AC/DC og GNR sameinuðust á sviði Coachella Birgir Örn Steinarsson skrifar 18. apríl 2016 14:09 Fyrir helgi bárust þungarokksheimum þær undarlegu fregnir að Axl Rose úr Guns N‘ Roses hefði verið ráðinn nýr söngvari AC/DC, í það minnsta tímabundið. Ástæðan er sú að Brian Johnson sem starfað hefur með sveitinni síðan 1980 hefur verið skipað af læknum að leggja rokkið á hilluna vilji hann halda heyrninni. Það hefur nú verið staðfest á heimasíðu AC/DC að Axl Rose mun koma fram með sveitinni og klára þá tólf tónleika sem sveitin átti eftir á núverandi tónleikaferð sinni. Fréttirnar hafa valdið aðdáendum beggja sveita nokkrum áhyggjum. Aðdáendur Guns N‘Roses óttast að þetta gæti trufla plön GNR þar sem allir upprunalegu liðsmenn þeirrar sveitar (nema Izzy Stradlin) hafa nýverið grafið stríðsöxina og tekið upp þráðinn að nýju. Aðdáendur AC/DC spyrja sig hvort rödd Rose passi mögulega við tónlistina. Það virðist þó ekki vera nein ástæða til þess að örvænta þar sem Guns N‘Roses hefur nú gefið það út að tónleikaferð þeirra hefjist ekki fyrr en í lok júní eða nokkrum vikum eftir að AC/DC klárar sína tónleikaferð. Gestir Coachella tónlistarhátíðarinnar, sem fram fór í Kaliforníu um helgina, fengu svo óvænt smjörþefinn af því hvernig rödd Rose hljómar með lögum AC/DC þegar gítarleikarinn Angus Young steig á svið með Guns N‘Roses sem lék með honum lögin „Riff Raff“ og „Whole Lotta Rosie“ sem bæði eru úr lagabanka áströlsku rokksveitarinnar. Athygli vakti einnig að Axl Rose sat alla tónleikana í sérsmíðuðum stól en hann meiddist nýverið á fæti. Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Fyrir helgi bárust þungarokksheimum þær undarlegu fregnir að Axl Rose úr Guns N‘ Roses hefði verið ráðinn nýr söngvari AC/DC, í það minnsta tímabundið. Ástæðan er sú að Brian Johnson sem starfað hefur með sveitinni síðan 1980 hefur verið skipað af læknum að leggja rokkið á hilluna vilji hann halda heyrninni. Það hefur nú verið staðfest á heimasíðu AC/DC að Axl Rose mun koma fram með sveitinni og klára þá tólf tónleika sem sveitin átti eftir á núverandi tónleikaferð sinni. Fréttirnar hafa valdið aðdáendum beggja sveita nokkrum áhyggjum. Aðdáendur Guns N‘Roses óttast að þetta gæti trufla plön GNR þar sem allir upprunalegu liðsmenn þeirrar sveitar (nema Izzy Stradlin) hafa nýverið grafið stríðsöxina og tekið upp þráðinn að nýju. Aðdáendur AC/DC spyrja sig hvort rödd Rose passi mögulega við tónlistina. Það virðist þó ekki vera nein ástæða til þess að örvænta þar sem Guns N‘Roses hefur nú gefið það út að tónleikaferð þeirra hefjist ekki fyrr en í lok júní eða nokkrum vikum eftir að AC/DC klárar sína tónleikaferð. Gestir Coachella tónlistarhátíðarinnar, sem fram fór í Kaliforníu um helgina, fengu svo óvænt smjörþefinn af því hvernig rödd Rose hljómar með lögum AC/DC þegar gítarleikarinn Angus Young steig á svið með Guns N‘Roses sem lék með honum lögin „Riff Raff“ og „Whole Lotta Rosie“ sem bæði eru úr lagabanka áströlsku rokksveitarinnar. Athygli vakti einnig að Axl Rose sat alla tónleikana í sérsmíðuðum stól en hann meiddist nýverið á fæti.
Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira