Gef dánum ró en hinum líkn sem lifa Helgi Þorláksson skrifar 14. apríl 2016 07:00 Við Kirkjustræti í Reykjavík, nánar tiltekið þar sem var bílastæði fyrir sunnan Landsímahúsið við Austurvöll, er verið að grafa upp mannabein til að rýma fyrir hóteli. Á það var bent í ræðu og riti árið 2013, þegar fyrirhugaðar hótelframkvæmdir voru kynntar, að þarna var hluti af kirkjugarði Reykvíkinga. Hann náði frá Aðalstræti og líklega allt að núverandi Austurvelli og er trúlegt að upphaf hans megi rekja hátt í 1000 ár aftur í tímann. Mál er að staldra við og hugleiða sinn gang. Eins og staðan er virðist stefna borgaryfirvalda vera: Burt með forfeður og formæður, ferðamenn þurfa pláss. Á sínum tíma datt fjárfesti nokkrum í hug að þarna væri vænlegt að reisa stórt hótel og borgaryfirvöld gengu til samstarfs við hann um skipulag og hönnun. Málið var þá kynnt þannig að fyrirhuguðu hóteli fylgdu veitingastaðir og meira „líf“ í Miðbænum. Alþingi mótmælti þessum fyrirætlunum kröftuglega og hátt í 18.000 manns skrifuðu undir mótmæli. Borgaryfirvöld töldu sig hins vegar bundin af úreltu deiliskipulagi Kvosarinnar, frá 1987. Spurningin er hvort „fundur“ kirkjugarðsins við Landsímahúsið breyti ekki skipulagsforsendum. Og jafnvel þótt svo væri ekki lögformlega væri ástæða til að hugleiða virðingu við hina framliðnu. Kirkjugarðurinn var notaður fram til 1838 og talið er að enn á seinni hluta 19. aldar hafi verið jarðað fólk, þar sem núna er verið að grafa upp bein. En legsteinar molna og minningar hverfa. Þegar svo stendur á er gamall og góður siður að sýna kirkjugörðum virðingu, setja upp minningarmark um hina framliðnu og leyfa lifendum að njóta þess friðar sem hinum framliðnu er veittur. Það er gert með því að gefa lifendum kost á útivist í garðinum. Þannig hefur verið farið að í þeim hluta garðsins sem snýr að Aðalstræti og er ýmist kallaður Fógetagarður eða Víkurgarður.Smíðina ber að endurskoða Illu heilli er þar fyrirhuguð aðalaðkoma að umræddu hóteli í nýju húsi sem rísa skal meðfram Kirkjustræti þar sem beinin finnast. Smíði þessa stórhýsis ber að endurskoða í ljósi beinanna. Borgaryfirvöld ættu að vera fús til viðræðna um þetta enda hefur heldur sljákkað í þeim sem telja að áköf uppbygging hótela í Kvosinni sé heilladrjúg. Henni fylgir einsleitni og ofurfjöldi erlendra ferðamanna á þröngu svæði. Ekki er ætlandi að þeir komi til landsins til að skoða hótel og aðra ferðamenn og yrði varla í óþökk þeirra að hótelum væri dreift nokkuð um borgarlandið. Stöldrum við og hugleiðum okkar gang. Beinagrindurnar sem þegar hafa verið grafnar upp mætti rannsaka og hugsanlega taka sýni en síðan mætti koma þeim fyrir aftur á sínum stað. Að svo búnu mætti slétta yfir, setja upp minningarmark og opna útivistarsvæði á milli Fógetagarðs og Austurvallar, öllum til ánægju, líka erlendum ferðamönnum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Við Kirkjustræti í Reykjavík, nánar tiltekið þar sem var bílastæði fyrir sunnan Landsímahúsið við Austurvöll, er verið að grafa upp mannabein til að rýma fyrir hóteli. Á það var bent í ræðu og riti árið 2013, þegar fyrirhugaðar hótelframkvæmdir voru kynntar, að þarna var hluti af kirkjugarði Reykvíkinga. Hann náði frá Aðalstræti og líklega allt að núverandi Austurvelli og er trúlegt að upphaf hans megi rekja hátt í 1000 ár aftur í tímann. Mál er að staldra við og hugleiða sinn gang. Eins og staðan er virðist stefna borgaryfirvalda vera: Burt með forfeður og formæður, ferðamenn þurfa pláss. Á sínum tíma datt fjárfesti nokkrum í hug að þarna væri vænlegt að reisa stórt hótel og borgaryfirvöld gengu til samstarfs við hann um skipulag og hönnun. Málið var þá kynnt þannig að fyrirhuguðu hóteli fylgdu veitingastaðir og meira „líf“ í Miðbænum. Alþingi mótmælti þessum fyrirætlunum kröftuglega og hátt í 18.000 manns skrifuðu undir mótmæli. Borgaryfirvöld töldu sig hins vegar bundin af úreltu deiliskipulagi Kvosarinnar, frá 1987. Spurningin er hvort „fundur“ kirkjugarðsins við Landsímahúsið breyti ekki skipulagsforsendum. Og jafnvel þótt svo væri ekki lögformlega væri ástæða til að hugleiða virðingu við hina framliðnu. Kirkjugarðurinn var notaður fram til 1838 og talið er að enn á seinni hluta 19. aldar hafi verið jarðað fólk, þar sem núna er verið að grafa upp bein. En legsteinar molna og minningar hverfa. Þegar svo stendur á er gamall og góður siður að sýna kirkjugörðum virðingu, setja upp minningarmark um hina framliðnu og leyfa lifendum að njóta þess friðar sem hinum framliðnu er veittur. Það er gert með því að gefa lifendum kost á útivist í garðinum. Þannig hefur verið farið að í þeim hluta garðsins sem snýr að Aðalstræti og er ýmist kallaður Fógetagarður eða Víkurgarður.Smíðina ber að endurskoða Illu heilli er þar fyrirhuguð aðalaðkoma að umræddu hóteli í nýju húsi sem rísa skal meðfram Kirkjustræti þar sem beinin finnast. Smíði þessa stórhýsis ber að endurskoða í ljósi beinanna. Borgaryfirvöld ættu að vera fús til viðræðna um þetta enda hefur heldur sljákkað í þeim sem telja að áköf uppbygging hótela í Kvosinni sé heilladrjúg. Henni fylgir einsleitni og ofurfjöldi erlendra ferðamanna á þröngu svæði. Ekki er ætlandi að þeir komi til landsins til að skoða hótel og aðra ferðamenn og yrði varla í óþökk þeirra að hótelum væri dreift nokkuð um borgarlandið. Stöldrum við og hugleiðum okkar gang. Beinagrindurnar sem þegar hafa verið grafnar upp mætti rannsaka og hugsanlega taka sýni en síðan mætti koma þeim fyrir aftur á sínum stað. Að svo búnu mætti slétta yfir, setja upp minningarmark og opna útivistarsvæði á milli Fógetagarðs og Austurvallar, öllum til ánægju, líka erlendum ferðamönnum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun