Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiði Laxinn er mættur í Elliðaárnar Veiði