„Erum eins og pönkararnir“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 12. apríl 2016 13:55 Sveitin hefur aðeins starfað saman í tæpa fimm mánuði. Vísir Laugardaginn var bættist hljómsveitin Hórmónar í hóp þeirra sveita sem unnið hafa Músíktilraunir. Ljóst er að heiðurinn er mikill því tilraunirnar veita hljómsveitum stökkpall upp á efri stig tónlistarhringiðunnar hér á landi og jafnvel víðar. Það fer svo eftir því hvernig hljómsveitirnar nýta þetta tækifæri hvort þær nái að framlengja sviðsljósið sem sigrinum fylgir eður ei. Það hafa til dæmis nokkrar sigursveitir síðustu ára gert vel. Þar nægir að nefna Of Monsters and Men, Agent Fresco, Mammút, Vök, Samaris og Bróðir Svartúlfs (síðar Úlfur Úlfur). Færri muna þó líklegast eftir sveitunum RetRoBot, Shogun og The Foreign Monkeys sem eru einnig á meðal sigursveita síðustu tíu ára. Lítið hefur farið fyrir sigurvegurum síðustu tveggja ára en fullsnemmt er að afskrifa sveitirnar Vio sem vann 2014 og Rythmatik sem vann í fyrra þar sem sú hefð hefur myndast hjá sigurvegurum Músíktilrauna síðastliðin ár að gefa sér góðan tíma og vanda til verka fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu. Boltinn liggur því nú hjá nýkrýndum þrítugustu og fjórðu sigurvegurum tilraunanna sem eru enn að jafna sig eftir sigurinn á laugardaginn. Óhætt er að segja að sigurinn hafi komið meðlimum á óvart þar sem sveitin var stofnuð síðastliðinn desember og hafði aldrei áður leikið á tónleikum fyrir tilraunirnar.Fíla Sonic Youth og MammútHórmóna skipa þrjár stelpur og tveir strákar úr Garðabænum sem eru öll rétt rúmlega tvítug. Tvær stúlknanna og einn af piltunum eiga það sameiginlegt að vera börn leikara. En það sem gerir sveitina enn athyglisverðari er að liðsmenn hennar eru flestir að spila á hljóðfæri sem þau eru ekki vön að gera. „Bassaleikarinn okkar lærði á túbu í tíu ár,“ segir Brynhildur Karlsdóttir söngkona sem einnig hreppti söngvaraverðlaun þessara tilrauna. „Gítarleikarinn okkar er sjálflærð á kassagítar og hafði aldrei snert rafmagnsgítar áður. Trommarinn okkar er sá eini sem hefur verið að æfa sig á sitt hljóðfæri síðan hann var tíu ára. Saxafónleikarinn okkar lærði eitthvað pínu en hefur mest verið að leika sér sjálfur.“ Hér sannast því enn og aftur lífsregla Einars Arnars Benediktssonar Sykurmola sem sagði svo eftirminnilega í heimildamyndinni Rokk í Reykjavík að það skipti ekki máli hvað maður kynni, heldur hvað maður geri. „Við erum svolítið eins og pönkararnir. Þeir kunnu ekkert á hljóðfærin sín en bara æfðu sig. Það er það sem við höfum verið að gera.“ Aðspurð um áhrifavalda er fátt um svör nema að liðsmenn hafi flestir hverjir rætur til rokksins og hlusti á Sonic Youth. Einnig viðurkennir Brynhildur fúslega að vera mikill aðdáandi Mammút sem gerði það að taka við söngverðlaunum úr höndum Katrínu Mogensen að einstakri upplifun.Hórmónar og fjölskyldur. Hér má m.a. glitta í leikarana Karl Ágúst Úlfsson, Berg Þór Ingólfsson og Jóhann Sigurðsson.Vísir/EinkasafnÞakklát pabbaBrynhildur þakkar föður sínum, Karli Ágúst Úlfssyni, fyrir söngáhuga sinn en hún er að mestu ólærð. „Ég var víst alltaf að syngja sem barn. Það var alltaf sungið í öllum útileigum og bíltúrum. Við pabbi höfum svo oft samið saman lög og búið til bull-texta.“ Brynhildur segir mikinn hug vera í Hórmónum og að sveitin stefni á að fara sem fyrst í hljóðver til þess að taka upp lag fyrir sumarið. Einnig er stefnt á að fara aftur inn í bílskúrinn til þess að æfa og semja sem sé nauðsynlegt, sérstaklega í ljósi þess að sveitin á aðeins fjögur lög á lager sem stendur. „Við erum náttúrulega núna bara alveg bilað þakklát. Maður þorir ekki að láta sig dreyma um vera í hljómsveit og ná árangri, þetta er svo óraunverulegt. Þetta er undirliggjandi draumur hjá okkur öllum sem maður hefur varla þorað að setja í orð því þetta er harður heimur. Þetta tækifæri er ómetanlegt.“ Hórmóna skipa ásamt Brynhildi; Urður Bergsdóttir sem syngur og plokkar bassa, Örn Gauti Jóhannsson sem trommar, Katrín Guðbjartsdóttir á gítar og Hjalti Torfason sem leikur á saxafón. Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Laugardaginn var bættist hljómsveitin Hórmónar í hóp þeirra sveita sem unnið hafa Músíktilraunir. Ljóst er að heiðurinn er mikill því tilraunirnar veita hljómsveitum stökkpall upp á efri stig tónlistarhringiðunnar hér á landi og jafnvel víðar. Það fer svo eftir því hvernig hljómsveitirnar nýta þetta tækifæri hvort þær nái að framlengja sviðsljósið sem sigrinum fylgir eður ei. Það hafa til dæmis nokkrar sigursveitir síðustu ára gert vel. Þar nægir að nefna Of Monsters and Men, Agent Fresco, Mammút, Vök, Samaris og Bróðir Svartúlfs (síðar Úlfur Úlfur). Færri muna þó líklegast eftir sveitunum RetRoBot, Shogun og The Foreign Monkeys sem eru einnig á meðal sigursveita síðustu tíu ára. Lítið hefur farið fyrir sigurvegurum síðustu tveggja ára en fullsnemmt er að afskrifa sveitirnar Vio sem vann 2014 og Rythmatik sem vann í fyrra þar sem sú hefð hefur myndast hjá sigurvegurum Músíktilrauna síðastliðin ár að gefa sér góðan tíma og vanda til verka fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu. Boltinn liggur því nú hjá nýkrýndum þrítugustu og fjórðu sigurvegurum tilraunanna sem eru enn að jafna sig eftir sigurinn á laugardaginn. Óhætt er að segja að sigurinn hafi komið meðlimum á óvart þar sem sveitin var stofnuð síðastliðinn desember og hafði aldrei áður leikið á tónleikum fyrir tilraunirnar.Fíla Sonic Youth og MammútHórmóna skipa þrjár stelpur og tveir strákar úr Garðabænum sem eru öll rétt rúmlega tvítug. Tvær stúlknanna og einn af piltunum eiga það sameiginlegt að vera börn leikara. En það sem gerir sveitina enn athyglisverðari er að liðsmenn hennar eru flestir að spila á hljóðfæri sem þau eru ekki vön að gera. „Bassaleikarinn okkar lærði á túbu í tíu ár,“ segir Brynhildur Karlsdóttir söngkona sem einnig hreppti söngvaraverðlaun þessara tilrauna. „Gítarleikarinn okkar er sjálflærð á kassagítar og hafði aldrei snert rafmagnsgítar áður. Trommarinn okkar er sá eini sem hefur verið að æfa sig á sitt hljóðfæri síðan hann var tíu ára. Saxafónleikarinn okkar lærði eitthvað pínu en hefur mest verið að leika sér sjálfur.“ Hér sannast því enn og aftur lífsregla Einars Arnars Benediktssonar Sykurmola sem sagði svo eftirminnilega í heimildamyndinni Rokk í Reykjavík að það skipti ekki máli hvað maður kynni, heldur hvað maður geri. „Við erum svolítið eins og pönkararnir. Þeir kunnu ekkert á hljóðfærin sín en bara æfðu sig. Það er það sem við höfum verið að gera.“ Aðspurð um áhrifavalda er fátt um svör nema að liðsmenn hafi flestir hverjir rætur til rokksins og hlusti á Sonic Youth. Einnig viðurkennir Brynhildur fúslega að vera mikill aðdáandi Mammút sem gerði það að taka við söngverðlaunum úr höndum Katrínu Mogensen að einstakri upplifun.Hórmónar og fjölskyldur. Hér má m.a. glitta í leikarana Karl Ágúst Úlfsson, Berg Þór Ingólfsson og Jóhann Sigurðsson.Vísir/EinkasafnÞakklát pabbaBrynhildur þakkar föður sínum, Karli Ágúst Úlfssyni, fyrir söngáhuga sinn en hún er að mestu ólærð. „Ég var víst alltaf að syngja sem barn. Það var alltaf sungið í öllum útileigum og bíltúrum. Við pabbi höfum svo oft samið saman lög og búið til bull-texta.“ Brynhildur segir mikinn hug vera í Hórmónum og að sveitin stefni á að fara sem fyrst í hljóðver til þess að taka upp lag fyrir sumarið. Einnig er stefnt á að fara aftur inn í bílskúrinn til þess að æfa og semja sem sé nauðsynlegt, sérstaklega í ljósi þess að sveitin á aðeins fjögur lög á lager sem stendur. „Við erum náttúrulega núna bara alveg bilað þakklát. Maður þorir ekki að láta sig dreyma um vera í hljómsveit og ná árangri, þetta er svo óraunverulegt. Þetta er undirliggjandi draumur hjá okkur öllum sem maður hefur varla þorað að setja í orð því þetta er harður heimur. Þetta tækifæri er ómetanlegt.“ Hórmóna skipa ásamt Brynhildi; Urður Bergsdóttir sem syngur og plokkar bassa, Örn Gauti Jóhannsson sem trommar, Katrín Guðbjartsdóttir á gítar og Hjalti Torfason sem leikur á saxafón.
Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp