Skrímsli verður til Brynhildur Björnsdóttir skrifar 1. apríl 2016 11:30 Bækur Einn af okkur – saga um samfélag Åsne Seierstad Þýðing: Sveinn Guðmarsson Fjöldi síðna: 571 Útgefandi: Mál og menning Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Hvernig verða skrímsli til? Hvaða ábyrgð berum við á og gagnvart hvert öðru? Hvað er að tilheyra samfélagi? Bókin Einn af okkur snertir á þessum grundvallarspurningum um það hvað það þýðir að tilheyra samfélagi og hversu hættulegt það getur reynst að útiloka fólk frá þeim möguleika. Hún segir frá atburðum sem eru flestum í fersku minni, þegar Anders Behring Breivik drap sjötíu og sjö einstaklinga með köldu blóði, flesta undir tvítugu, fyrst með sprengjuárásum í Ósló og svo með skotvopnum á ungliðaþingi Verkamannaflokksins á hjartalaga eyjunni Útey þann 22. júlí 2011. Bókin er unnin með aðferðum rannsóknarblaðamennskunnar og byggð á beinhörðum staðreyndum, lögregluskýrslum og yfirheyrslum og öllu því sem hægt var að komast yfir til að lýsa uppvexti og lífi Anders Bering Breivik frá fæðingu og nánast til dagsins í dag. Hún lýsir aðdraganda, undirbúningi og eftirköstum árásanna í smáatriðum, en líka þrá einstaklings eftir því að tilheyra einhverjum eða einhverju sem að lokum leiddi til örvæntingarfyllstu aðgerða til að vera, ef ekki elskaður og dáður, þá að minnsta kosti sýnilegur. Bókin segir líka sögu nokkurra þeirra sem létu lífið fyrir hendi Breiviks og saga þeirra er ekki síður mikilvæg fyrir okkur sem lesendur. Þau voru nefnilega líka ein af okkur, tilheyrðu sama samfélagi þó þau væru úr ólíkum áttum og þjóðernum. Lýsingar á atburðum í samtímasögu Noregs og þeim samfélagsbreytingum sem meðal annars hafa orðið eftir að þar varð fjölmenningarsamfélag eru áhugaverðar, sem og lýsingar á þeim vandamálum sem komu upp hjá yfirvöldum í Noregi þegar taka þurfti afstöðu til þess hvernig átti að lögsækja og dæma í máli sem átti sér engin fordæmi. Hvernig átti að lýsa morðunum við réttarhöldin þegar aðstandendur sátu í salnum? Hvar átti að draga línuna í ákærum þegar auk hinna sjötíu og sjö eru margir tugir sem munu bera líkamlega áverka það sem eftir er? Og síðast en ekki síst: hvernig átti að taka afstöðu til þess hvort Breivik er geðveikur eða ekki? Hvernig bregst samfélag við þegar nánast hið versta hefur gerst? Og þá má ekki gleyma nákvæmum lýsingum á atburðarásinni 22. júlí 2011, lýsingum sem er nánast óbærilegt að lesa en þó svo nauðsynlegt að þekkja, bæði af virðingu fyrir þeim sem létu líf sitt en ekki síður til að setja verknaðinn í samhengi við einstaklinginn. Og það er gríðarlega mikilvægt að muna og gleyma aldrei að sá sem gerðist brotlegur við grundvallarmennskuna í Útey var ekki framandi, kom ekki að utan þó hann aðlagaðist ekki samfélaginu. Hann var einn af okkur. Åsne Seierstadt hefur unnið þrekvirki við ritun þessarar bókar, þrekvirki sem á sér vart hliðstæðu. Bókin er spennandi, fræðandi og rígheldur í lesandann en samt svo óhugnanleg og sorgleg og hræðileg að lesturinn er á köflum mjög erfiður. Þýðing Sveins Guðmarssonar er vel unnin, hnökralaus og truflar aldrei flæðið í textanum sem er mikilvægt þegar um svona bók er að ræða. Þetta er bók sem breytir fólki, breytir því hvernig við hugsum um samferðafólk okkar. Vonandi gerir þessi frásögn okkur færari í því að búa til betra samfélag.Niðurstaða: Ótrúlega mögnuð og merkileg bók, sorgleg, óhugnanleg og hræðileg en samt ómögulegt að leggja hana frá sér. Bók sem breytir fólki.Gagnrýnin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl. Bókmenntir Hryðjuverk í Útey Menning Noregur Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Einn af okkur – saga um samfélag Åsne Seierstad Þýðing: Sveinn Guðmarsson Fjöldi síðna: 571 Útgefandi: Mál og menning Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Hvernig verða skrímsli til? Hvaða ábyrgð berum við á og gagnvart hvert öðru? Hvað er að tilheyra samfélagi? Bókin Einn af okkur snertir á þessum grundvallarspurningum um það hvað það þýðir að tilheyra samfélagi og hversu hættulegt það getur reynst að útiloka fólk frá þeim möguleika. Hún segir frá atburðum sem eru flestum í fersku minni, þegar Anders Behring Breivik drap sjötíu og sjö einstaklinga með köldu blóði, flesta undir tvítugu, fyrst með sprengjuárásum í Ósló og svo með skotvopnum á ungliðaþingi Verkamannaflokksins á hjartalaga eyjunni Útey þann 22. júlí 2011. Bókin er unnin með aðferðum rannsóknarblaðamennskunnar og byggð á beinhörðum staðreyndum, lögregluskýrslum og yfirheyrslum og öllu því sem hægt var að komast yfir til að lýsa uppvexti og lífi Anders Bering Breivik frá fæðingu og nánast til dagsins í dag. Hún lýsir aðdraganda, undirbúningi og eftirköstum árásanna í smáatriðum, en líka þrá einstaklings eftir því að tilheyra einhverjum eða einhverju sem að lokum leiddi til örvæntingarfyllstu aðgerða til að vera, ef ekki elskaður og dáður, þá að minnsta kosti sýnilegur. Bókin segir líka sögu nokkurra þeirra sem létu lífið fyrir hendi Breiviks og saga þeirra er ekki síður mikilvæg fyrir okkur sem lesendur. Þau voru nefnilega líka ein af okkur, tilheyrðu sama samfélagi þó þau væru úr ólíkum áttum og þjóðernum. Lýsingar á atburðum í samtímasögu Noregs og þeim samfélagsbreytingum sem meðal annars hafa orðið eftir að þar varð fjölmenningarsamfélag eru áhugaverðar, sem og lýsingar á þeim vandamálum sem komu upp hjá yfirvöldum í Noregi þegar taka þurfti afstöðu til þess hvernig átti að lögsækja og dæma í máli sem átti sér engin fordæmi. Hvernig átti að lýsa morðunum við réttarhöldin þegar aðstandendur sátu í salnum? Hvar átti að draga línuna í ákærum þegar auk hinna sjötíu og sjö eru margir tugir sem munu bera líkamlega áverka það sem eftir er? Og síðast en ekki síst: hvernig átti að taka afstöðu til þess hvort Breivik er geðveikur eða ekki? Hvernig bregst samfélag við þegar nánast hið versta hefur gerst? Og þá má ekki gleyma nákvæmum lýsingum á atburðarásinni 22. júlí 2011, lýsingum sem er nánast óbærilegt að lesa en þó svo nauðsynlegt að þekkja, bæði af virðingu fyrir þeim sem létu líf sitt en ekki síður til að setja verknaðinn í samhengi við einstaklinginn. Og það er gríðarlega mikilvægt að muna og gleyma aldrei að sá sem gerðist brotlegur við grundvallarmennskuna í Útey var ekki framandi, kom ekki að utan þó hann aðlagaðist ekki samfélaginu. Hann var einn af okkur. Åsne Seierstadt hefur unnið þrekvirki við ritun þessarar bókar, þrekvirki sem á sér vart hliðstæðu. Bókin er spennandi, fræðandi og rígheldur í lesandann en samt svo óhugnanleg og sorgleg og hræðileg að lesturinn er á köflum mjög erfiður. Þýðing Sveins Guðmarssonar er vel unnin, hnökralaus og truflar aldrei flæðið í textanum sem er mikilvægt þegar um svona bók er að ræða. Þetta er bók sem breytir fólki, breytir því hvernig við hugsum um samferðafólk okkar. Vonandi gerir þessi frásögn okkur færari í því að búa til betra samfélag.Niðurstaða: Ótrúlega mögnuð og merkileg bók, sorgleg, óhugnanleg og hræðileg en samt ómögulegt að leggja hana frá sér. Bók sem breytir fólki.Gagnrýnin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.
Bókmenntir Hryðjuverk í Útey Menning Noregur Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira