Flótti og frelsi Bergur Ebbi skrifar 1. apríl 2016 07:00 Ég held að allir sem hlaupi maraþon séu á flótta. Ég er ekki að segja að það sé algengt að fólk fremji glæp við rásmarkið og sé þess vegna hlaupandi næstu fjórar klukkustundirnar (þó að það hafi eflaust gerst einhverntímann). Ég held að þetta sé bara stóri flóttinn – ekkert hræðilegur þannig séð – eirðarleysið og þráin eftir að vera á hreyfingu og ferðast milli staða. Þó að ég sé heimakær finnst mér gott að geta ferðast. Íslendingar eru vanir ferðafrelsi. Við erum ekki útilokuð neins staðar. Við tilheyrum forréttindahópi. Aðeins smærri hluti heimsbyggðar nýtur þessara gæða. Það er því bara einhver rómantík sem fær mig sífellt til að hugsa hvert ég myndi flýja ef ég yrði ríkisfangslaus. Maður veit aldrei ævi sína fyrr en öll er. Kannski verður Davíð Oddsson kjörinn forseti og þá er nú alveg líklegra en ekki að maður leysi vegabréfið sitt upp í sýru, pakki helstu nauðsynjum ofan í sjópoka og sæki um pólitískt hæli einhverstaðar. Hvert ætti maður að fara?Sniglaveisla við Signubakka Frakkland hefur orðspor sem griðastaður. Þar hafa ýmsir flóttamenn dvalið, meðal annars Lenín og Roman Polanski. Kannski ætti maður að forðast að flýja þangað því það gæti túlkast sem yfirlýsing um óhreint mjöl. Það sama á við um Brasilíu og fleiri lönd í Suður-Ameríku þar sem nasistar földu sig í þykkninu – sem er synd því það er lokkandi tilhugsun að pólitískt flóttamannanef manns verði glansandi og póstkassarautt síðustu æviárin. Ef maður hugsar þetta eingöngu út frá landafræði þá væru Bandaríkin besti kosturinn. Þar er allt sem hugurinn girnist veðurlega séð: sólarstrendur, frískt fjallaloft, bleikir akrar og slegin tún en líka himinháir skýjakljúfar, afstæðiskenningar, djass og fokk. Það fylgir því samt uppgjöf að vera flóttamaður í Bandaríkjunum. Amerískir ríkisborgarar þurfa að heilsa flagginu og hata kommúnisma, sem enginn góður og gegn intellektúal getur samþykkt. Rússland er hins vegar álitlegt land fyrir gáfumenni. Þar gera menn vel við pólitíska flóttamenn frá Vesturlöndum. Koma þeim fyrir í panilklæddum hótelherbergjum og dusta af þeim rykið með fjaðurbursta. Þar dvelur nú Edward Snowden og er hægt og rólega að aflíkamnast og breytast í hugmyndafræðilega Skype-vél sem útvarpað er á ráðstefnur siðfræðinga um víða veröld. Þessi neó-kaldastríðsismi er eitt af því rosalegasta sem er í gangi í heiminum í dag en ég held að maður yrði fljótt brjálaður ef maður væri flóttamaður í Rússlandi. Að vísu held ég að hið rússneska brjálæði sé fegurst allra brjálæða og eru Mæjakofskí, Tsvetæfa, Jesenín og allt inntekið stryknín þeirrar álfu vitnisburður þess.Julian Assange í kassa Svo er það Bretland sem er líka sæmilega innréttað land fyrir gáfumenn. Þar getur maður hangið með spennandi flóttamönnum eins og Julian Assange, sem lítur út eins og hann sé úr postulíni. Enda er hann geymdur í stofufangelsi í sendiráði Ekvador í London og líklega settur ofan í kassa með frauðplastkúlum á nóttunni með Sony Vaio-fartölvuna í kassa við hliðina. Stofufangelsi er kannski eina raunhæfa útlegðin ef maður er í Bretlandi. Ekki er veðrið til þess fallið að eyða tíma utandyra. En ekki fer maður að kvarta yfir veðri verandi frá Íslandi? Jú, auðvitað kvartar maður. Í því er frelsið fólgið. Það hlýtur að vera hægt að finna land sem hefur þetta allt: gott veður, aðgengi að sjó, hátt gáfnastig, dýpt, sögu, menningu og pólitískt hlutleysi í köldum imperíalisma heimsins. Það er til. Það heitir Grikkland. Hið eilífa dvalarheimili dekadentista. Þar sem Byron lávarður dó úr hitasótt saddur lífdaga (reyndar bara 36 ára, en samt svimandi saddur) eftir að hafa hrakist frá Englandi til Frakklands og þaðan til Ítalíu í leit að frjálsari ástríðum og nautnum. En Grikkir eiga reyndar fullt í fangi. Það er talið að 70.000 hælisleitendur séu fastir á Grikklandi núna. Ekki endilega vegna þess að Grikkland sé fyrirheitna landið heldur vegna þess að til Evrópu streyma fleiri flóttamenn en áður hefur þekkst og Grikkland, með sínum mörgu eyjum, er fyrsta strandhöggið. Kannski er það kaldhæðnislegt að í þessu sama landi mætist forréttindapésar, siðfallnir úr efsta freyðilagi samfélagsins og stríðskúgaðir borgararnir í hundraðþúsundavís. Maður spyr sig hvort þar sé pláss fyrir einn í viðbót: lítinn Einar Áskel sem hrasaði á þykkri stofumottunni á folkehjemmetinu og hruflaði á sér hnéð og heimtar nú superman-plástur og dýpri vitsmunalegar áskoranir.Aðeins ein jörð Ég lagði af stað í mitt maraþonhlaup fyrir löngu síðan og mér líður eins og ef ég stoppa þá munu þeir koma og taka mig. En ef þeir segja að ég sé brjálaður hef ég svar við því. Ég er bara að leita að hæli. Það er bara svo miklu betra að leita heldur en að finna. Svona er þessi þversagnarkennda frjálsa hugsun. Þetta er allt „Einstaklingsbundin upplifun“ – sem hljómar eins og eitthvað sem gæti verið yfirtitill markaðsráðstefnu í Háskólabíói þangað sem jafnvel Biskupsstofa sendir fulltrúa. Við erum nefnilega öll að reyna að fanga frelsið og það er kannski sorglegt að hugsa til þess að frelsið felst ýmist í því að kasta frá sér því sem manni er gefið eða að leita þess sem maður fékk ekki. Sólin skín og við sjóndeildarhringinn glittir í jökulrönd. Og það er svo undursamlegt að hugsa til þess að við eigum þrátt fyrir allt bara þessa einu jörð, öndum öll að okkur sama súrefninu og það eina sem við þurfum er nesti og nýir Nike Air Monarch IV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
Ég held að allir sem hlaupi maraþon séu á flótta. Ég er ekki að segja að það sé algengt að fólk fremji glæp við rásmarkið og sé þess vegna hlaupandi næstu fjórar klukkustundirnar (þó að það hafi eflaust gerst einhverntímann). Ég held að þetta sé bara stóri flóttinn – ekkert hræðilegur þannig séð – eirðarleysið og þráin eftir að vera á hreyfingu og ferðast milli staða. Þó að ég sé heimakær finnst mér gott að geta ferðast. Íslendingar eru vanir ferðafrelsi. Við erum ekki útilokuð neins staðar. Við tilheyrum forréttindahópi. Aðeins smærri hluti heimsbyggðar nýtur þessara gæða. Það er því bara einhver rómantík sem fær mig sífellt til að hugsa hvert ég myndi flýja ef ég yrði ríkisfangslaus. Maður veit aldrei ævi sína fyrr en öll er. Kannski verður Davíð Oddsson kjörinn forseti og þá er nú alveg líklegra en ekki að maður leysi vegabréfið sitt upp í sýru, pakki helstu nauðsynjum ofan í sjópoka og sæki um pólitískt hæli einhverstaðar. Hvert ætti maður að fara?Sniglaveisla við Signubakka Frakkland hefur orðspor sem griðastaður. Þar hafa ýmsir flóttamenn dvalið, meðal annars Lenín og Roman Polanski. Kannski ætti maður að forðast að flýja þangað því það gæti túlkast sem yfirlýsing um óhreint mjöl. Það sama á við um Brasilíu og fleiri lönd í Suður-Ameríku þar sem nasistar földu sig í þykkninu – sem er synd því það er lokkandi tilhugsun að pólitískt flóttamannanef manns verði glansandi og póstkassarautt síðustu æviárin. Ef maður hugsar þetta eingöngu út frá landafræði þá væru Bandaríkin besti kosturinn. Þar er allt sem hugurinn girnist veðurlega séð: sólarstrendur, frískt fjallaloft, bleikir akrar og slegin tún en líka himinháir skýjakljúfar, afstæðiskenningar, djass og fokk. Það fylgir því samt uppgjöf að vera flóttamaður í Bandaríkjunum. Amerískir ríkisborgarar þurfa að heilsa flagginu og hata kommúnisma, sem enginn góður og gegn intellektúal getur samþykkt. Rússland er hins vegar álitlegt land fyrir gáfumenni. Þar gera menn vel við pólitíska flóttamenn frá Vesturlöndum. Koma þeim fyrir í panilklæddum hótelherbergjum og dusta af þeim rykið með fjaðurbursta. Þar dvelur nú Edward Snowden og er hægt og rólega að aflíkamnast og breytast í hugmyndafræðilega Skype-vél sem útvarpað er á ráðstefnur siðfræðinga um víða veröld. Þessi neó-kaldastríðsismi er eitt af því rosalegasta sem er í gangi í heiminum í dag en ég held að maður yrði fljótt brjálaður ef maður væri flóttamaður í Rússlandi. Að vísu held ég að hið rússneska brjálæði sé fegurst allra brjálæða og eru Mæjakofskí, Tsvetæfa, Jesenín og allt inntekið stryknín þeirrar álfu vitnisburður þess.Julian Assange í kassa Svo er það Bretland sem er líka sæmilega innréttað land fyrir gáfumenn. Þar getur maður hangið með spennandi flóttamönnum eins og Julian Assange, sem lítur út eins og hann sé úr postulíni. Enda er hann geymdur í stofufangelsi í sendiráði Ekvador í London og líklega settur ofan í kassa með frauðplastkúlum á nóttunni með Sony Vaio-fartölvuna í kassa við hliðina. Stofufangelsi er kannski eina raunhæfa útlegðin ef maður er í Bretlandi. Ekki er veðrið til þess fallið að eyða tíma utandyra. En ekki fer maður að kvarta yfir veðri verandi frá Íslandi? Jú, auðvitað kvartar maður. Í því er frelsið fólgið. Það hlýtur að vera hægt að finna land sem hefur þetta allt: gott veður, aðgengi að sjó, hátt gáfnastig, dýpt, sögu, menningu og pólitískt hlutleysi í köldum imperíalisma heimsins. Það er til. Það heitir Grikkland. Hið eilífa dvalarheimili dekadentista. Þar sem Byron lávarður dó úr hitasótt saddur lífdaga (reyndar bara 36 ára, en samt svimandi saddur) eftir að hafa hrakist frá Englandi til Frakklands og þaðan til Ítalíu í leit að frjálsari ástríðum og nautnum. En Grikkir eiga reyndar fullt í fangi. Það er talið að 70.000 hælisleitendur séu fastir á Grikklandi núna. Ekki endilega vegna þess að Grikkland sé fyrirheitna landið heldur vegna þess að til Evrópu streyma fleiri flóttamenn en áður hefur þekkst og Grikkland, með sínum mörgu eyjum, er fyrsta strandhöggið. Kannski er það kaldhæðnislegt að í þessu sama landi mætist forréttindapésar, siðfallnir úr efsta freyðilagi samfélagsins og stríðskúgaðir borgararnir í hundraðþúsundavís. Maður spyr sig hvort þar sé pláss fyrir einn í viðbót: lítinn Einar Áskel sem hrasaði á þykkri stofumottunni á folkehjemmetinu og hruflaði á sér hnéð og heimtar nú superman-plástur og dýpri vitsmunalegar áskoranir.Aðeins ein jörð Ég lagði af stað í mitt maraþonhlaup fyrir löngu síðan og mér líður eins og ef ég stoppa þá munu þeir koma og taka mig. En ef þeir segja að ég sé brjálaður hef ég svar við því. Ég er bara að leita að hæli. Það er bara svo miklu betra að leita heldur en að finna. Svona er þessi þversagnarkennda frjálsa hugsun. Þetta er allt „Einstaklingsbundin upplifun“ – sem hljómar eins og eitthvað sem gæti verið yfirtitill markaðsráðstefnu í Háskólabíói þangað sem jafnvel Biskupsstofa sendir fulltrúa. Við erum nefnilega öll að reyna að fanga frelsið og það er kannski sorglegt að hugsa til þess að frelsið felst ýmist í því að kasta frá sér því sem manni er gefið eða að leita þess sem maður fékk ekki. Sólin skín og við sjóndeildarhringinn glittir í jökulrönd. Og það er svo undursamlegt að hugsa til þess að við eigum þrátt fyrir allt bara þessa einu jörð, öndum öll að okkur sama súrefninu og það eina sem við þurfum er nesti og nýir Nike Air Monarch IV.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun